Eru þessar eignir bankanna þarna úti þá einhvers virði?

Af hverju taka Bretar ekki eignir Landsbankans upp í Icesaveskuld ?

það er vegna þess að þetta snýst ekki um kostnað heldur völd.Bretar eru fyrir löngu búnir að greiða út eða tryggja allar innistæður í GBP og EUR og þeir áttu fyrir því með því að reka ríkisjóð sinn með halla (prenta peninga). Þeir fengur evrur gefins frá Evrópusambandinu til að greiða út evru innistæður (lán frá ECB gegn ónýtum veðum). Þeir lofa að greiða en greiða í raun ekki neitt, þeir bara óbeint fella gengið með útgáfu ónýtra skuldaviðurkenninga. Ég hef ekki kynnt mér hvernig Hollendingar gerðu upp sínar innistæðutryggingar en ég geri ráð fyrir að sé með svipuðum hætti.

Á sama hátt eru íslendingar fyrir löngu búnir að greiða eða tryggja allar innistæður í krónum.

Skuldir ríkisjóða yfir landamæri eru í vissum skilningi stjórntæki nýlenduherra nútímans.

Ef Evrópubandalagið væri í raun vina þjóð okkar og bara að sækjast eftir peningum en ekki völdum á Íslandi, Þá hlyti að vera meira en sjálfsagt að við gerðum þetta upp með eignum landsbankans hér heima og erlendis.

Icesave deilan snýst ekki um peninga heldur um völd.


mbl.is Gunnar Sigurðsson stjórnarformaður Hamleys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þú ert sem sagt að segja að við eigum að ganga í ESB þá getum við gert það sama og hinir bara 7 árum seinna?

Gísli Ingvarsson, 3.7.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Kann að vera Gísli, en ertu þá sammál þessari skilgreiningu minni að deilan snúist um völd ekki peninga og er EU þá í raun að ná auknum völdum á islandi ef samngurinn um icesave fer í gegn um þingið.

Guðmundur Jónsson, 3.7.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er ekki hægt að ráðstafa neinum eignum Landsbanka nema eftir reglum um uppgjör við gjaldþrot, þar sem m.a. verður að gæta réttar allra kröfuhafa. Þannig verða allir kröfuhafar að samþykja öll frávik á ráðstöfun eigna fyrirtækisins. Einnig verður hlutfallslega sama verðmæti að ganga til allra forgangskröfuhafa og svo ef eitthvað er eftir verður að skipta því jafnt hlutfallslega til allra sem teljast eiga viðurkenndar almennar kröfur. Áður en neitt slíkt kemur til greina verður að skera úr um hvaða kröfur hver á, hverjar kröfur eru réttmætar og hverjar eru forgangskröfur og hverjar almennar, einnig verður að fást endanlegt og rétt mat á eignir ef hægt á að vera að skipta þeim.

Það er enginn sem getur ráðstafað eignum gamla Landsbankans nema skiptanefndin og hún getur aðeins gert það á jafnræðsigrundvelli gagnvart öllum kröfuhöfum. 

-Hvorki íslensk stjórnvöld (sem ekkert geta skipt sér af þessu) né skiptanefndin geta úthlutað breskum yfirvöldum né neinum öðrum aðila eigur úr gamla bankanum í heild eða að hluta nema allt hitt sé gert upp samhliða eftir sömu reglum.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.7.2009 kl. 12:35

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

EU eða ESB er ekki neitt eitt, heldur 27 ríki með ólíka hagsmuni. Valdamesta stofnun ESB er ráðherraráðið en þar sitja ráðherrar ríkisstjórnanna hverju sinni í þeim málflokki sem verið er að taka ákvarðanir um.

Þannig yrði það Katrín Jakobsdóttir  ef verið væri að fjalla um menntmál og Katrín Júlíusdóttir ef fjallað væri um iðanðarmál. Það er svo auðvitað síbreytilegt vegna breytinga á ríkisstjórnum landanna hverjir sitja þar hverju sinni.

Framkvæmdastjórar málaflokka innan ESB, æðstu Embættismenn ESB er svo skipaður einum frá hverju landi, oftast virtir og þektir einstaklingar hvers lands með afar ólíkan bakgrunn og hagsmuni. - Það er engin leið að ætla ESB einhvern einn og vfasaman tilgang gagnvart Íslandi en ef menn leita geta þeir örugglega fundið þar allar hugsanlegar ksoðanir og bæði vafasaman og göfugan tilgang.

Stóru ríkin vilja helst ekki sjá fleiri smáríki í ESB með neitunarvaldi og áhrif langt umfram fólksfjölda, en smáríkin og þá ekki síst Norðurlöndin vilja óð og uppvæg fá okkur til liðs við sig. Eftir sem áður hafa t.d. Svíar oft ólíka afstöðu og hagsmuni en við og allt aðra en Bretar. 

Helgi Jóhann Hauksson, 3.7.2009 kl. 12:48

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef það er hægt að samþykkja með lögum á alþingi ríkisábyrgð upp á 700 miljarða vegna starfsemi íslensk eikafyrirtæks. þá er líka hægt að breyta með lögum á alþingi meðferð þrotabús þessa sama fyrirtækis.

Svo þetta eru ekki mjög sterk rök Helgi eða hvað.

Guðmundur Jónsson, 3.7.2009 kl. 12:50

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta seinna innlegg þitt Helgi kom á mill svo ég svara því hér aftur.

Finnst þér ekki að EU hafi komið fram sem eitt ríki í Icesave deilunni ? það finnst mér.

Sambandið er augljóslega eins og ein fylking í því máli og því tel ég eðlilegt og í lagi að tala um það sem eitt ríki í því sambandi.

Guðmundur Jónsson, 3.7.2009 kl. 12:56

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nei, Gunnar það er ekki hægt bótalaust að samþykja lög á Alþingi sem breyta eftir þrot meðferð krafna.

---

UM ESB: Frakkar höfðu samband við okkur og sögðu okkur að Bretar færu um og skýrðu sitt mál og spurðu í forundran hvort íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að standa fyrir sínum hagsmunum. Með því sönnuðu Frakkar að ESB var ekki eins og ein heild og líka að ástæða þess að svo lítur út er að við bárum ekki á borð okkar rök og hagsmuni á meðan Bretar gerðu það. Munurinn var líka sá að Bretar voru og eru aðilar að ESB og öllum stofnunum og fundum þar sem hægt er að fjalla um málið en við ekki.

Ofaná allt þetta var svo enginn munur á afstöðu Norðmanna sem eru utan ESB og ESB ríkjanna. 

Helgi Jóhann Hauksson, 3.7.2009 kl. 13:37

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

........... " Það er ekki hægt bótalaust að samþykja lög á Alþingi sem breyta eftir þrot meðferð krafna."

Eru þá hugmyndir þínar og ESB um meðferð þrotabúa ísenskra einkafyrirtækja, ofar löggjafaþingi íslands um lagasetningar á íslandi.

Ertu ekki komin aðeins framúr þér núna Helg, við erum enn fullvalda þjóð. Þó þú vildir að svo væri ekki.

Guðmundur Jónsson, 3.7.2009 kl. 14:09

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Alþingi getur ekki án þess að gera ríkið bótaskilt, breytt leikreglum og lögum eftir á hvorki um mig eða þig eða um Landsbankann og hvorki um útibú hans hér eða erlendis. Það er bara ekkert minna en grunnur réttaríkisins að það sé ekki hægt. - Það hefur ekkert með neitt annað að gera en Ísland sem réttarríki.

Svo vil ég ekki hafa ruddalegar og vægast sagt svívirðilegar staðhæfingar þína um að ég vilji ekki að Ísland sé fullvalda ríki, þær segja aðeins hverskonar maður þú ert en ekkert um aðra.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.7.2009 kl. 17:48

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Með þessum rökum er ríkið nú þegar bótastillt út af neyðarlögunum. Þar voru innistæðueigendum mismunað eftir þjóðerni ekki satt og þá kemur það á sama stað niður.

Ég biðst afsökunar á þessum ummælum mínum.  En mín tilfinning fyrir því að ganga í ESB er sú að verið sé að afsala fullveldi þjóðarinnar, En við erum víst  ekki sammála um það.

Guðmundur Jónsson, 3.7.2009 kl. 18:30

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar voru neyðarlögin sett á elleftu stundu rétt fyrir hrun bankanna en engu að síður orka þau mjög tvímælis og margir telja þau vart standast.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.7.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband