Ýkjur og lygar

Eru daglegt brauð í fréttum af störfum lögreglu á íslandi.  Hér bregður hinsvegar svo við að með fylgir myndband sem sannar að eingin hætta var á ferð sem er óvenjulegt. Oftast eru um að ræða einhliða tilkynningar um að hættulegt athæfi borgaranna þar sem við, borgararnir, erum lítillækkaðir með tilhæfulausum ásökunum.

Fyrir mörgum árum um verslunarmannhelgi ákváðu tveir lögreglumenn að stöðva mig. Ég hafði ekið framhjá þeim þar sem þeir voru kyrrstæðir á malarvegi úti á landi.  Ég var með tvö börn í bílstólum í bílnum. þegar þeir náðu mér nokkrum mínútum seinna með blikkandi ljósum og sírennu hélt ég að þeir væru í útkalli, það var einhver umferð á móti svo ég hægði mjög vel á mér  úr kannski 80-90 niður í 70-80  og vék vel út í kannt þannig að þeir höfðu gott pláss til að fara framúr en þeir virtust vera mjög ragir og eftir smá stund ákvað ég að hægja enn meira á mér niður 20-30  og fara eins utarlega og hægt var. þá allt í einu skelltu þeir sér framfyrir og lokuðu á mig eins og gert er í bíó, en ökumaður lögreglubílsins var svo mikill klaufi að bíllinn endaði hálfur útaf nokkuð brattri vegöxl og festist þar. Lögreglumennirnir voru mjög æstir sérstaklega sá yngri og sökuðu mig um að reyna að stinga af og fleira en sögðu samt að ég fengi að halda áfram af því að ég var með börnin. Ég ákvað að svara þeim sem minnstu en bauð þeim hjálp við að losa bílinn sem þeir þáðu.

Daginn eftir var frétt í blaðinu um að einn hafi verið stöðvaður eftir ofsaakstur og eltingaeik við lögreglu. Ég var síðan kærður fyrir ofsaakstur og sinna ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en eftir fund með lögfræðingi á lögreglustöðinni  var málið látið niður falla enda um tilæfulausar ásakanir að ræða.


mbl.is Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband