Færsluflokkur: Bloggar

Sambandslaust samband

ESB er sambandslaust við sína kjósendur. Þeir sem ráða ferð eru almennt ekki kosnir af fólkinu í sambandinu heldur eru þeir ráðnir til starfa af fólki sem fyrir jafnvel áratugum fékk umboð frá kjósendum í heimalandinu. Pólitísk stefna ESB er því alltaf talsvert úr fasa við það sem er að gerast meðal fólksins sem byggir svæðið.

Þetta hefur meðal annars þær afleiðingar að óánjæga nær að magnast meðal stærri (og valdameiri) hópa sem svo stóreykur hættu á upplaus því stjórnsýslan nær ekki að endurspegla vilja meirihluta fólksins á hverjum tíma. 

Donald Trump hefur skýrt umboð kjósenda heima til að taka hart á innflytjendum sem líklegri eru til að vera öfga íslamistar. Hann gerir það og það bætir stöðugleikan heima.

ESB hefur hinsvegar ekki umboð frá (kjósendum) til að taka ekki sérstaklega á þessum hópum. Stefna Merkel og ESB í innflytjendamálum er ekki í samræmi við vilja fólksins sem byggir svæðið. Meira en helmingur íbúanna upplifir að stjórnsýslan troði á rétti þeirra og það er þess vegna sem stefnan gæti reynst hættuleg friði í álfunni.

 

 

 


mbl.is Vilja ferðabann í anda Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúklegt ástand sem fjölmiðlar bera mikla ábyrð á.

"Donald Trumps Bandaríkjaforseta, sem bannar borgurum frá 7 múslimaríkj­um að koma til lands­ins."

Hér vantar inn í að bannið er tímabundið í 90 daga, Það  langur vegur þarna á milli, sú eða sá sem skrifar fréttina er að falsa frétt.

Donald Trump er ef til vill ekki til fyrirmyndar. Hann hefur samt ekki unnið sér fyrir því að vera kallaður öllum illum nöfnum og líkt við Adolf Hitler og Kim Jong-un eins og maður sér víða gert í dag.

Að líkja manni (eða konu) við geðsjúka fjöldamorðingja fyrir að hafa skoðanir sem samræmast ekki manns eigin er það lægsta sem hægt er að komast.

Þessi maður sem talað er um er Forseti Bandaríkja Norður Ameríku, Þjóðarinnar sem kom á friði í Evrópu eftir seinna stríð. Hann er ekki fjöldamorðingi og ekki fáviti, hann er maður sem nú tekst á við erfiðar áskoranir heima og heiman. Reynum að halda okkur við þær grundavallar staðreyndir.


mbl.is Tjá sig ekki um tilskipun Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túristabændur eins og frekir krakkar í nammibúð

Ferðaþjónustuaðili sem fer með túrista í hættulega fjöru er alltaf að gera það á sína ábyrgð.

Þetta er vandamál þess sem selur ferðirnar og þeirra sem fara í þær. þeir þurfa að leysa vandamálið sitt án þess að heimta peninga af öðrum og eyðileggja náttúruna fyrir okkur sem viljum fá að njóta hennar án gaddavírs og varðhunda.

 

Þessi hugmyndafræði að gera náttúruna hættulausa með með girðingum og löggum er eins vitlaust og vitlaust getur orðið.

 

 

 


mbl.is „Þetta er ófremdarástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðingar eru vandamál á íslandi.

Þarna er komin sæmilega heiðarlegur enskur og hagfræðingur sem sér og lærir af reynslunni. Því miður er ekki það sama hægt að segja um Íslensku hagfræðingana sem komu fram í Heimildamyndinni Ránsfengur í gær á RÚV. Þar tala nokkrir íslenskir hagræðingar um að hrunið hafi verið íslenskum stjórnmálamönnum að kenna en ekki þeim sjálfum og glæpastarfsemi sem þeir sjálfir tóku þátt í, í íslenskum bönkum. 

Sama á við um flesta hagfræðingana í opinberi þjónustu á íslandi, Háskólinn og Seðlabankinn með talinn. Þeir eru enn að kenna stjórnmálamönnum um hrunið á íslandi.

íslensku bankarnir fölsuðu efnahagsreikningana sína, framleiddu peninga með ólöglegum hætti. Og það sitja menn í fangelsum fyrir þetta í dag. 

Veljast bara siðblindir vitleisingar í stéttina á íslandi ?


mbl.is Hafði rangt fyrir sér um áhrif Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump er ekki á sömu skoðun og nútíma sérfræðingar í umhverfisvermd.

Það þýðir samt ekki að hann sé ekki umhverfisverndarsinni eins og látið er í veðri vaka af andstæðingum hans.

Trump telur að öll mengun (önnur en CO2) í heiminum sé stærra vandamál en CO2 Og það sé í reynd ekki forsvaranlegt að auka við heildar mengun til þess eins að minka losun CO2. Nútíma umhverfisverndarsinnar einblín á CO2 og virðast tilbúnir að fórna öllu fyrir minnkun CO2 losunar. Flest allar aðgerðir sem farið hefur verið í til að minka CO2 losun fram til þessa hafa aukið á heildarmengun. Augljós dæmi eru aukning á notkun díselvéla smábílum og framleiðsla á rafhlöðum fyrir rafbíla.

Það verður að horfa heilstætt á dæmið. Umhverfivernd þar sem minnkun losunar á CO2 er eina markmiðið gerir það ekki og veldur í raun aukningu á heildarmengun í heiminum. 

Ég og Trump erum sammála í þessu. Sóun verðmætra auðlinda er ekki til þess fallin að bæta stöðuna til lengri tíma.

 


mbl.is Óttast framtíðina með Trump í Hvíta húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi biðst ekki afsökunnar.

Magnús Geir sakaði mig eitt sinn um vanhæfi í starfi og neitaði að greiða reikning fyrir vinnu á þeim forsendum.  Ég man vel eftir fundi sem ég sat með honum þar sem lögð var fyrir hann greinargerð út af málinu og hann sá að reikningurinn var réttmætur. Ærlegir menn hefðu skammast sín kannski beðist afsökunar eða orðið hófværir, en hann reiddist, sleit fundinum og borgaði reikninginn. Ég lít á þennan mann sem drullusokk síðan þá.

 

 


mbl.is Engin þörf á að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýtir kennara geta hætt mín vegna.

Ég varð vitni að því nú í haust að kennarar niðurlægðu 10 ára börn með því að láta ólæs börn lesa upp texta fyrir framan 50 manns (bekkjarsystkini og foreldra.)

Fyrst var öllum krökkunum raðað upp við vegg í kennslustofu. Svo voru þau látin stíga fram eitt í einu og lesa textabrot. Þegar kom að ólæsu börnunum horfði ég á kennarana, það var greinilegt að þeim leið ekki illa eins og okkur fullorðnafólkinu sem horfðu upp á þetta ,heldur virtust þeir hafa gaman af þessari sýningu á ólæsum börnum. Það er ekki eins og þetta hafi verið verk eins kennara, þeir vor tveir þarna og fannst þetta bara sjálfsagt.

Ég er þeirrar skoðunar og hef verið lengi að skólinn og kennarastéttin á íslandi sé orðin óvinur númer eitt. Ekki vegna illsku einstaklinganna heldur vegna heimsku kerfisins sem virðist framleiða gersamlega ónothæfa kennara.

Þessi er með þetta

 


mbl.is Ganga út klukkan 13.30 á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir ágætir kostir í forsetakosningum BNA

Forsetakosningar í Bandaríkjum Norður Ameríku eru heimsviðburður og það skiptir okkur öll máli að ekki veljist fávís forseti í BNA. 

Ég horfði á sjónvarpsþátt á íslenska kommasjónvarpinu ruv sem gerður var af íslendingi um ljóta kalla og (kerlingar) í Ameríku sem höfðu í hyggju að ræna völdum í heiminum.  Annar ætlar að byggja vegg (sem reyndar verður ekki byggður nema með aðkomu bandaríkjaþings)  og hinn ætlar að senda ríkisleyndarmál með heimilisþernum á milli húsa.

Það sem mörgum láist að skilja að er að þessir tveir einstaklingar eru báðir bráðgreindir og hafa á langri æfi unnið sér traust stóra hluta kjósenda hvor á sinn hátt. Það er ekki eins og þeir hafi bara verið hristir fram úr erminni af einhveri sjónvarpstöð mánuði fyrir kosningar.

Þetta eru frambjóðendurnir

Trump er snjall býsnesmaður sem lætur seint plata sig og Clinton er eldklár kona og mannvinur sem gerði eiginmann sinn að forseta BNA.

Ég mundi kjósa Clinton.


mbl.is Meðvindur með Clinton á lokadegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar 101 fyrir nýja þingmenn.

Til hvers er gjaldmiðill í hagkerfi nútíma þjóðar.

Í hagkerfi nútíma þjóðar er gjaldmiðillinn fyrst og fermst mælikvarði á þjóðarauðinn (verðmiði). Þeir sem búa til verðmæti í hagkerfinu fá greitt fyrir í peningum og eftir því sem meira er búið til af verðmætum eykst heildar virðið og þannig verður til það sem kallað er hagvöxtur. Í nútíma hagkerfum er ekkert á bak við gjaldmiðilinn annað yfirlýsing eigandans (Þjóðarinnar) um að hann sé einhvers virði, ólíkt því sem var á öndverðri síðustu öld þegar seðlar voru ávísanir gull eða aðra verðmæta málma. Nú hefur gulltrygging verið sleginn undan öllum gjaldmiðlum heimsins og þannig kollvarpað hegðun hagkerfanna. Eigendur gjaldmiðils geta tæknilega gefið hann út eftir því sem þurfa þykir. Þetta er það sem kallast fiat peningar.

Þetta þýðir að fræðilega getur Þjóðarauður vaxið jafnvel þó engin viðskipti séu við umheiminn (skiptir miklu máli að skilja þetta) þetta er gert með því að gefa út skuldaviðurkenningar eða peninga gegn traustum veðum í einhverju því sem þegnar hagkerfisins sýsla við. Dæmi: Bóndi sem ræktar land eykur framleiðni landsins og verðmæti og þar með er hægt að fá meir peninga lánaða gegn veði í landinu sem telst þá vera peningaprentun geng traustu veði (fiat peningar). 

Vegna þess að hagkerfi án tryggingar gjaldmiðils eru tiltölulega ný og í mótun er kannski eðlilegt að eitt og annað misfarist eins og evrusamstarfið og heimskreppan 2008. Þegar á heildina er litið held ég samt að engin þjóð hafi efni á að vera ekki með.

Til að útskýra þessi nýju hagkerfi á einfaldan hátt má segja að ef útgefin gjaldmiðill í hagkerfinu er 100 einingar  (bæði peningar og verðbréf hverskonar) þá er þjóðarauðurinn 100 . Ef fólkinu fjölgar um helming má gera ráð fyrir að hagkerfið stækki að minnstakosti sem því nemur, til að gjaldmiðillinn verði ekki tvöfalt verðmeiri (verðhjöðnun) þarf að gefa út 100 einingar í viðbót. Þetta er einfalt með fiat gjaldmiðli, einfaldlega gefa út skuldaviðurkenningar (lána gegn veðum) sem því nemur enda eru traust veð fólgin í manauðnum. Þetta er ekki hægt með gullfæti, þá verður að reka þjóðarskútuna með jákvæðum viðskiptahalla (flytja inn gull) við útlönd eða erlendri skuldasöfnun. Og hér skiptir máli að skilja að myntráð sem er á stefnuskrá stjóramálafloks Benedikts Jóhannessonar er eðli sínu það sama og gullfótur þar sem gjaldmiðillinn á alltaf að vera skiptanlegur yfir í eitthvað annað, gull eða annan gjaldmiðil. Ríkisjóður verður þá að stækka gullforðann til að bóndinn geti fengið lánið samanber dæmið um bóndann hér ofar.

Vandamálið (og kosturinn) við að gefa út eigin (fiat) gjaldmiðil er að það verður að vera einhver raunveruleg verðmætasköpun í hagkerfinu á bak við hana, en mönnum hættir til að gefa út of mikið (lán gegn lélgum veðum) sem veldur óhóflegri verðbólgu og stjórnmálamenn hafa oft mikið vald yfir því hvert þessir peningar fara sem veldur vantrausti. Engu að síður er ljóst að ef þetta vopn er slegið úr höndum þjóðar hlýtur hún að standa verulega höllum fæti með tilliti til stækkunar hagkerfisins og hagsældar til framtíðar. 

Hverjir eru kostir eigin fiat gjaldmiðils (gjaldmiðill án gullfótar eða myntráðs):

Hægt er að búa til verðmæti með hagvexti innan hagkerfisins. (Dæmið um bóndann) Annað dæmi er lífeyrissjóðirnir þar sem  hluti launaveltu í landinu er settur í sjóði, Þessir sjóðir geta stækkað án erlendrar skuldasöfnunar jafnvel þó vöruskipti við útlönd séu neikvæð. Að því gefnu að gjaldmiðillinn hafi eitthvað virði í milliríkjaviðskiptum er hægt að breyta þessum sjóðum að hluta í erlendan gjaldeyri eða bréf sem tryggir þá sjóðina fyrir gengisáhættu. Í raun hafa íslensku lífeyrissjóðirnir orðið til með þessum hætti sem að rökstyðja má með því að benda á að þjóðarauður að meðtöldum lífeyrisjóðum hefur vaxið mikið á síðustu öld þrátt fyrir viðvarandi neikvæðan viðskiptahalla.

Hægt er að rýra eða styrkja virði gjaldmiðilsins með því að stýra framboði af lánsfé í hagkerfinu, og þannig stuðla að því að atvinnuvegirnir séu samkeppnishæfir á alþjóða markaði. Almennt hefur verið talið að útgáfa gjaldmiðils sé hluti af sjálfstæði þjóðar, enda er það mikilvægt ef ekki mikilvægasta hagstjórnartækið.

Hverjir eru gallar eigin gjaldmiðils:

Gjaldmiðilsútgáfa gerir þá kröfu til handhafa þess valds að þeir skilji hvaða áhrif það hefur að auka eða takmarka framboð á fé í hagkerfinu og setur því gríðarlega mikla ábyrgð á hendur þeim sem með þetta vald fara. Mistök við skipan stjórnenda seðlabanka geta þannig kollvarpað efnahag þjóðar á nokkrum misserum. Erfitt er að ráða eða skipa í þessar stöður, til dæmis ef litið er til þess að öllu jöfnu virðist minnihluti alþingismanna á íslandi skilja til hlítar hlutverk og mikilvægi gjaldmiðilsútgáfu í afkomu þjóðarinnar. Enn fremur má benda á að óðaverðbólga og efnahagsleg hrun þjóða má mjög oft tengja beint við skipan óhæfra manna til að stýra gjaldmiðilsútgáfu. Á íslandi hefur verið tekið á þessu til dæmis með skipan þriggja seðlabankastjóra (fjölgað í fimm í tíð Jóhönnustjórnarinnar 2009-2013 en heita eitthvað annað en seðlabankastjórar)

Í aljóðaviðskiptum eru gerðar miklar kröfur um að gjaldmiðlar séu skiptanlegir. Því er gjaldmiðill hagkerfis sem að upplagi er minna en efnahagsreikningur fyrirtækja á hinum aljóðlega markaði í raun ekki nothæfur á þeim markaði án einhverra takmarkanna. Þetta er eitthvað sem við íslendingar hljótum að þurfa að taka á meðfram losun núverandi hafta.

 

 


mbl.is Benedikt fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvo vinstristimpilinn af ?

Þau boðuðu alla Kommaflokkana til fundar um myndun ríkisstjórnar fyrir kosningar og útilokuðu svo samstarf við hægriflokka.

Að afneita sjálfum sér er ekki gott veganesti fyrir stjórnmálaflokk.

 

 


mbl.is Hefði átt að þvo vinstristimpilinn af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband