Færsluflokkur: Bloggar
1.2.2010 | 20:01
Rökstuðning ?
![]() |
Talaði ekki um Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2010 | 08:53
Steingrímur J Sigfússon er orðin óvinurinn.
Þetta getur ekki lengur verið heimska eða yfirsjón. Steingrímur er meðvitað farinn að vinna gegn hagsmunum íslendinga á alþjóða vettvangi, til að verja eigin glópsku í Icesave málinu. Þennan mann verðum við að stöðva.
Sendum Steingrím í frí og setjum Lilju Mósesdóttir í hans stað. Hún hefur menntum og yfirsýn sem nýtist vel fjármálaráðherra.
![]() |
NPR fjallar um Icesave-deiluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2010 | 10:17
Heimskir Evrópskir stjórnmálamenn
Sameiginleg mynt án sameiginlegrar efnahagstjórnar er bara heimska og var dauðdæmt ferli fá upphafi. Þjóðverjar voru alla tíð þeir einu sem högnuðust á þessu af þeirri augljósu ástæðu að þeir voru og eru stærstir í útflutningi. Það eru bara tvær leiðir út úr þessu víti :
1. Leggja niður evruna í þessum skuldsettu ríkjum.
2. Sameina efahagsstjórn á öllu evru svæðinu.
Ef sameinuð Evrópa veður ofaná þá má færa rök fyrir að draumur Þjóðverjar um sameinað Evrópu undir sinni stjórn sé að rætast því þeir verða ríkastir.
![]() |
Mikill og djúpstæður vandi í evrulandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 08:38
Íslendingar skulda Breturm ekki túkall með gati
Hvernig kemst ég að þessari niðurstöðu.
Bankar sem höfðu íslenska seðlabankann sem bakhjarl fóru að taka við innlánum í öðrum gjaldmiðli en ISK. Þetta var gert í skjóli laga EES sem Ísland er aðili að. Til að hægt sé að reka bankakerfi er nauðsinlegt að það hafi á öllum tíma allt að því ótakmarkaðan aðgang að öllu því fé sem í þeim liggur, annars er alltaf hætta á banka áhlaupi. Þetta er raunverulega ekki hægt að gera nema í gegnum heimildir til að prenta peninga, Því rekstur banka byggist á því að lána út helst alla peninga sem inn koma. Reglur EES um frjálst flæði fjármagns og þá kaflinn um innistæðutryggingar er tilraun til að koma á innistæðutryggingakerfi án þess að hafa seðlaprentunarvald á bak við það. Eða með öðrum orðum, tilraun til að gera bönkum kleift að taka við innlánum í öðrum myntum en heimamynnt bankans. Þegar íslensku bankarnir voru orðnir fast að tíföld þjóðarframleiðsla landsins, fóru menn að lesa aftur yfir þennan kafla um innistæðutryggingar. Árið 2007 lýstu svo Bretar áhyggjum sínum af ástandinu þar sem þeir efuðust um að ísland stæði undir skuldbindingum sínum. Íslensk ríkisendurskoðun hafði þá um árabil metið það svo að innistæðutryggingasjóðurinn væri ekki á ábyrgð ríkisins og áréttar það í otóber 2008 í endurskoðuðum ríkisreikningi. (Blaðsíða 9 og 57).
Nú eru allir íslensku bankarnir fallnir og þeir féllu vegna áhlaups á erlenda hluta innistæna þeirra sem innistæðutryggingakerfið réði ekki við. Þetta hefði getað komið fyrir öll minni löndin innan EES. Það er að segja ef bankar þar hefðu vaxið jafn mikið og þeir íslensku burt séð frá því hvort þeir væru vel eða illa reknir. Eftir á að hyggja hefði verið hægt að afstýra þessu innistæðutryggingamáli mjög auðveldlega. Til dæmis, hefðu þessar Evrópuþjóðir sem bankarnir störfuðu í gert gjaldeyrisskiptamninga á móti innistæðunum. Þá hefði íslenski seðlabankinn getað gefið út krónur fyrir áhlaupsupphæðinni og fengið þeim skipt í viðeigandi gjaldmiðil þegar við átti, Seðlabankar EU og Bretlands hefðu verið með fullt af krónum undir koddanum sínum á haustmánuðum 2008 og engin banki hefði fallið vegna áhlaups. Það skaut því vægast sagt skökku við um áramótin 2007-08 Þegar Ísenski seðlabankinn fór að leitaði eftir gjaldeyrisskiptasamningum við BNA. Það voru engir íslenskir bankar í BNA. Íslenska seðlabankanum vantaði fyrst og fremst skiptasammiga við seðlabanka Bretlands og Evruseðlabankann. í BNA sögðu menn auðvitað nei vegna þess að þeim kom málið ekki við, þar voru nefnilega engir íslenskir bankar.
En af hverju neituð evrópuþjóðirnar ísendingum um gjaldeyrisskiptasamninga? Það voru þeirra hagsmunir ekki síður en íslands að þessir bankar gætu í það minnsta greitt út innistæðurnar ef á þær yrði ráðist. Ef það var vegna þess að ísensku bankarnir fóru ekki að lögum þá þarf að rökstyðja það með dómi. Ég held það sé vegna þess að Björgvin G Sigurðsson og Alister Darling skildu ekki um hvað þeir voru að semja. Björgvin hélt að bankaáhlaup væru ekki vandamál 21. aldar og Darling virtist halda að ef íslendingar fengju gjaldeyrisskiptasamning fyrir innistæðum í pundum þá væri hann að gefa peninga.
En hvert fóru Icesave peningarnir heyrist oft sagt.
Peningarnir fóru í fjárfestingar í Bretlandi og eru þar enn, í formi eigna þrotabús Landsbankans. Þær eignir hafa vissulega rýrnað nokkuð eins og allar eignir í Bretlandi en það gildir um allar eignir allra banka á Bretlandi. Hér skiptir líka máli að átta sig á hvaðan peningarnir sem lagðir voru undir í Icesave komu en Þeir komu úr eignabólunni í Bretland að stórum hluta. Breska ríkið fékk síðan skatta af Icesave og innistæðueigendur fengu Vextina. Svo þegar Bretar ákváðu að greiða út Icesave fór nær allir þeir peningar beint inn í breska hagkerfið. Icesave var sem sagt í breska hagkerfinu en ekki því íslenska og hafði raunar ekkert með ísenska hakerfið að gera fyrir utan þá fásinnu að innistæðutryggingasjóðurinn var á íslenskri kennitölu.
Niðurlag.
Lög EES um innistæðutryggingarnar voru meingölluð. Það var ítrekað staðfest með úttektum og skýrslum á árunum fyrir hrun. Ótrúleg vanhæfni, skilningsleysi og sinnuleysi ísenskra og breskra stjórnmálamanna við að koma skikk á þessi mál í aðdraganda hrunsins, gerði það svo að verkum að ísenska bankakerfið hrundi í október 2008 vegna áhlaups á innistæður í ísensku bönkunum í evrum og breskum pundum. Ekkert í minni greiningu og skilning á þessu getur réttlætt að íslenskur almenningur beri meiri skaða af þessu en breskur eða hollenskur almenningur. Því tel ég að brotið sé á íslenskum almenningi með fyrirliggjandi samningum (icesave 1. 2 og 3) og að þeim beri því að hafna þó vissulega sé það ekki á boðstólnum núna en Icesave 2 er millileikur sem við verðum að halda okkur við og fella Icesave 3 í þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
Hinir þrjósku Íslendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2010 | 19:33
Ólafur og Dorrit
Mig lagar að þakka þeim hjónum fyrir sitt innlegg í þetta leiðinda mál og vil sérstaklega minna á að forsetafrúin á örugglega stóran þáttí því hve vel hefur tekist til við kynningu málsins í Bretlandi. Eins hefur enskan hjá Ólafi batnað fyrir hennar tilvist sem ekki skemmir fyrir.
Herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff á góðum deigi.
![]() |
Ólafur í kröppum dansi á BBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 09:34
Áfall fyrir ríkistjórnina
Vandi þessarar ríkistjórnar er sá að forusta hennar skilur ekki eðli Icesave deilunnar og samhengi hennar við fiat peningakerfi heimsins. Þeir sem skrifuðu þessa leiðara FT og Indipendent virðast hafa nægilegan skilning á þessu til að sjá stóru myndina en það gerði ríkistjórnin því miður aldrei og viss raunar ekki um hvað hún var að semja fyrr en of seint.
Það er ljóst öllum þeim sem skilja eðli deilunnar að eftir því sem fréttamenn og pólitíkusar verða upplýstari um málið vænkast hagur íslendinga. Ólafur Ragnar var búin að átta sig á þessu áður en hann synjaði lögunum og gat því verið nokkuð viss um að athyglin sem málið fengi yrði til bóta.
Bankastarfsemi yfir landamæri 102.
![]() |
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2009 | 10:29
Fyrsta eftirlitstilkynning ?
Voru Bretar þá með eftirlit með landsbankanum í Bretlandi eftir allt ? Þeir hefðu ef til vill átt að fara í þetta eftirlit eins og einu eða tveimur árum fyrr.
![]() |
Kyrrsettar fyrir hryðjuverkalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2009 | 17:26
Takk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2009 | 13:53
Hörmulega skrifuð frétt
Að draga úr mengun er annað en að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og þetta tvennt fer raunar mjög illa saman því flest það sem við gerum til að minka mengun eykur losun á co2. Nærtækasta dæmið eru hvarfakútar í bifreiðum sem eru gerðir til þess að minka staðbundna mengun aðallega co en gera það með því að breyta því a co2. Búnaðurinn sem slíkur eykur svo eyðslu fartækj með honum um meira en 2% og því veldur hann sem því nemur meiri losun co2.
Gróðurhúsaloftegundir eins og eimur og koltvísýringur geta illa talist meingandi efni. Ekki frekar en nitur eða súrefni.
![]() |
Kínverjar og Bandaríkjamenn ætla að draga úr mengun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)