Sjúklegt ástand sem fjölmiðlar bera mikla ábyrð á.

"Donald Trumps Bandaríkjaforseta, sem bannar borgurum frá 7 múslimaríkj­um að koma til lands­ins."

Hér vantar inn í að bannið er tímabundið í 90 daga, Það  langur vegur þarna á milli, sú eða sá sem skrifar fréttina er að falsa frétt.

Donald Trump er ef til vill ekki til fyrirmyndar. Hann hefur samt ekki unnið sér fyrir því að vera kallaður öllum illum nöfnum og líkt við Adolf Hitler og Kim Jong-un eins og maður sér víða gert í dag.

Að líkja manni (eða konu) við geðsjúka fjöldamorðingja fyrir að hafa skoðanir sem samræmast ekki manns eigin er það lægsta sem hægt er að komast.

Þessi maður sem talað er um er Forseti Bandaríkja Norður Ameríku, Þjóðarinnar sem kom á friði í Evrópu eftir seinna stríð. Hann er ekki fjöldamorðingi og ekki fáviti, hann er maður sem nú tekst á við erfiðar áskoranir heima og heiman. Reynum að halda okkur við þær grundavallar staðreyndir.


mbl.is Tjá sig ekki um tilskipun Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband