Pólitík eins og særingar á miðöldum

Mér finnst það freka ólíklegt að rússneska leyniþjónustan sé með svo innilega heimska menn innan sinna raða að þeir noti rekjanlegt eiturfeni til svona verka, þegar hægt er að leysa málið með óteljandi, órekjanlegum leiðum.

Það er í reynd engin leið fyrir stjórnmálamenn í vestur Evrópu að vita hvort Rússar eitruðu vitandi vits fyrir Skripal. Samt eru þeir vel flesti tilbúnir að stökkva á það, að því er virðist til þess eins að valda ófrið.

Svipað gerðist þegar Hollensk farþegaflugvél var skotin niður yfir Úkraínu. þá var fjöldinn allur af vestrænum stjórnmálmönnum þess fullvissir að Rússar hefðu át sök á því. Þó alltaf hafi verið ljóst að um hræðileg mistök hafi verið að ræða hjá úkraínskum uppreisnarmönnum sem nutu stuðnings Rússa. 

Það er eitthvað mikið bogið við þessa hegðun og við íslendingar verðum að passa okkur að stökkva ekki á þennan vagn.

 

 


mbl.is Rússar framleiddu eitrið Novichok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband