Fréttir af einkavæðingu.

Svandís Svavarsdóttir tjáir sig í fréttablaðinu í dag um framvindu málefna Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga. Þar Kemur fram að starfshópur um einkavæðingu OR vilji að stjórnsýslulög gildi um fyrirtækið. Öll fyrirtæki í almannaeigu ættu að sjálfsögðu að lúta stjórnsýslulögum. Það sem gerst hefur undan farin ár í einkavæðingu ríkisfyrirtækja er að ríkisfyrirtækjum er breytt í hlutafélög með einu pennastrik og almen lög um hlutafélög látin gilda um alla umsýslu í fyrirtækjunum. Ríkistarfsmenn með lítinn persónulegan metnað og ekkert vit á bisnes standa þá allt í einu með buxurnar á hælunum í miðri ljónagryfju þar sem alvöru kaupahéðnar ráða lögum og lofum. Það er alls ekki hægt að ætlast til þess að þeir ráði við ástandið. Þessir fyrrum ríkisstarfsmenn eru þá ekki að sýsla með eigin fé heldur almannafé en þeir hafa samt allt það frjálsræði sem felst í einkavæðingunni og geta þá í lagalegum skilningi selt og fjárfest fyrir almannafé eins og um einkaeign væri að ræða. Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá að þetta gengur ekki, eða hvað? Þegar Ríkisbankarnir voru einkavæddir urðu margir ríkir og margir miklu ríkari en hinir en ég veit ekki til að það hafi leitt til þess að einhverjir hafi orðið fátækari ekki nema þá í samanburði við þá sem urðu rosa ríkir. Ég spyr er það vont? Hin seinni ár hefur efnahagur landsins blásið út og það er án efa að stórum hluta í kjölfar þess að sumir fengu fullt af peningum til að gera eitthvað. Ég held alla veganna að hefði þetta ekki verið gert væri efnahagur landsins ekki jafn góður og raun ber vitni. Þá er stóra spurningin ekki hvort stjórnsýslulög eigi að gilda um öll fyrirtæki í almannaeigu heldur miklu fremur hvor einkavæðingarferlið virkar ef það er gert. Ég held það ætti ekki að vera nein fyrirstaða við einkavæðingu ríkisfyrirtækja að eignarhlutur ríkisins verði alltaf látin lúta stjórnsýslulögum. Hitt er aftur annað mál að ég er ekki jafn viss um að sé það gert verði ferlið jafn fjárhagslega farsælt og áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband