1.2.2009 | 19:14
Hópur af seðlabankastjórum ?
Seðlabankastjórn hefur mikið vald sem gerir kröfu til handhafa þess valds að þeir skilji hvaða áhrif það hefur að auka eða takmarka framboð á lánsfé í hagkerfinu og setur því gríðarlega mikla ábyrgð á hendur þeim sem með þetta vald fara. Mistök við skipan stjórnenda seðlabanka geta þannig kollvarpað efnahag þjóðar á nokkrum misserum. Erfitt er að ráða eða skipa í þessar stöður, til dæmis ef litið er til þess að minnihluti alþingismanna á íslandi skilja til hlítar hlutverk og mikilvægi þess í afkomu þjóðarinnar. Enn fremur má benda á að óðaverðbólga og efnahagsleg hrun þjóða má mjög oft tengja beint við skipan óhæfra manna til að stýra seðlabönkum. Á íslandi hefur verið tekið á þessu til dæmis með skipan þriggja seðlabankastjóra.
Þessar breytingar fela í raun í sér að til verður hópur bankastjóra sem fara með vald þeirra þriggja sem nú starfa, svokallað peningastefnuráð og þá verður kominn einn" óþarfur " bankastjóri til að skrifa undir, hann verður því að líkindum með neitunarvald sem getur gert Seðlabankann óstarfhæfan ?
Þetta gæti því alveg verið óþörf og jafnvel beinlínis hættuleg aðgerð. því ætla ég hér að taka undir með fráfarandi forsætisráðherra, það er aldrei gott að láta stjórnast af hatri.
Einn Seðlabankastjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Mummi!
Þú skrifar um seðlabankastjóra þetta sem hér fer á eftir:
"Enn fremur má benda á að óðaverðbólga og efnahagsleg hrun þjóða má mjög oft tengja beint við skipan óhæfra manna til að stýra seðlabönkum. Á íslandi hefur verið tekið á þessu til dæmis með skipan þriggja seðlabankastjóra."
Og mummi hefur þú tekið eftir því að einmitt þetta hefur gerst hér á Íslandi að það hefur orðið hrun og óðaverðbólga vegna þess að við höfum haft óhæfan seðlabankastjóra.
Bestu kveðjur af Rangárvöllum, Viðar á Kaldbak.
Viðar Steinarsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:58
Sæll Viðar og takk fyrir innlitið
Óðaverðbólga er ástand þar sem verð hækkar stjórnlaust með engum fyrirsjáanlegum enda. Óðaverðbólga hefur sem betur fer aldrei náð fótfestu á íslandi þó nærri hafi legið í kring um 1980. Lítil hagkerfi verða alltaf með tiltölulega háa verðbólgu í samanburði við stærri hagkerfi. Þessu má að nokkru líkja við hjartslátt í skepnum, eftir því sem áreynslan eykst því hraðar slær hjartað og því stærri sem skepnan er því hægara slær það líka
Því tel ég ekki raunhæft að ætlast til að verðbólga hér sé sambærileg við OECD ríkin.
Guðmundur Jónsson, 2.2.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.