18.10.2014 | 10:53
Rafbílar eru orku og umhverfissóðar.
Bensínbíll sem kostar allt að því helmingi minna en sambærilegur rafbíll, er 10% léttari og eyðir um 0,004 L /100km/kg er umhverfiskænasti kostur einstaklinga í einkabíl, sama hvernig menn reyna að telja sér trú um annað.
Af hverju ?
1. Viðhald vega eykst veldisvaxandi með þunga farartækjanna sem um þá fara. Þessi þungamunur (ekki minna en 10%) kostar því gríðarlega fjármuni í vegaviðhaldi. Viðhald vega er að verulegum hlut bara olíukostnaður.
2. Farartæki valda slysum í réttu hlutfalli við þunga þeirra, það er að segja tjón vegna slysa aukast vegna aukningar heildarþyngdar umferðar. Þetta kostar orku við að búa til nýtt og laga.
3. Hver umframkróna í framleiðslukostnaði er ígildi mengunar. það er erfitt að meta þennan lið en þumalputtareglan er sú að dollar í framleiðslu kosti hálfan dollar í orku. Upp á íslensku þá gæti þetta þýtt að ef að rafbíll sem þú ert að kaupa kostar einni milljón meira en svipaður bensínbíll þá ertu þú í raun að eyða aukalega bensíni (olíu) fyrir hálfa milljón þegar þú kaupir hann. Fyrir hálfa miljón er hægt að keyra smábíl sem eyðir 4 lítrum á hundraðið yfir 50.000 km.
4. Ef orkan sem notuð er á rafbíl er framleidd með olíu þá verður "olíu"eyðsla rafbíls alltaf meiri en bensínbíls vegna tapa við hleðslu og afhleðslu og aukinnar þyngdar rafbílsins.
5. Eftirspurn eftir orku í heiminum er mætt með olíu og ýmsu öðru. Líta má á endurnýjanlega orkugjafa sem fasta stærð og síðan er olía notuð til að toppa upp það sem á vantar. Vara sem þú kaupir sem neytandi þarf að stuðla að minnkun heildarorkunotkunar í heiminum annars eykur hún notkun á olíu þó varan sjálf gangi fyrir rafmangi. Rafbílar auka í reynd verulega við heildarorkunotkun í samanburði við ódýra bensínbíla.
Allar tegundir af rafbílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mörg okkar eigum hin ýmsu verkfæri t.d. hleðsluborvélar, sem við getum ekki notað lengur vegna þess að rafhlaðan er hætt að halda hleðslunni.
Nýjar rafhlöður eru aftur á móti ótrúlega dírar. ( Ef þær eru fáanlegar.)
Þetta er svo sem ekkert stóráfall, bara nokkrir þúsundkallar.
En hvernig er að eiga bíl með ónýtum rafhlöðum ? (Ný farin úr ábyrgð)
Snorri Hansson, 26.10.2014 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.