32 amper, hvað er það mikið ?

Reykjavíkurborg  er að setja upp ofurhleðslustöðvar fyrir rafbíla heil 32 amper. Til samanburðar eru afköst venjulegrar bensínstöðvar ígildi um 20 þúsund ampera hleðslustöðvar í rafmagni eða um 600 sinnum meiri.

Ég tek bensín einu sinni í viku. Með því leiðlegra sem ég geri, bíða eftir að dælan klári, það tekur um 2 mínútur og ég keyri upp undir 1000 kílómetra á hleðslunni á bíl sem fæst nýr í dag fyrir 2 milljónir og er 1000 kg.

 

Algengur rafmagnsbíll ( Nissan Leaf)í svipaðri stærð er 1400 kg kostar um 2 sinnum meira í innkaupum (gjaldeyri)og hann slítur vegum meira en tvöfalt meira (vegslit er í 4 veldi með þunganum) Og það versta er að öryggi annarra vegfaraenda minkar í beinu hlutfalli með þyngd umferðarinnar.

Maður þarf að vera mjög einfaldur til að sjá ekki þetta er ekki að virka til hagsbóta fyrir nein nema bílasalann.

Í keppninni um vitlausustu hugmynd íslandsögunnar er ótímabær rafbílavæðing númer tvö á eftir banni við frambremsum í bifreiðum sem var rætt um miðja síðustu öld og verður seint velt úr toppsætinu.


mbl.is Setja upp 58 hleðslustöðvar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband