Færsluflokkur: Bloggar

Hvað er að hjá RÚV

 Eftir að hafa kíkt inn á alla helstu fréttaveitur í heiminum er ljós að alvarlegt ástand Evrusvæðisins er forsíðufrétt hjá öllum helstu fjölmiðlum í heimi nema RÚV útvarpi allra kommana, eða var það landsmanna ? 

Blush

Þetta er meira að segja á forsíðu NYT 

Bloomberg 

The New York Times

FT.com

CNN

BBC

 


mbl.is Skuldakreppan enn alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ballið búið.


mbl.is Skuldatryggingarálag spænska ríkisins í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Back to basics

Peningar eiga að vera, og eru oftast ávísanir á verðmæti. Peningar sem búnir eru til með því að tak veð í eign eru ávísanir á raunveruleg verðmæti slíkir peningar hafa engin hliðaráhrif í hagkerfinu og þeir eru venjulega skiptanlegir fyrir raunveruleg verðmæti. Peningar sem búnir eru til úr engu eins og þegar veð er tekið í yfirveðsettu húsi eða peningar sem verða til vegna raunvaxta eru hinsvegar ekki ávísanir á raunveruleg verðmæti og hafa þann leiða galla að rýra verðgildi allra peninga sömu tegundar, líka þeirra sem búnir voru til sem ávísanir á raunveruleg verðmæti.
Þegar mikið er af peningum í umferð sem ekki vísa á verðmæti verður til ástand sem við búum við núna og köllum kreppu. Kreppa er vont ástand fyrir alla, bæði þá sem eiga peninga og þá sem skulda þá.

Kreppur er hægt að laga með því að eyða peningum.

Til þess að eyða peningum eru þrjár þekktar leiðir.

1. Gjaldþrot er hefðbundin leið.
2. Afskriftir með samningum sem er minna hefðbundin leið en hún hefur verið mikið notuð fyrir útrásarvíkinga undanfarið.
3. Verðbólga sem er ekki nothæf leið á íslandi vegna þess að hún virkar ekki verðtryggðar krónur.

Þannig er eiginleg ljóst að leiðin sem kostar minnst virkar sennilega líka verst.

 


mbl.is Tilbúnir að skoða þætti sem eru ekki útgjaldamiklir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðeldur undir Vatnajökli ?

Af mælingum veðurstofnar á Grímsfjalli  að dæma hófust kvikuumbrot undir Vatnajökli í nótt

Ef þett kemst upp úr jöklinum ætla ég að  setja snjódekkin undir jeppan og  kíkja á gos um helgina. Smile


mbl.is Enn hækkar í Gígjukvísl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ponzi svindl ?

Þetta er alveg rétt.

Hagkerfi bandaríkja norður Ameríku var við það  að stöðvast 2008 þá voru það fyrirtækin sem framleiddu verðmæti og bankar sem skulduðu orði of mikið, Því var reddað með því að prenta 800 miljarða dollara. Nú eru það aðallega hemilinn í landinu sem skulda orði of mikið, því þarf að redda með því að búa til aðra 500 miljarða dollara. 

Fólkið heldur svo bara áfram að vinna og skapa verðmæti en aumingja Bill Gross og félagar sem ekki eiga nein verðtryggð skuldabréf eins og félagar þeirra á íslandi, verða að fá sér vinnu sem skapar raunverulega verðmæti því dollarasjóðirnir þeirra munu jú í fyrirsjáanlegri framtíði bera neikvæða raunvexti.

Já, þetta er svona einfalt .Smile

Til gamans má geta þess að bandaríki norður Ameríku eru búin að prenta dollara á umliðnum 2 árum sem nema meira en 600 þúsund  ISK á hvern borgara. Þetta er ígildi þess að íslenska ríkið myndi ákveða að selja Seðlabankanum skuldabréf að verðmæti tíunda hluta eigna íslensku lífeyrissjóðanna, eða 180 miljarða ISK.

 


mbl.is Eitt stórt Ponzi-svindl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi sem fáir átta sig á.

Þjóðverjar lifa á nágrönnum sínum og safna auð þeirra, skuldaviðurkenningum sem eru ávísanir á verðmæti í öðrum löndum. Þeir sem aðhyllast það sem ég kalla stundum peningatrú er að yfirsjást að þjóðverjar gætu aldrei safnað auð nema vegna þess að þeir eiga nágranna sem vilja versla við þá. Evran magnar svo upp vandan því hún gerir það að verkum að stjórnvöld í nágranaríkjunum geta ekki veikt kaupmátt þegna sinna í þýskalandi. Síðan tryggir ECB að þeir sem eiga fjármagn (evrur)fái raunvexti sem þýðir að peningarnir geta fræðilaga hlaðist upp út í það óendanlega hjá fjármagnseigendum án þess að þeir séu að búa til nein raunverðmætti. Og vextir, sama hve lágir, af óendanlega hárri tölu er jú líka óendanlega há tala. Þjóverjar lifa á nágrönnum sínum og Það sem nágrannarnir þurfa að gera til að komast út úr krísunni er að gefa út eigin skuldaviðurkengar með algeru hruni evrunnar í framhaldinu.
Trikkið er að átta síg á því að raunvextir er peningaframleiðsla sem ekki vísar á nein raunverðmæti. En peningar eða fjármagn eiga jú að vera ávísanir á raunverðmæti. Þegar einhverjir í hagkerfinu fara að safna miklum fjármagni. sem ber raunvexti, sama hve lágir, fer að rúlla bolti sem ekki verður stöðvaður nema með afskriftum fjármagns.
mbl.is Þýska undrið gæti reynst reiðarslag fyrir illa stödd evruríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þá skattahækkanir ríkisstjórnarinnara ekki líka bótaskyldar ?

Alþingi íslands er "yfirvald" dómstóla þar eru lögin sem dómstólarnir fara eftir búin til. Ef það er samþykkt með lögum frá alþingi að leiðrétta vísitölu neysluverðs hvort heldur sem er upp eða niður þá er það nokkuð sem við borgararnir verðum að búa við. 

 

 


mbl.is Niðurfærsla talin bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókið og erfitt er gjarnan viðkvæði þess sem ekki sér lausnina.

Þegar maður skilur ekki það sem maður er að fást við þá verður það flókið og erfitt.  þetta virðist. eiga við um þær báðar, Jóhönnu og Birnu sem nú benda hvor á aðra. 


mbl.is Ómakleg gagnrýni á bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nina Hagen

Nina Hagen var öruggleg einhver stórkostlegasti söngvari og tónlistamaður tuttugustu aldar.

 

Hún er 55 ára og enn að,  þó svo að röddin sé ekki lengur alveg jafn stórkostleg þá er hún enn stórkostleg.

Nina Hagan Ave Maria 2009. 

 

 


Steingrímur hefur gert sig sekan um stórkostlega

Vanrækslu í starfi. Þegar hann lét hjá líða að lesa Icesave samninginn  sem Svavar kom með heim. Hann marg ítrekaði fyrir fjölmiðla að samningurinn kostaði þjóðina aðeins 30 til 60 miljarða þegar bara vextirnir voru upp á 300 miljarða. Sama var  upp á teningnum með hana Jóhönnu, hún hafði heldur ekki hugmynd um hvað hún skrifaði undir þegar hún seti nafnið sitt undir Svavarssamninginn.

Þetta eru síst minni afglöp en Geir og Ingibjörg gerðu í aðdraganda hrunsins og hafa Steingrímur og Jóhanna ekki alvarleg veikindi sér til málsbóta.

Ég held að Jóhanna geri sér grein fyrir þessu en Steingrímur er annaðhvort svo blindaður af hatri út í þetta fólk að hann lætur það ráða ferðinni eða hreinlega svo vitlaus að hann fattar þetta ekki.  Ég hallast að því að hann sé vitlaus. 

 

 

 

 


mbl.is Eitt hefði átt að ná yfir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband