Sambandslaust samband

ESB er sambandslaust við sína kjósendur. Þeir sem ráða ferð eru almennt ekki kosnir af fólkinu í sambandinu heldur eru þeir ráðnir til starfa af fólki sem fyrir jafnvel áratugum fékk umboð frá kjósendum í heimalandinu. Pólitísk stefna ESB er því alltaf talsvert úr fasa við það sem er að gerast meðal fólksins sem byggir svæðið.

Þetta hefur meðal annars þær afleiðingar að óánjæga nær að magnast meðal stærri (og valdameiri) hópa sem svo stóreykur hættu á upplaus því stjórnsýslan nær ekki að endurspegla vilja meirihluta fólksins á hverjum tíma. 

Donald Trump hefur skýrt umboð kjósenda heima til að taka hart á innflytjendum sem líklegri eru til að vera öfga íslamistar. Hann gerir það og það bætir stöðugleikan heima.

ESB hefur hinsvegar ekki umboð frá (kjósendum) til að taka ekki sérstaklega á þessum hópum. Stefna Merkel og ESB í innflytjendamálum er ekki í samræmi við vilja fólksins sem byggir svæðið. Meira en helmingur íbúanna upplifir að stjórnsýslan troði á rétti þeirra og það er þess vegna sem stefnan gæti reynst hættuleg friði í álfunni.

 

 

 


mbl.is Vilja ferðabann í anda Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband