2.11.2008 | 09:08
Yfirsýn á vandan
Ef manneskjunni vantar yfirsýn á vandamál og sér enga leið út úr ógöngum hleypur hún á oft náðir trúarbragða. Í þessu tilfelli er fagnaðarerindið að reka Davíð Oddson úr stól seðlabankastjóra. En kaldur sannleikurinn er að ef það ætti að hafa einhver áhrif á stöðu mála til framtíðar hefði það þurft að gerast fyrir 15 eða 20 árum síðan, þegar hann stýrði ásamt fleirum opnun íslenska hagkerfisins. Í dag eru þessar vangaveltu tímaeyðsla sem skemma bara fyrir lausn vandans. Einn þeirra manna sem unnu hvað mest með Davíð í þessu á sínum tíma er Jón Baldvin Hannibalsson, ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir honum. Að hann skuli nú stíga fram í þessu lýðskrumi ber samt vott um dómgreindarleysi af hans hálfu og mér hreinleg sárnar hans framkoma í þessu.
Ég er samála því að seðlabankastjóri á ekki að vera pólitískur enda hefði það hugsanleg forðað þessari stjórnarsamstarfs krísu. Ef það var slíkt hjartans mál samfylkingarþingmanna átti að taka á því upphafi stjórnarsamstarfsins og of seint að iðrast nú. Núna þarf bara að nota þau tæki sem við höfum til að vinna úr efnahagsvandanum en ekki rífa niður stjórnarsamstarfið í einhverju pólitískru uppgjöri ISG við fyrrverandi formann sjalflæðisflokksins.
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.