22.2.2011 | 09:00
ICESAVE. Hvert fór hann, hvar er hann og hvaðan kom hann.
Icesave peningarnir fóru að mestu í fjárfestingar í Bretlandi og eru þar enn, í formi eigna þrotabús Landsbankans. Þær eignir hafa vissulega rýrnað nokkuð eins og allar eignir í Bretlandi en það gildir um allar eignir allra banka á Bretlandi. Peningarnir sem lagðir voru undir í Icesave komu úr eignabólunni í Bretland að stórum hluta. Breska ríkið fékk síðan skatta af Icesave og innistæðueigendur fengu Vextina. Svo þegar Bretar ákváðu að greiða út Icesave fóru nær allir þeir peningar beint inn í breska hagkerfið. Icesave var sem sagt í breska hagkerfinu en ekki því íslenska og hafði raunar ekkert með ísenska hakerfið að gera fyrir utan þá fásinnu að innistæðutryggingasjóðurinn var á íslenskri kennitölu.
Nánar um Icesave og innistæðutryggingar.
Býst ekki við bótamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki þá ráð að spyrja Breta um hvert peningarnir fóru. Ekki vill skilanefnd landsbankans opna munninn.
Þetta er rett greining hjá þér að mínu viti. Allir þessir peningar liggja inni í bresku hagkerfi.
Eggert Guðmundsson, 22.2.2011 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.