Færsluflokkur: Bloggar
15.3.2020 | 11:41
Samkvæmt Kára Stefánsyni eru
Þetta er bæði góðar og vondar fréttir.
Gott að pestin virðist ekki mjög skæð.
Vont að sóttvarnir á íslandi virka illa fyrir þá sótthræddustu, sem var raunar fyrirséð.
![]() |
Örtröð á flugvöllum í kjölfar ferðabanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.3.2020 | 09:48
Engin er óhultur !
Sótthræðsla er sálarástand sem hefur stungið sér illa niður á vesturlöndum síðustu misseri.
Einkennin eru, mannfælni og óvenju tíðir handþvottar, fólk gengur með vettlinga og grímur og langt leiddir loka sig jafnvel sjálfviljug inni með sprittbrúsa og glápa á gamlar sápuóperur. Engin er óhultur meira að segja Donald Trump er kominn með sóttina.
Sóttvarnarlæknir og aðrir sem málinu hafa sinnt hérlendis hafa oft talað eins og lömuð af ótta en framkvæma svo eins og ekkert sé að óttast.
![]() |
Þrír komu smitaðir frá Denver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2020 | 19:43
Í febrúar 2018
Í febrúar 2018 létust um það bil 300.000 manns í heiminum úr sýkingum í öndunarfærum. Um helmingur þeirra var 70 ára eða eldri.
Vírusinn sem er að setja heimsbyggðina á hliðina núna felldi 2700 manns síðastliðinn febrúar sem nær allir voru eldri en 70 ára ,sem er aukning um 0,9% í öllum hópnum en næri 2% 70 ára og eldri.
Það er að segja dauðsföllum vegna öndunarfærasýkinga fjölgaði um tæplega 1% vegna faraldursins á heimsvísu og um 5% í Kína þar sem SARS-cov-2 var að toppa þá.
Það er því þannig að ef við gætum ekki greint SARS-CoV-2 vírusinn frá venjulegri flensu vissi sennilega engin að þessi "faraldur" væri í gangi.
![]() |
Efsta stig sóttvarnaáætlunar tekur gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2020 | 13:37
Ísland best í heimi.
Íslendingar eru búnir að ná Kínverjum með 6 smit á hverja hundraðþúsund íbúa. Ítalir eru bara með 5 smit á hverja 100.000 íbúa. í lok vikunnar verðum við kominn langt framúr þessum aulum.
Katrín Jakobsdóttir lofar svo að borga laun þeirra ríkistarfsmanna sem þykjast ekki þora út fyrir hússins dyr af sótthræðslu, sem veldur augljóslega eftirspurn eftir greiningu. Ég á víst að borga það, en hún sleppti að segja frá því.
Eru stofnanir Íslenska ríkisins stærsta fávitahæli í heimi ?
![]() |
20 kórónuveirusmit staðfest hérlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.3.2020 kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.2.2020 | 11:25
Heimsendaspámenn eru að yfirtaka heiminn.
Samkvæmt tölfræði sem til er um þennan Kína vírus er dánartíðnin í fylkinu Hubei, þar sem hann kom upp er 0,004% af þem 60.000.000 sem búa á svæðinu og 3,5% af þeim 65.000 sem hafa veikst þar þessa 60 daga sem vírusinn hefur verið á stjá. Svæðið er 180.000 km2. Ísland er 100.000km2.
Gera má ráð fyrir að það eina sem ekki er verulega vantalið í þessu séu dauðsföllin.
Ef við heimfærum þetta upp á ísland þá er það ígildi þess að 14 einstaklingar væru látnir og 390 hefðu veikst og um 150 væru búnir á ná fullum bata.
Þetta kallast á íslensku,
Helvítis vaðall um andskotann ekki neitt.
![]() |
Ótvíræðar heimildir til að loka landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2020 | 11:24
Titania McGrath er með hatursorðræðu á hreinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2020 | 12:12
Lögfræðinám er mjög einsleit
Séu menn sæmilega læsir og eiga auðvelt með að leggja skrifaða texta á minnið geta þeir orðið lögfræðingar. Það er hinsvegar ekkert samhengi á milli þess að geta munað skrifaða texta og greindar eða almennrar skynsemi og lesskilningur lögfræðinga er oft ótrúlega lítill.
Þeir sem semja og lögfesta lög eru hinsvegar nær undantekningalaust yfir meðallagi greindir og skynsamir. Lög eru því oft textar sem þarf að lesa í stóru samhengi sem gerir kröfu um talsverðan lesskilning.
Stór hluti lögfræðinga og dómara man utanbókar lögin sem þeir vinna eftir en skilja þau illa og eru því stanslaust að þræta um hluti sem venjulegu fólki finnst augljósir.
![]() |
Benedikt fær að áfrýja til Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.2.2020 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2020 | 13:03
Græni starfsemi
en álframleiðslu í Straumsvík er snúið að finna.
1. Álverið er þarna núna og ekki úrelt, þannig er verið að henda gríðarlegum verðmætum sem kostar mikla orku að búa til annarstaðar.
2. Ál framleitt á íslendi er hagkvæm og umhverfisvæn leið til að flytja græna orku úr landi.
Hvað ætlar Björt að setja þarna í staðin ? Kannski gagnaver sem grafa á eftir rafmynt engum til gagns.
![]() |
Græn starfsemi í stað mengandi stóriðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2020 | 12:46
Ný mælitæki, ný heimssýn.
Þessi stórgóða mynd af Reykjanesi er gerð með geislunarmælingum frá Sentinel-1 gervitunglunum. Mæliupplausn á að vera nálægt 5 mm. Ljóst má vera af þessu að Formbreytingarnar sem eiga sér staða á Reykjanesi núna eru alls ekki það sem menn bjuggust við samfara eldsumbrotum þarna Og koma frekar illa heim við þær kenningar sem viðteknar eru um svæðið.
Óróamælingar benda til lítilla eða engra kvikuhreyfinga en samt rís land hratt og skjálftavirkni er mikil. Þó litið væri framhjá skorti á merkjum um kvikuhreyfingar þá lítur landrisið út eins og kvikhólf sé undir Þorbirni sem passar ekki við fyrri kenningar.
Formbreytingarnar á Reykjanesi eru keilulaga, engu er líkara en að undir Þorbirni sé staur kannski 500 metrar í þvermál sem ýtir honum upp. En land hefur líka sigið í kring og virðast heildar rúmálbreytingarnar á svæðinu vera 0.
Hvað veldur ?
Hugsanlega er jarðskorpan að slitna í sundur á um 0 til 4 km dýpi undir Þorbirni vegna reks Ameríku frá Evrasíu en neðar er skorpan heit og seig og hangir samann. Í rifunni er tóm til að byrja með en hún fyllist af gasi, vatni eða kviku í fyllingu tímanna.
![]() |
Þetta vofir yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.2.2020 kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)