Færsluflokkur: Bloggar

Prenta peninga er lausn segir David McWilliams

Mikið fall dollarans  eru sterk merki þessa að BNA verði fyrsta hagkerfið til að komast með vissu út úr kreppunni.  Þeir báru gæfu til að skilja mikilvægi þessa að fella dalinn 2007  og þeir skildu líka að þeir sem eru fyrstir til þessa að prenta sig út úr vanda sem þessum eru tæknilega þeir einu sem geta það af stóru hagkerfunum.   

Liquidity trap er vandi sem eyðileggur öll nútíma samfélög og  gáfulegasta leiðin út er einfaldlega að prenta peninga,  gengissig sem alltaf fylgir í kjölfarið ver svo samkeppnishæfni hagkerfisins.   Írski hagfræðingurinn   David  McWilliams  útskýrir þetta vel í þessari grein hér.

Það sem IMF og vinstristjórnin er að gera hér er algerlega á haus við þetta.


mbl.is Bandaríkjadalur lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungmennafélagsandinn.

Yngvi Örn er réttsýnn maður. 

 


mbl.is Yngvi Örn: Rennur til velferðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AF hverju má ekki segja satt ?

Ingibjörg Sólrún sagði satt þegar húns sagði, þíð eruð ekki endilega þjóðin í Háskólabíó.

Davíð Oddson sagði líka satt þegar hann sagði, íslenska ríkið mun ekki borga skuldir óreiðmanna í kastljósi.

Af hverju verður allt vitlaust á íslandi þegar pólitíkusar segja satt.?

  


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Var lasin og reið á Borgarafundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stanz-Icesave

Þetta verða allir sem láta sig málið varða að lesa.
 
 
Innlent | Morgunblaðið | 7.7.2009 | 11:00

Fréttaskýring: Innstæðutryggingar 

Eftir Halldóru Þórsdóttur - halldorath@mbl.is

Hvergi er minnst á ríkisábyrgð í skýrslu um innstæðutryggingakerfi sem unnin var undir stjórn Jean-Claude Trichet, núverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópu.

Skýrslan var unnin árið 2000 þegar Trichet var bankastjóri franska seðlabankans, og er hún aðgengileg á vef Banque France, franska seðlabankans. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, vísaði til skýrslunnar í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag, og hefur Tómas I. Olrich, sendiherra í Frakklandi, staðfest að hafa sent eintak af þessari skýrslu til utanríkisráðuneytisins.

Í skýrslunni segir raunar að reglum Evrópusambandsins um innstæðutryggingar, sem Íslendingar innleiddu á grundvelli EES-samningsins, sé alls ekki ætlað að eiga við kerfislægt bankahrun. Innstæðutryggingakerfið hafi heldur ekki burði til slíks. Til þess þurfi að beita öðrum aðgerðum, sem hljóti að falla inn á verksvið annarra hluta „öryggisnetsins“, svo sem seðlabanka eða stjórnvalda viðkomandi ríkis.

 

Meiriháttar veikleiki

Hvort eða hvernig þessir aðilar skulu bregðast við er hins vegar ósagt látið. Viðbrögð stjórnvalda eða hvers kyns björgunaraðgerðir vegna hruns, eins og þess sem hér hefur orðið, er ekki innan rammans sem reglurnar fjalla um.

 

Fjármálakreppan sem þjakar nú heimsbyggðina „hefur sýnt að núverandi fyrirkomulag innstæðutryggingakerfa í aðildarríkjum var meiriháttar veikleiki í bankaregluverki Evrópusambandsins“. Þetta segir í skýrslu sem unnin var undir stjórn Jacques de Larosiere fyrir framkvæmdastjórn ESB og kom út nú í febrúar.

Þar segir ennfremur að þrátt fyrir að nú liggi fyrir tillaga til að bæta þetta fyrirkomulag, sé enn óleyst hvað skuli taka til bragðs ef innstæðutryggingakerfið stendur ekki undir skuldbindingunum líkt og gerst hefur á Íslandi.

 

Fórnarlamb gloppu í kerfinu

Af hálfu sérfræðinga Evrópusambandsins virðist því ljóst að gloppa er í kerfinu og að íslenska ríkið er fórnarlamb þeirrar óvissu sem gloppan skapar. Því má spyrja hvort yfir höfuð eigi við að vísa til evrópska innstæðutryggingakerfisins þegar tala eða semja á um glötuð innlán í íslenskum bankastofnunum.

 

Íslensk stjórnvöld hafa hingað til hafnað því að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla til að skera úr um hvort ábyrgðin skuli vera á þeirra herðum, m.a. á þeim forsendum að viðsemjendur, stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi, taki það ekki í mál. Allmargir lögfræðingar sem og aðrir landsmenn hafa mótmælt þessari afstöðu frá upphafi og má byggja þau að mörgu leyti á þessari spurningu:

Ef innstæðutryggingasjóðurinn á ekki við í tilviki bankahruns, hver annar en dómstóll getur þá sagt til um hvort íslenska ríkið eigi að borga Icesave-skuldirnar eður ei?

 

S&S

Um hvað snúast innstæðutryggingarnar?

Tilskipun ESB um að tryggja innstæður í bönkum er frá árinu 1999. Hún á að tryggja fjárhagslegan stöðugleika og sjá til þess að innstæðueigendur tapi ekki óheyrilegum fjárhæðum þótt fjármálastofnun þurfi að loka.

Hvernig tengjast þær Icesave-skuldunum?

Þar sem fjártjón Hollendinga og Breta vegna Icesave er hluti af kerfislægu hruni íslensku bankanna, má ætla að tilskipunin um innstæðutryggingar eigi ekki við, ljóst þykir að það kerfi ráði ekki við allsherjarhrun. Þetta kemur fram í skýrslum Trichet og de Larosiere, sem báðar eru opinberar og aðgengilegar á vefnum.

Hví þá að borga?

Íslensk stjórnvöld hafa hafnað dómstólaleiðinni en óljóst er af hverju „við“ ættum að borga. Allmargir lögfræðingar mótmæla þessari afstöðu, nauðsynlegt sé að skera fyrst úr um hvort ríkið sé greiðsluskylt eður ei.

mbl.is Hagsmuna tófunnar verði gætt í Icesave-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Ísland.

Græningjarnir skilja bara ekki að orkuskattur lendir ekki bara á fyrirhuguðum álverum heldur líka á fyrirhuguðum sprotafyrirtækjum sem þeir eru svo hlynntir.  þeir skilja heldur ekki að óvissa í skatta stefnu nú þýðir bara að öll fyrirhuguð atvinnuuppbygging í landinu stöðvast, líka það sem þeir kalla sprota og græna atvinnusköpun. Þeir skilja heldur ekki að þegar horft er til framtíðar (óstofnuð fyrirtæki ef þau verða þá einhver) þá er orkuskattur sem ríkið leggur á í raun tilfærsla á arði orkuvera frá sveitarfélögum og þjónustuatvinuvegum til ríkisins.Og til að toppa heimskuna þá heyrist nú úr þeirra röðum að það sé í lagi að hækka skatta á orkuverð nú vegna þess að gengi ISK sé svo veikt ?

Ég á einfaldlega ekki til nógu sterk lýsingarorð yfir heimsku þessara manna og kvenna sem stjórna á íslandi í dag.

Með þessa vitleysinga í brúnni fær frasinn  "Guð blessi ísland"  alveg nýjar víddir.


mbl.is Í bið vegna orkuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iceSave-Stop-Strax

Af hverju á íslenskur almenningur ekki að bera þungann af tjóni vegna icesave reikninga landsbankans. 

 

Bankastarfsemi yfir landamæri 102.

Það gefur auga leið að Íslendingar geta ekki verið þátttakendur í samstarfi EU um frjálst fæði fjármagns án þess að njóta sama skjóls fyrir fjármálafyrirtæki og aðildarríki sambandsins.

Það er vitað þegar innistæðutryggingasjóður er settur á fót, að hann getur aldrei staðið undir áhlaupi á alla banka sem sjóðurinn tryggir. Sama gildir um að þjóð, eins og Bretland getur ekki ábyrgst allar innistæður í Breskum bönkum, nema vegna þess að þeir geta prentað pund. Þetta er þó aðeins fræðilega hægt, því ef Bretar þyrftu í raun að prenta pund fyrir öllum innistæðum í pundum hryndi Breska hagkerfið. Þó virkar þetta vegna þess að það er fræðilega ekki hægt að fella breska bankakerfið með áhlaupi, því þeir geta jú alltaf búið til ný pund og þess vegna sofa allir rólegir með pundin sín í Breskum banka. 

Í flestum þjóðríkjum heims eru sérstök teymi sem hafa fræðilega ótakmarkaðan aðgang að myntinni. Þessi teymi gera ekkert annað en að álagsprófa og taka yfir þarlenda banka ef þeir standast ekki prófið. Það hefur sýnt sig, í núverandi kreppu að þetta virðist virka, til að verja banka áhlaupi því engir sæmilega stæðir bankar hafa fallið vegna áhlaups á innistæður í þeim, síðan snemma á síðustu öld nema kannski Landsbankinn og Kaupþing.

 Í reglum Evrópu seðlabankans, ECB er hinsvegar alveg bannað að afhenda evrur nema gegn traustum veðum. Það er gert til þess að ríki sambandsins geti sætt sig við að nota evrur og til að stöðugleiki og lág verðbólga haldist á svæðinu. Þetta eru dyggðug og háleit markmið peningastefnu ECB í hnotskurn.  Af því leiðir að einhverskonar tryggingar eru nauðsinlegar þar sem evrur fást geymdar á reikningi til þess að telja viðskiptavinum trú um að evrurnar þeirra séu í öruggri geymslu. Þar kemur tilskipun  95/19/EB til sögunar. Til þess að evrubankar geti keppt við ríkistryggða Svissneska banka þá má innistæðutryggingakerfið að sjálfsögðu ekki íþyngja þeim um of, reyndar er það svo að evrubankarnir væru ekki bankar heldur peningasvarthol ef þeir þyrftu að standa undir tryggingakerfi sem gæti staðist alvöru áhlaup. Þess vegna getur tryggingasjóðurinn aldrei verið annað en til málamynda. En þar sem engin má búa til evrur nema ECB þá er eingin sem raunverulega getur tryggt banka sem geymir evrur gegn áhlaupi nema ECB. Það er hinsvegar alveg  bannað samkvæmt samþykktum sambandsins, nema gegn traustum veðum og þau eru geta aldrei verið fyrir hendi í bankaáhlaupi.  Er ekki eitthvað bogið við þetta ?

Jú þetta virkar einfaldlega ekki. Það var sjálfur  Jean-Claude Trichet núverandi seðlabankastjóri Evrópu sem fann það út fyrir bráðum áratug að þetta kerfi gengi sennilega ekki upp ef alvöru kreppa yrði í heiminum. 

 

 Hann segir í skírslu sinni um kerfið. 

 

"Although the goal of enhancing the stability of the banking system was clearly stated, the system introduced in France, as in most countries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crises, for which other measures are needed." 

 

Ekki tekur Trichet meira á því hvað  "other measures "  eigi að vera en í ljósi þess að ECB er nú farinn að rétta út evrur til allra þeirra sem þess óska(nema íslendinga) með veði í ástarbréfum þá virðist ljóst að í dag þýðir  "other measures " að prenta evrur.  Þetta eru kallaðir björgunarpakkar í dag og bæði Bretar og Hollendingar hafa þegið þá.


 


mbl.is Hver að verða síðastur að leita réttar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem eru 820 þúsund krónur á mann

Eða  um 4 miljónir á hverja 5 manna fjölskildu í landinu.Crying
mbl.is 253 milljarða skuldbinding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú sér fyrir endan á þessu Icesave bulli

Hvort sem stjórnin fellur eða þingið samþykkir þessar breytingar á fyrirvörunum þá er loks farið að sjá fyrir endann á Icesave. Ég tel farsælla að þingið hafni þessu gagntilboð  og að dómstólar verði látnir úrskurða um ríkisábyrgðina. En hvernig sem fer þá er þetta mál komið í farveg sem ég tel okkur íslendinga geta búið við.  Cool
mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þið samþykkið ekki Icesave þá ????????????

Það er gott til þess að vita að  Jóhanna er búinn að kynna sér hvernig þetta icesave mál liggur , Þó hún hefði náttúrlega átt að gera það í fyrra þegar vandinn kom upp, því nú er  of seint að fara að bakka fyrir þessa ríkisstjórn.

Það er athyglivert að vandinn sem hún lýsir þarna,  ef við ætlum að að láta reyna á EU  löginn um innistæðutryggingar (þau banna ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum) þá ætli Bretar að beita sér fyrir því að neyðarlögin haldi ekki.

Neyðarlögin voru afleiðing af þessu gallað regluverki EU um frjálst flæði fjármagns og ef ríkisábyrgðin fellur fyrir dómi er ljóst að sami dómstóll  mun líta á neyðarlögin sem neyðraðgerð vegna gallaðrar reglugerðar og því tæplega geta ógilt þau. 

Þarna er því enn ein gervihótunin á ferð.


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún hefur vit.

Það skildi þó aldrei vera að renna upp fyrir Jóhönnu að Íslendingar skulda Bretum og Hollendingum ekki neitt.
Hún hefur í það minnsta vit á að kenna ekki stjórnarandstöðunni og Ögmundi um icesave eins og flestir samflokksmenn hennar gera hér heima.
mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband