Hvað þarf til að svona gerist.

Ég spyr bara hvað gæti fengið mig til að troða röri upp í þvagrás drukkinnar eða ódrukkina konu gegn vilja hennar. Ég mynd alla veganna aldrei framkvæma slíkan verknað jafnvel þó stöðuhækkun væri í boði.  

Mín réttlætiskennd seigir mér að svona gerist ekki  nema þar sem vondir og /eða illa gefnir menn eða konur eru saman komin. Til að atvik sem þetta geti orðið þarf meira en lagaheimild. Það þarf líka einbeitan vilja og  illt innræti.  Þeir sem að þessu standa taka sjálfir ákvörðun um að framkvæma þessa aðgerð hvað sem reglum, hefðum eða lögum líður. Það kann auðvita að vera að fyrirlitning þessara lögreglumanna á fólki sem ekur undir áhrifum áfengis sé svona mikil að það reki þá til slíkra óhæfu verka en slíkt er þá merki um persónulekabresti og ljóst að þeir eða þær eru ekki starfi sínu vaxsin. Það er svo annað stærra vandamál hvað erfitt er að fá hæfileikaríkt fólk til að vinna þessi störf.


mbl.is Valdbeitingin var fullkomlega óþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er ýmislegt hægt að gera eins og bent hefur verið á af lærðum mönnum. Bíða er eitt sem hefur verið nefnt, svo er til lagaákvæði sem tekur á þessu. En maður rífur ekki niður um fólk og treður röri upp í þvagrás þess nema líf liggi við held ég. Ef mönnum finnst það sjálfsagt þá bendir það til sálrænna vandamála sem menn þurfa að eiga við sjálfa sig. Ég er samt ekki sálfræðingur og þetta er bara mín skoðun.

Guðmundur Jónsson, 24.8.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Illskan kemur smátt og smátt. Hún er algerlega banal. Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Stanford_prison_experiment og http://en.wikipedia.org/wiki/Banality_of_evil.

Elías Halldór Ágústsson, 24.8.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er ágætur punktur hjá þér Elías.  Ertu með þessu að benda mér á að ef ég væri að vinna í löggunni með Ólafi Helga og skósveinum hans þá tæki það bara nokkrar vikur að fá mig til að vinna svona óhæfu verk, ef til vill, en ég er samt alveg sannfærður um að ég myndi aldrei fást til að gera þetta.  En eins og við vitum þá var þeim sem tóku ákvarðanir í helförinni refsað fyrir sínar syndir og ég held að það verði líka gert hér. 

Guðmundur Jónsson, 25.8.2007 kl. 01:02

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Held að það þurfi mjög sérstaka karaktera eða krumpaða til að finna sig í svona óhæfu, sýslumaður og hans lið ætti að skammast sín....en gerir það ekki miðað við ógeðfellt tal hans í sjónvarpinu um málið....ömurlegt og lítilfjörlegt hjá hrokafullum sýslumanni.

Georg P Sveinbjörnsson, 26.8.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband