25.10.2009 | 11:27
iceSave-Stop-Strax
Af hverju á íslenskur almenningur ekki að bera þungann af tjóni vegna icesave reikninga landsbankans.
Það gefur auga leið að Íslendingar geta ekki verið þátttakendur í samstarfi EU um frjálst fæði fjármagns án þess að njóta sama skjóls fyrir fjármálafyrirtæki og aðildarríki sambandsins.
Það er vitað þegar innistæðutryggingasjóður er settur á fót, að hann getur aldrei staðið undir áhlaupi á alla banka sem sjóðurinn tryggir. Sama gildir um að þjóð, eins og Bretland getur ekki ábyrgst allar innistæður í Breskum bönkum, nema vegna þess að þeir geta prentað pund. Þetta er þó aðeins fræðilega hægt, því ef Bretar þyrftu í raun að prenta pund fyrir öllum innistæðum í pundum hryndi Breska hagkerfið. Þó virkar þetta vegna þess að það er fræðilega ekki hægt að fella breska bankakerfið með áhlaupi, því þeir geta jú alltaf búið til ný pund og þess vegna sofa allir rólegir með pundin sín í Breskum banka.
Í flestum þjóðríkjum heims eru sérstök teymi sem hafa fræðilega ótakmarkaðan aðgang að myntinni. Þessi teymi gera ekkert annað en að álagsprófa og taka yfir þarlenda banka ef þeir standast ekki prófið. Það hefur sýnt sig, í núverandi kreppu að þetta virðist virka, til að verja banka áhlaupi því engir sæmilega stæðir bankar hafa fallið vegna áhlaups á innistæður í þeim, síðan snemma á síðustu öld nema kannski Landsbankinn og Kaupþing.
Í reglum Evrópu seðlabankans, ECB er hinsvegar alveg bannað að afhenda evrur nema gegn traustum veðum. Það er gert til þess að ríki sambandsins geti sætt sig við að nota evrur og til að stöðugleiki og lág verðbólga haldist á svæðinu. Þetta eru dyggðug og háleit markmið peningastefnu ECB í hnotskurn. Af því leiðir að einhverskonar tryggingar eru nauðsinlegar þar sem evrur fást geymdar á reikningi til þess að telja viðskiptavinum trú um að evrurnar þeirra séu í öruggri geymslu. Þar kemur tilskipun 95/19/EB til sögunar. Til þess að evrubankar geti keppt við ríkistryggða Svissneska banka þá má innistæðutryggingakerfið að sjálfsögðu ekki íþyngja þeim um of, reyndar er það svo að evrubankarnir væru ekki bankar heldur peningasvarthol ef þeir þyrftu að standa undir tryggingakerfi sem gæti staðist alvöru áhlaup. Þess vegna getur tryggingasjóðurinn aldrei verið annað en til málamynda. En þar sem engin má búa til evrur nema ECB þá er eingin sem raunverulega getur tryggt banka sem geymir evrur gegn áhlaupi nema ECB. Það er hinsvegar alveg bannað samkvæmt samþykktum sambandsins, nema gegn traustum veðum og þau eru geta aldrei verið fyrir hendi í bankaáhlaupi. Er ekki eitthvað bogið við þetta ?
Jú þetta virkar einfaldlega ekki. Það var sjálfur Jean-Claude Trichet núverandi seðlabankastjóri Evrópu sem fann það út fyrir bráðum áratug að þetta kerfi gengi sennilega ekki upp ef alvöru kreppa yrði í heiminum.
Hann segir í skírslu sinni um kerfið.
"Although the goal of enhancing the stability of the banking system was clearly stated, the system introduced in France, as in most countries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crises, for which other measures are needed."
Ekki tekur Trichet meira á því hvað "other measures " eigi að vera en í ljósi þess að ECB er nú farinn að rétta út evrur til allra þeirra sem þess óska(nema íslendinga) með veði í ástarbréfum þá virðist ljóst að í dag þýðir "other measures " að prenta evrur. Þetta eru kallaðir björgunarpakkar í dag og bæði Bretar og Hollendingar hafa þegið þá.
Hver að verða síðastur að leita réttar síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur , er þetta ekki að segja okkur allt og getur verið að þetta séu síðustu púslin í hrun spilinu að vera með hrunstjórana alstaðar?
Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?
Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.
Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans
Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans
Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.
Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?
Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.
Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:
Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund
* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000
Neyðarstjórn óskast strax -!
Lúðvík Lúðvíksson, 25.10.2009 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.