Færsluflokkur: Bloggar
30.5.2010 | 12:27
Hver vann ?
Minn skilningur á úrslitum þessara kosninga er eiginlega sá að allir sem kusu til vinstri í fyrsta sinn í fyrra virðast ekki hafa gert það aftur núna heldur valið óháða eða hallast aftur til hægri. Sem var nokkuð fyrirséð miðað við árangur vinstrisjónarinnar í landsmálum.
Við erum hinsvegar áfram með hina hreinu og tæru vinstristjórn í landsmálunum. Vinstristjórnina sem ætlar ennþá í ESB og stefnir ennþá á að fyrna kvóta án bóta. Vinstristjórnina sem vill ekki að húsvíkingar fá vinnu víð álver heldur telur að þeim sé hollara að vinna í"einhverjum" öðrum iðnaði eða vera heima á bótum.
![]() |
Meirihlutar féllu víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2010 | 11:43
Er óhætt að kjósa Bestaflokkinn
Það sem ég held að ráði mestu um árangur í stjórnun sveitarfélaga er almenn skinsemi stjórnanda. Stefnur þessara flokka skipta minna máli enda eru þær næstum eins og sjaldnast staðið við þær. Þá hlýtur skinsemi einstaklinga á kjörskrá að vera það sem menn ættu aðallega að kjósa eftir.
Eftir að haf skoða lista frambjóðenda í Reykjavík þá tel ég að listi bestaflokksins skorti alls ekki almenna skinsemi í samanburði við hina.
Ef hér væri verið að kjósa löggjafann væri ég ekki jafn viss en þetta eru jú bara sveitarstjórnarkosningar og sveitarstjórnir þurfa að fara að lögum. þess vegna er örugglega óhætt fyrir Reykvíkinga að kjósa bestaflokinn.
![]() |
Ingvi Hrafn á bandi Jóns Gnarr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2010 | 09:00
Skemmtileg umfjöllun um efnahagsmál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2010 | 10:04
ECB er orðin að hefðbundnum seðlabanka og fjórða ríkið að fæðast ?

![]() |
Miklar hækkanir á mörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2010 | 09:39
Beint samband að komast á.
Kl 11 í gær urðu skjálftar á 30 km dýpi beint undir eldstöðinni þær hræringar virðast ná beint upp í fjallið á mjög stuttum tíma, Svipað gerðist í síðustu viku skömmu áður en gosið tók mikinn kipp. Þetta hlýtur að benda til þess að það sé að opnast þarna gosrás af áður óþekktu dýpi í ísenskri rannsóknarsögu. Jarðskorpan er eftir því sem talið er ekkert mikið þykkari en þetta á þessum slóðum svo þarna virðist vera að komast á beint samband við neðra. Hljómar kannski spennandi, en er á sama tíma nokkuð ógnvekjandi.
![]() |
Öskufall við Skóga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2010 | 09:55
Heimskir Þjóðverjar
Þessum kjánum virðist vera fyrir munað að skilja að þeir eru búnir að taka fjárráð af öllum neytendum í hagkerfinu sínu á undanfornum árum og það er þeim sjálfum að kenna. Með því að selja þeim sínar framleiðslu á of háu verði sem þeir lána þeim fyrir í evrum. Vandamálið er nefnilega miklu freka hjá þjóðverjum því það eru þeir sem eru að framleiða vörur sem þeir geta ekki notað sjálfir og leystu vandamálið með því að að lána nágrönnum sínum peninga sem þeir stjróna sjálfir verðgildinu á. Svo koma þessir vitleysingar hver á fætur öðrum með alltaf heimskari og heimskari yfirlýsingar um óábyrga hagstjórn hjá nágrönnum sínum sem staðfestir bara betur og betur að þetta lið er algerlega út á túni. Þetta getur ekki endað nema illa.
Ég á eiginlega ekki lengur nein orð til að lýsa Þessu fávitahæli sem kallað er Evrópusambandið.
![]() |
Grikkir munu ekki borga okkur til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2010 | 09:26
Framleiðandinn og neytandinn
![]() |
Þjóðverjar vilja ekki hjálpa Grikkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.10.2010 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2010 | 10:50
Frábær árangur af lokunum.
![]() |
Umferð áfram takmörkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2010 | 23:20
Hugsa út fyrir rammann
Magnús Tumi segir " Talsverður gosórói hefur verið í Eyjafjallajökli síðustu daga enda þótt kraftur gossins hafi heldur minnkað. Órói þessi er með öðrum orðum sagt samfelldur titringur í iðrum jarðar sem starfar frá gosrásinni og gígunum. Ekki er einfalt samræmi milli gosórói og kvikustreymi, það er viðfangsefni sem þarf að skoða betur,"
Það er ástæða til að benda á að ekki er endilega samhengi á milli sýnilegs kvikustreymis upp úr jörðinninni og heildar kvihustreymis svæðisins sem sýnir óróann.
![]() |
Syðri gígurinn er óvirkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2010 | 10:09
Barnaleg röksemdafærsla norsks flugmanns
Það kann vel að vera rétt að menn séu að fara frammúr sér í þessu en röksemdir þessa norska snillings eru vægast sagt vitlausar.
Reykur frá stóriðju og eldgosi er ekki það sama, mikið langt í frá, mengun frá stóriðju nær þess utan aldrei í þá hæð sem um er rætt hér. Ég giska á að askan sem Eyjafjallajökull hefur dælt yfir meginlandið á nokkrum dögum sé meir enn árs losun allrar Evrópu á ösku sem auk þess nær aldrei upp í þá hæð sem þarf til að valda skaða á flugvélum. Það sem skiptir hér líka miklu máli er að tjónið sem svona gosmökkur veldur á flugvélum án þess að bein slysahætta sé af er svo mikið að það er í raun ekki forsvaranlegt að fljúg í mekkinum af hagkvæmni ástæðum. Þannig er þetta móðursýkiskast ef til vill líka magnað upp af hagkvæmni ástæðum.
![]() |
Segir flugbannið vera móðursýki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)