Hver er ávinningur þjóðar af eigin gjaldmiðli

.Ég vil skipta kostunum í þrennt:
  1. Hægt er að búa til verðmæti með hagvexti innan hagkerfisins. Þetta þýðir að fræðilega getur Þjóðarauður vaxið jafnvel þó engin viðskipti séu við umheiminn. Til dæmis getur  ákveðin hluti launaveltu í landinu verið settur í sjóði, Þessir sjóðir geta stækkað án erlendrar skuldasöfnunar jafnvel þó vöruskipti við útlönd séu neikvæð. Að því gefnu að gjaldmiðillinn hafi eitthvað virði í milliríkjaviðskiptum er hægt að breyta þessum sjóðum að hluta í erlendan gjaldeyri eða bréf sem tryggir þá sjóðina fyrir gengisáhættu. Í raun hafa ísensku lífeyrissjóðirnir orðið til með þessum hætti.
  2. Hægt er að rýra eða styrkja virði gjaldmiðilsins með því að stýra framboði af lánsfé í hagkerfinu, þannig er hægt að tryggja að atvinnuvegirnir séu samkeppnishæfir á alþjóða markaði og stuðla þá að minna atvinnuleysi.
  3. Almennt hefur verið talið að útgáfa gjaldmiðils sé hluti af sjálfstæði þjóðar, enda er það mikilvægasta hagstjórnartækið. (Seðlabankar evrulandanna hafa svigrúm til útgáfu evru eftir reglum sambandsins)

Ég vil skipta göllunum í tvennt.

  1. Gjaldmiðisútgáfa gerir þá kröfu til handhafa þess valds að þeir skilja hvaða áhrif það hefur að auka eða takmarka framboð gjaldmiðils í hagkerfinu og setur því gríðarlega mikla ábyrgð á hendur þeim sem með þetta vald fara. Mistök við skipan stjórnenda seðlabanka geta þannig kollvarpað efnahag þjóðar á nokkrum misserum. Erfitt er að ráða eða skipa í þessar stöður, til dæmis ef litið er til þess að minnihluti alþingismanna á íslandi skilja til hlítar hlutverk og mikilvægi gjaldmiðilsútgáfu í afkomu þjóðarinnar. Enn fremur má benda á að óðaverðbólga og efnahagsleg hrun þjóða má mjög oft tengja beint við skipan óhæfra manna til að stýra gjaldmiðilsútgáfu. Á íslandi hefur verið vel tekið á þessu til dæmis með skipan þriggja seðlabankastjóra.
  2. Í aljóðaviðskiptum eru gerðar miklar kröfur um að gjaldmiðlar séu skiptanlegir. Því er gjaldmiðill hagkerfis sem að upplagi er minna en efnahagsreikningur fyrirtækja á hinum aljóðlega markaði. í raun ekki nothæfur á þeim markaði án einhverra takmarkanna. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á í framtíðinni.

Ísland var 3. eða 4. ríkasta þjóð í heimi fyrri nokkrum vikum síðan. í dag er staðan óljós en sennileg höfum við fallið eitthvað niður listann að sinni. Ísland hefði aldrei getað vaxið úr örbyggð á 50 eða 60 árum  með ónýtan gjaldmiðil, miklu heldur var það krónan sem átti stóran þátt í því að það var hægt.

Einhverjir vilja kenna Krónunni og Davíð Oddsyni um bankahrunið. Sá hluti bankanna sem olli hruninu var erlend starfsemi sem fór fram í erlendri minnt og hafði ekkert að gera með ísensku krónuna og það er bara til merkis um firringu bankamanna að þeir töldu sjálfsagt að íslenski seðlabankinn sem gefur út krónur myndi bara slá út eins og einni eða tveimur þjóðarframleiðslum í enskum pundum !!!!!!!!.

Þetta eru meginástæður þess að ég vil halda í Krónuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband