Bjóða gull og græna skóga

Það verður gaman að fylgjast með hvað EU er tilbúið að teygja sig langt í að ná íslandi í netið. Nú þegar ljóst er að almannrómur hér virðist vera að snúast gegn sambandinu koma þeir með tilboð um flýtimeðferð og forgang á ísland og ég fæ ekki betur séð en að Olli Rehn sem sér um stækkunarmál sambandsins sé farinn að bjóða pening samkvæmt  þessari frétt af vísi.


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið þykist ætla að hjálpa okkur í efnahagsmálum en er síðan ekki að hjálpa sínum eigin aðildarríkjum.

The Economist skrifaði á dögunum að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið eins og staðan í efnahagsmálum okkar er í dag yrði vaðið yfir okkur. Sambandið myndi einfaldlega hagnýta sér veika stöðu okkar út í ystu æsar.

Í frétt Vísir.is um ummæli Olli Rehn er haft eftir honum að innganga Íslands yrði hvalreki fyrir Evrópusambandið. Og þar liggur hundurinn grafinn, við eigum miklar auðlindir sem sambandið vanhagar sárlega um. Evrópusambandið er engin góðgerðastofnun.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.1.2009 kl. 09:10

2 Smámynd: Jónas Jónasson

Wagner : Maðurinn þarf að þjást til að verða vitur.

Jónas Jónasson, 30.1.2009 kl. 09:18

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

það sem mér finnst merkilegast við þessa frétt á visi er að olli er að bjóða pening ef þetta er rétt eftir haft ?

 " Samkvæmt heimildum Guardian má búast við því að umsókn Íslands yrði flýtt eftir megni vegna efnahagsástandsins og skuldir landsins myndu ekki raska efnahag ESB að ráði vegna smæðar íslenska hagkerfisins "

Guðmundur Jónsson, 30.1.2009 kl. 09:25

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Já Guðrún en frændur okkar Norðmenn  þeir vilja endileg hafa okkur með sér fyrir utan ESB verðum við ekki að taka tillit til þess líka.

Guðmundur Jónsson, 30.1.2009 kl. 09:56

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég lít svo á að í EES samningnum séu fólgin einhver stærstu mistök í stjórnsýslu á seinustu öld Jón Frímann.  Hann er það sem gerði örfáum kaupahéðnum kleift að flytja út stóran hluta þjóðarauðs okkar íslendinga án þess að stjórnvöld hér gætu rönd við reist.

Það er þannig að íslendingar eru eiginlega óumdeilanlega auðugasta þjóð veraldar hvað náttúruauðlyndir snertir. Með EES samningnum um frjálsa fjármagnsflutninga og Dómi hæstaréttar þar sem útgerðum var heimilað að eignfæra og veðsetja kvóta var stórum hluta eignarhalds þessara nátúrauðlynda í raun leyft að flæða óhindrað úr landi. Ég tel að samspil þessara tveggja þátta sé í raun rót efnahagsvandans sem við glímum nú við. Það get ég svo rökstutt í stuttu máli með að bend á að vandamálið væri ekki til staðar hefði annað þessara tveggja atriða ekki notið við. Ég er ekki að segja að EES samningurinn hafi verið alslæmur en hann var stórgallaður og als ekki eins og margir vildu vera láta að við værum að fá alt en gefa ekkert. Í ljósi sögunnar held ég samt að betra var að gera þennan samning þó gallaður hafi verið heldur en að gera ekkert eða ganga í ESB eins og margir vildu á sínum tíma. Nú eru hinsvegar breyttir tímar og ísland ekki lengur nýmarkaðshagkerfi það kallar á nýjar lausnir og margt er í spilunum til dæmis Olli Rehn og felagar.

Guðmundur Jónsson, 31.1.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband