Falsarar eða óvitar í liði vinstriflokkanna.

Í gær og í morgun birtu margir einstaklingar og Stundin greiningu Indriða H Þorlákssonar sem hann kallar Skattapólitík 2012 til 2016.

Fjölmargir virðast hafa tekið andköf yfir þessu en þar er því haldið fram að skattbyrðinni hafi verið velt yfir á lágtekju- og millitekjufólk á þessum tíma.

Vitnað í talnagögn sem öllum eru opin á vef hagstofu íslands.

Gögnin sýna að lægri tekju hópar borga meira en hærri tekjuhópar vegna þess að tekjur lægri tekjuhópa hafa hækkað og öfugt. Eða, minna atvinnuleysi og hærri tekjur lægsta tekjuhópsins skilar sér augljósleg í auknum skatttekjum af þeim hóp. 

Allir sem leggja það á sig skoða gögnin og hafa svolítinn skilning á tölfræði sjá þetta nokkurvegin svona.

Indriði slær hinsvegar fram fullyrðingum á borð við:

"Skattalækkanir í efstu tekjubilunum hafa verið bornar uppi af skattahækkunum í neðri tekjubilunum"  og

"Heildargróði og tap er svo að sjá í eftirfarandi mynd sem sýnir að hátt í 12 milljarðar hafa með skattabreytingum verið færðir frá hinum tekjulægri hópum til hinna tekjuhærri.

Þess framsetning Indriða á gögnum er annað tveggja fölsun eða hrein fáviska af hans hálfu.


mbl.is Betri kjörsókn en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband