Færsluflokkur: Bloggar

Svartur dagur í sögu þings og þjóðar.

Í dag kaus helmingur þingmannanna okkar með því að ákæra og draga fyrir dómara fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir að hafa ekki brugðist rétt við hættu sem stafaði af of stórum einkabönkum á íslenskum kennitölum.

Þegar ég horfi yfir þennan hóp þingmanna sem er vitur eftirá sé ég ekki einn einasta sem mér finnst líklegur til að hafa gert betur en þessir ráðherra. Reyndar sé bara ómerkilega hræsnara í þessum hópi.

 

 

 


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttsýni og sjálfsskoðun.

Nú þegar heykvíslahjörðin heimtar hýðingar og aftökur þarf manndóm til að standa gegn straumnum og sjá hvað er réttlátt og samgjarn gagnvart samborgurum sínum.

Nafni minn Steingrímsson er ekki minn maður í pólitík en hann er búin ýmsum kostum sem aðrir þingmenn gætu tekið sér til fyrirmyndar, til dæmis réttsýni.


mbl.is Hefur ekki sannfæringu fyrir ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er undarleg frétt.

Fyrir ekki löngu síðan kom ekki til greina að hálfu ESB að semja við  Íslendinga og Færeyinga um veiðar á makríl. Þá virtust snillingarnir í ESB halda að þeir ættu einkaleyfi í atlantshafi á makríl með norðmönnum.

Nú þegar Þessir pappírsnagarar eru búnir að átta sig á að makríll utan lögsögu ESB er ekki eign ESB,  þá vilja þeir allt í einu semja og kalla það að láta hart mæta  hörðu.  ?

Ég mundi nú eiginlega frekar segja að þeir séu farnir að skilja sína veiku samningstöðu betur og sjá að þeir verða að semja.

 


mbl.is ESB lætur hart mæta hörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að dæma fólk af verkum þess.

Samfélagið á að refsa fyrir það sem þegnarnir gera á hlut annarra og samfélagsins en ekki fyrir hluti sem þeir geta ekki gert.

Ég helda að Þeir sem ekki eru færir að greina þarna á milli séu í raun haldnir siðblindu og hættuelgir samfélaginu.

þessir ráðherrar réðu einfaldlega ekki við ástandið og það er ekkert sem bendir til að þingmennirnir sem vilja draga þá fyrir landsdóm hefðu gert það heldur. 

 

 


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt bannað nema það sem mig langar að gera.

Eg var á ferð ríðandi úr Landmannlaugum og yfir í Grashaga á Rangárvallaafrétt fyrir nokkru. Leiðin lá um Jökulgil beggja vegna Kaldaklofsjökuls.  Þar sem við riðum upp í Sauðanef hittum við fyrir stóra gönguhópa. eftir að hafa spjalla við ferðalangana sem ég þekti suma hverja héldu hestamenn og menn sína leið. Við áðum undir nefinu og skiptum um hross. Þá tekur sig maður út úr gönguhópnum og kemur gangandi til baka til okkar. Hann kynnir sig, kveðst heita  Örn og vera landvörður á svæðinu og hann væri ekki viss um að við mættum vera ríðandi þarna. ? Eftir að hafa rætt málin og  útskýrt  fyrir honum að göngumenn og hestamenn væru sama tegundin  féllst landvörður á að sennilega mætum við vera þarna fyrst hann mætti vera þarna.

Myndir úr ferðinni


mbl.is Aki ekki á snjó á viðkvæmasta svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skammast mín fyrir að senda vinum okkar í Færeyjum......

............................................................................................

þessar lessur sem lítið hafa til brunns að bara annað en að vera lessur og úrelta Evrópuhugsjón.

 

 


mbl.is Segir Færeyinga skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt blogg um svipaða frétt

Gamalt blogg um svipaða frétt  

Ég er afskaplega stoltur af því að hafa skilið seðlabankastjóra ECB svona vel um árið . Ég ætti kannski að gerast seðlabankastjóratúlkur fyrir Evrópusinnaða sjálfstæðismenn LoL


mbl.is Evrópskir bankar í öndunarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég ætti svona ólöglegt gjaldeyrislán........

Ef ég ætti svona lánasamning þá mundi ég greiða af honum í samræmi við dóminn og greiða þá inn á vörslureikning ef mótaðili neitar að taka við greiðslum samkvæmt því .

Fjármálastofnanir eiga vissulega þann rétt að sækja  fyrir dómstólum meira ef þær telja einhver lagarök fyrir því en það er fyrirfram tapað mál og engar líkur á að þær munu gera það.

Þessu máli er í raun lokið og því fyrr sem fólk beggja vegna borðsins áttar sig á því því betra. 


mbl.is Engin rök fyrir að vaxtakjör haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er búið að bjarga öllum

Sem hefðu farið í þrot jafnvel þótt atvinnuleysi væri enn 2% og gengi krónunnar 65 kr dollarinn

Hinir eru eftir. Crying


mbl.is Óttast setningu bráðabirgðalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram heldur skrípóið

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir á nú  49% í Skeljungi og auk þess hlut í eignarhaldsfélaginu sem á 51% og fer þar með með eignarhald á Skeljungi.

þessi ágæta kona hefur unnið sér það helst til frægðar að hafa stýrt  fjárfestingum hins gjaldþrota fjárfestingabanka  Straums- Burðarás.

Ætlar þetta engan endi að taka. 


mbl.is Skeljungur seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband