82% vilja Þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ekki neitt ?

Aðildarviðræður íslands við ESB eru Stopp vegna málefnaágreinings. Þetta kemur skýrt fram í Skýrslu hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna. ESB kom í veg fyrir að hægt væri að halda lengra með því afhenda ekki það sem þurfti til að opna erfiðu kaflana í viðræðunum með "óbeini" kröfu um lagabreytingar.

Hér er kaflin sem allir þurfa að lesa.      Skýrslan öll

" 8.2 Sjávarútvegsmál

Hvað varðar viðræðukafla um sjávarútveg var málum nokkuð öðruvísi háttað, en rýnifundum um sjávarútveg lauk snemma árs 2011. Engu að síður dró framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að gefa út rýniskýrslu sína, en án hennar var ekki hægt að opna kaflann og Ísland gat ekki lagt fram samningsafstöðu sína varðandi sjávarútveg. Sé litið til meirihlutaálits utanríkismálanefndar sem leiðarvísis um hugsanlega áhersluþætti hvað varðar samningsafstöðu Íslendinga sést að í meginatriðum snúast þeir um forræði yfir auðlindum sjávar, forsvar í samningagerð á alþjóðavettvangi og því að viðhalda takmörkunum við fjárfestingum annarra en Íslendinga í fyrirtækjum í sjávarútvegi. Að sama skapi má líta til framvinduskýrslna Evrópusambandsins, en þar er komið inn á ýmsa þætti sem framkvæmdastjórnin taldi að þurfti að líta sérstaklega til þegar kæmi að því að ræða mál tengd sjávarútvegi. Ljóst er að deilan um stjórn og skiptingu makrílstofnsins hefur valdið áhyggjum og sú deila leiddi til bréflegra kvartana aðildarþjóðar til sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins. Sjávarútvegsstjórinn boðaði refsiaðgerðir í lok árs 2010 í kjölfar þess að samningaviðræður höfðu engan árangur borið. Þá kemur fram í framvinduskýrslunum að almennt séð sé sjávarútvegstefna Íslendinga ekki í samræmi við réttarreglur Evrópusambandsins. Auk þess er bent á takmarkanir hvað varðar fjárfestingar útlendinga í greininni, en þær séu ekki í samræmi við reglur Evrópusambandsins.14 Margir viðmælendur skýrsluhöfunda telja að Evrópusambandið hafi viljað setja opnunarviðmið vegna sjávarútvegskaflans sem fram kæmi í rýniskýrslu. Sé miðað við opnunarviðmið sem lögð voru fram vegna kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun má ætla að slíkt hefði kallað á gerð tímasettrar aðgerðaráætlunar Íslendinga um hvernig og hvenær þeir hygðust aðlagast löggjöf og stefnu Evrópusambandsins. Óvíst er hvað það hefði haft í för með sér ef slíkt opnunarviðmið hefði verið sett fram en ef haft er í huga hve ólíkar áherslur eru í stefnu Íslands og Evrópusambandsins er vandséð hvernig Ísland hefði getað komið með áætlun um aðlögun að stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Þá má nefna að í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis er sérstaklega fjallað um mikilvægi þess að halda þeim möguleika opnum að Íslendingar haldi áfram að veiða hvali. Hjá Evrópusambandinu falla hvalveiðar undir kaflann um umhverfismál. Í ljósi þess að mikil andstaða er við hvalveiðar í Evrópusambandinu og að þýska þingið ályktaði sérstaklega að sett skyldi það skilyrði fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar hættu að veiða hvali, er ljóst að litlar líkur eru til að hægt hefði verið að semjaum undanþágur frá hvalveiðibanni."

 

Þetta þýðir  einfaldlega að lengra verður ekki komist nema með því að breyt lögum á alþingi íslands. 

Þjóðaratkvæðagreiðsla nú um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum er því í reynd ekki um neit því málið er jafn stopp á eftir. 


mbl.is Tæp 82% vilja greiða atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það þýðir ekkert að koma með einhverja gagnslausa langloku.  Fólk VILL VITA hvernskonar samning við fáum  og ÞAÐ ER KJAFTÆÐI OG RUGL að við vitum það ÁN ÞESS AÐ KLÁRA VIÐRÆÐURNAR. 

Ef svo væri þá þyrfti engar viðræður, þá væri nóg að faxa blaðabunka hingað til undirritunar, en eins og allir vita þá var ekki verið að vinna þetta þannig.

Óskar, 28.2.2014 kl. 09:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef þú nennir fara yfir það sem stendur í þessari ágætu skýrslu og viðaukum hennar þá veistu það.

Það hafa verið vviðræður í gang í fjögur ár og þetta er árangurnni, málið stopp.

Guðmundur Jónsson, 28.2.2014 kl. 09:19

3 Smámynd: Óskar

það eru engar óyfirstíganlegar hindrarnir þarna nema kanski hvalveiðarnar.  Þær eru bara hvorteðer hobbý eins gamlingja og mega vel missa sín.

Óskar, 28.2.2014 kl. 09:32

4 Smámynd: Elle_

Í júní 2009 vildu 76,3% þjóðarinnar þjóðaratkvæði og var neitað um það af Jóhönnu og co.  Það kom fram í alvöru skoðanakönnun í landinu, ekki í könnun í ESB-bleðli eins og þessi 82% tala.

Elle_, 28.2.2014 kl. 11:03

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Óskar ""það eru engar óyfirstíganlegar hindrarnir þarna nema kanski hvalveiðarnar.""

Þú ert ekki að lesa þetta rétt, hvalveiðar eru vissulega líka vandamál en mun minna vandamál en kvóta og fjárfestingmálin. ESB vill augljóslega ekki opna sjávarútvegskaflan nema að lögum þar að lútandi verði breytt fyrst. Í skýrslunni eða viðaukunum er lík talað um að ESB telji framgang aðlögunar íslensku stjórnsýslunar ekki næga til að hægt sé að opna sjávarútvegskaflan. það þýðir enfaldleg að málið er stopp nema einhverju í sambandi við lög um sjávarútveg verð breytt á íslandi til samræmis við reglur ESB.

Guðmundur Jónsson, 28.2.2014 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband