29.12.2008 | 10:15
Fyrrheitnalandið ESB í Fréttablaðinu
Fyrrheitnalandið ESB.
A undanförnum mánuðum hafa stórar yfirlýsingar fallið varðandi gjaldmiðil okkar íslendinga. Þar far fremstir í flokki ESB sinnar sem ætla þar inn og síðan stendur til að henda krónunni fyrir evru. Fréttablaðið birti heilsíðu grein þann 28. desember eftir Benidikt Jóhannesson undir yfirskriftinni "Íslenska krónan in memoriam" Þar skrifar Benidikt um gjaldmiðilinn okkar eins og hann sé skeinispappír en björt framtíð blasi við Íslensku þjóðinni inna ESB með evru. Hann virðist alveg gleyma að það er ekkert sem bendir sérstaklega til þess í dag að Íslenska þjóðin nái viðunandi samningum við ESB um aðild. Hvað ef það verður ekki og Íslendingar hafna alfarið aðild að ESB. Ætlar Benidikt þá að halda áfram að kaupa í matinn fyrir skeinispappír ?. Það sem er verra er að Benidikt virðist ekki vita til hvers þjóðir eru með eigin gjaldmiðla, að minnsta kosti sleppir hann því að minnast á það í upptalningu sinni á kostum krónunnar.
En til hvers erum við með krónuna?
Það er fyrst og fremst vegna þess að hægt er að búa til verðmæti á íslandi með hagvexti innan hagkerfisins. Þetta þýðir að fræðilega getur Þjóðarauður vaxið jafnvel þó engin viðskipti séu við umheiminn. Til dæmis getur ákveðin hluti launaveltu í landinu verið settur í sjóði. Þessir sjóðir geta stækkað án erlendrar skuldasöfnunar jafnvel þó vöruskipti við útlönd séu neikvæð. Að því gefnu að gjaldmiðillinn hafi eitthvað virði í milliríkjaviðskiptum er hægt að breyta þessum sjóðum að hluta í erlendan gjaldeyri eða bréf sem tryggir þá sjóðina fyrir gengisáhættu. Í raun má færa sterk rök fyrir að bróðurpartur ísensku lífeyrissjóðanna hafi orðið til með þessum hætti. Þetta er það sem stundum er kallað gengishagnaður.
Í nútíma hagkerfum er ekkert á bak við gjaldmiðilinn annað yfirlýsing eigandans um að hann sé einhvers virði, ólíkt því sem var á öndverðri síðustu öld þegar seðlar voru ávísanir gull eða aðra verðmæta málma. Nú hefur þessi gulltrygging verið sleginn undan öllum gjaldmiðlum heimsins og þannig kollvarpað hegðun hagkerfanna og eigendur gjaldmiðils geta nú gefið hann út eftir því sem þurfa þykir. Þar sem hagkerfi án tryggingar gjaldmiðils eru tiltölulega ný og í mótun er kannski eðlilegt að eitt og annað misfarist eins og alheimskreppan nú og fleira, en þegar á heildina er litið held ég að engin þjóð hafi efni á að vera ekki með. Evrusamstarfið er á vissan hátt afturhvarf til þess tíma er gjaldmiðlar voru á fæti vegna þess að um hana gilda lög sem koma eiga í veg fyrir að hægt sé að gefa hana út í pólitískum tilgangi
Til að útskýra þessi nýju hagkerfi á einfaldan hátt má segja að ef útgefin gjaldmiðill í hagkerfinu er 100 einingar (bæði peningar og verðbréf hverskonar) þá er þjóðarauðurinn 100 . Ef fólkinu fjölgar um helming má gera ráð fyrir að hagkerfið stækki um að minnstakosti sem því nemur, það þýðir að til að gjaldmiðillinn verði ekki tvöfalt verðmeiri þarf að gefa út 100 einingar í víðbót. Þetta er einfalt með eigin gjaldmiðli, einfaldlega prenta fleiri seðla og gefa út skuldaviðurkenningar sem því nemur. En það er ekki hægt með annarra þjóða gjaldmiðil. Þá verður að reka þjóðarskútuna með jákvæðum viðskiptahalla við útlönd eða erlendri skuldasöfnun. Vandamálið við að gefa út eigin gjaldmiðil er að það verður að vera einhver raunveruleg verðmætasköpun í hagkerfinu á bak við hann, en mönnum hættir til að gefa út of mikið sem veldur óhóflegri verðbólgu og stjórnmálamenn hafa oft mikið vald yfir því hvert þessir peningar fara sem veldur vantrausti. Engu að síður er ljóst að ef þetta vopn er slegið úr höndum þjóðar stendur hún verulega höllum fæti með tilliti til stækkunar hagkerfisins og hagsældar til framtíðar.
Þáttur Krónunar í velferð Íslands.
Ísland var einhver ríkasta þjóð í heimi fyrri nokkrum vikum síðan. Í dag er staðan óljós en sennileg höfum við fallið eitthvað niður listann að sinni. En það er alveg ljóst að Ísland hefði aldrei getað vaxið úr örbyggð á 50 eða 60 árum með ónýtan gjaldmiðil svo ekki sé talað um annarra þjóða gjaldmiðil, miklu heldur var það krónan sem átti stóran þátt í því að það var hægt. Það er því ekki ólíklegt að okkar hagkvæmasti kostur í fyrirséðri framtíð sé eftir sem áður krónan jafnvel þó það kosti gjaldeyrishöft, háa vexti og miklar sveiflur í gengi hennar. Í þessu ljósi held ég að rétt sé að menn fari sér hægar, reyni að mynda sér heilstæða skoðun á málinu og fjall svo um skoðanir sínar án þess að tala krónuna niður um leið, því það eitt hefur jú áhrif á verðmæti hennar og ekki er víst að hún sé að fara í bráð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.