Klúður dauðans

Mótmælendur sem eru 1 til 2% þjóðarinnar er nú að kosta okkur hærri stýrivexti í viðbót við eignaspjöllin og þessa fárálegu valdalausu bráðabyrðaríkisstjórn. Þetta er orðið  klúður dauðans og komið fast að bankaútrásinni í mesta klúðri aldarinnar.  Hvernig í veröldinni geta mótmæli örfárra heimskingja komið lýðræðisríkinu íslandi í svona tilgangslausa stjórnarkreppu sem kostar þjóðina hundruð ef ekki þúsundir miljóna.

 

 

 


mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framkvæmdastjóri hans hvatti hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum að sinni m.a. vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum.

 Mér finnst að fólk þurfi aðeins að spá betur í það hvernig fréttir eru settar fram, t.d. getur fók hæglega sett spurningar við þessa setningu í ljósi atburða síðustu daga.  Hér eru nokkur dæmi um gagnrýnar spurningar: Hvers vegna er bara talinn upp einn liður af greinilega nokkrum sem valda því að framkvæmdastjóri IMF hvetur til þess að vöxtum verði haldið óbreyttum að sinni? Er það blaðamaðurinn sem kýs að setja bara fram einn lið? Eða er það framkvæmdastjóri IMF? Eða er það Davíð Oddsson? Hver telur þennan lið af nokkrum mikilvægastann í augnablikinu? 

Við þurfum að læra að lesa líka í það sem er ekki sett fram.

Með von um betri tíð, Linda B. Jóhannsd.

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú yrðir ekki síðri seðlabankastjóri en þeir sem þar sitja núna.

Magnús Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband