26.11.2023 | 23:15
Gengjastríð á hæsta stigi.
Gengjastríð geisar um þessar mundir fyrir botni miðjarðarhafs. Gengin kalla sig Hamas og Likud. Gengin hafa það bæði að megin markmiði að koma hvor öðru fyrir kattarnef og taka yfir stjórn svæðisins. Vit virðist vera mjög takmarkað í báðum herbúðum og þeir einir komast áfram í gengjunum sem eru öfga og ofbeldismenn. ekki ólík og gengur og gerist í glæpagenjum stórborga. Útkoman er þjáning almennings sem býr á svæðinu.
Pólitískir leiðtogar um allan heim, sem engar skýrar tengingar hafa við gengin hafa undanfarnar vikur verið að lýsa yfir stuðningi við þau. Fljót á litið gæti maður því haldið að um trúarbragðastríð sé að ræða en það er samt ekkert í trúarbrögðum þessara aðila sem kallar á útrýmingu trúarbragða eða kynþátta af svæðinu.
Eins og horfir í þessu núna eru líkur á að annað gengið vinni sigur á næstu misserum. Við það verður til nýtt og stærra vandamál. Sigurvgaranir verða áfram illa upplýstir öfga og ofbeldismenn, en með meira ego.
Hamas sleppir gíslum: Komnir til Ísrael | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning