16.3.2019 | 10:30
Uppskrift af stríði.
Finna sér lítið og sætt kristið samfélag þar sem flestir una sáttir við sitt.
Finna sér svo hóp af fólki sem hefur orðið að flýja að heiman vegna deilna um trúmál sem enduðu með blóðbaði og koma þeim fyrir í fátækari hverfum hins kristna samfélags þannig að það geti byggt bænahús og haldið áfram fyrri iðju.
þegar allt er orðið vitlaust og menn farnir að drepa hvorn annan á torgum, þá stíga vitringarnir fram sem héldu að þetta virkaði eins og í ævintýrinu um dýrin í hálsaskógi þar sem bæjarfógetinn setti bara lög um að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir og fara að benda á sökudólga, innflytjendur eða heimamenn.
Vitanleg er þetta ekki innflytjendunum að kenna og þetta er ekki heimamönum að kenn heldur.
Sökin er hjá góða fólkinu, stjórnmálamönum sem halda í innilegri einfeldni, að heimurinn sé eins og í ævintýrinu um dýrin í hálsaskógi.
![]() |
Kenndi múslimum um árásina og var eggjaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.3.2019 | 12:52
Verkfall er úrræði þrælsins.
Þeir sem mæta í vinnu í ár eða áratugi án þess að þiggja næg laun fyrir eru það sem kallað er þrælslundaðir.
þrælslundaðir menn vinna og þjóna herranum án þess að fá sómasamlega greiðslu eða viðurkenningu fyrir. Uppúr sýður svo þegar Þeir fá "kjark" í formi hópeflis sem endar með verkfalli.
Þannig er vandamálið (verkföllin) afleiðing þrælslundar starfsmanna gagnvart vinnuveitandanum. þessir menn eru gjarnan ríkisstarfsmenn úr öllum greinum en líka verkamenn í einkageiranum. Á nútíma íslandi þarf í reynd engin að vinna fyrir of lág laun, en þrælslundin heldur mönnum í fjötrum og óheiðarlegir atvinnurekendur nýta sér það.
![]() |
Efling boðar frekari verkföll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)