Færsluflokkur: Bloggar
5.2.2024 | 18:41
Gott á hann
Kalli er að mínum dómi með ómerkilegustu kvikindum sem skriðið hafa þassari jörð. Mamma hans hélt lengst af aftur af perranum. Ég held að eina ástæðan fyrir því að hún afhenti honum aldrei tignina var að hún vissi hvaða mann hann hefur að geyma.
![]() |
Karl konungur með krabbamein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2024 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2024 | 13:21
ÖSE er ekki alþjóðleg sofnun
Eins og logið er í þessari frétt. Þetta er EU apparat sem lengi virkaði sæmilega til að taka afstöðu til áreiðanleika kosninga í Evrópu. 2020 þegar Trump sakaði Demókrata í USA um kosningasvindl kom mörgum á óvart að Öse (Osce) hefur aldrei fengið að stíga fæti inn í USA. Núna þegar Evrópusambandið og Nato eru í stríði við Rússa er einfaldlega fárleit ætlast til að þau séu þar.
![]() |
Alþjóðlegt eftirlit ekki leyft í kosningunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2024 | 21:43
Of stórar beinagrindur.
Íslenskir fræðimenn af háskóa íslands hafa undafarna ártugi verið finna mikið magn af of stórum beingreindim frá landnámsöld. Hvað veldur ?
![]() |
Grófu upp reffilegan karl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2024 | 10:49
Markmið
Í öllum hernaði er fyrst og fremst að gera her andstæðingsins óvígan. Þegar það er búið fylgja breytingar á landmærum ef það er það sem leiðtogar fylkinganna hafa í huga með hernaðinum.
Markmið herja Nato í Úkrainu er að gera her Rússlands í Úkrainu óvígan.
Markmið herja Rússlands í Úkrainu er að gera Nato herinn óvígan.
Að svo komnu máli bendir flest til þess að Nato herinn sé að verða óvígur. Ef málin þróast áfram með svipuðum hætti 2024 og þau gerðu 2023 verður Natóherinn orðin óvígur seinnpart árs 2024. Það eina sem gæti breytt þessu er bein íhlutun herafla natólandanna sjálfra í Ukrainu. Það er þá líklega 6. árás Evrópulandann inn í Rússland á 200 árum.
![]() |
Rússar segjast hafa lagt þorp undir sig í Dónetsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.1.2024 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2024 | 09:10
Lögin ná utan um þetta.
Íslenska ríkið er bara búið að snú öllu á haus þarna þannig að eingin botnar í neinu. Það er sá sem veldur tjóninu sem er skaðabótaskyldur. Almannavarnir er aðilinn sem olli tjóninu á óskemmdum eignum með því að loka og reka fólk út úr þeim. Einfalt mál en gert flókið af einföldum embættismönnum. Garðarnir sem almannvarir hafa verið að gera hafa svo fram að þessu bara aukið á tjón þeirra sem eiga óskemmd hús í Grindavík vegna þeirra skemmda þeir hafa valdið á grindavíkurveginum og heitveitulögnin til bæjarins.
![]() |
Regluverkið nær ekki utan um náttúruhamfarirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2024 | 10:01
800.000.000
Kostnaður Skattgreiðenda við garðana sem búið er að byggja með þessum vélum á svæðinu eru komir í um 3.000.000.000 og enn er verið að skipuleggja meira af görðum. Gagnsemi svona mannvirkja byggir augljóslega mikið á að um lítil gos sé að ræða eða þau verð í það minnsta ekki mikið stærri en undangengin fimm gos. Staðsetning garðanna er líka vandamál því þeir geta líka verið til ógagns og valdið auknu tjóni ef gos kemur upp innan þeirra.
Ef engir garðar hefðu verið fyrir þessu gosi er líklegt að staðan væri nú þannig að hraun hefði runnið í um 100-200 metra breiðri hrauntungu til sjávar í Grindavík og tekið með sér nokkur hús. En Grindarvíkurvegurinn og lagnir með honum væru enn óskemmt.
Fyrir þrjá milljarða er hægt að byggja 50 ný einbýlis hús með öllu í Grindavík.
Ég held að það hefði verið mikil blessun fyrir skattgreiðendur á íslandi ef þessar vélar hefðu tapast þarna. það tekur langan tíma koma svona tækjum til íslands og meðan geta braskara hjá verkfræðistofum og verktakar ekki mjólkað ríkisjóð.
![]() |
Tækin sem björguðust um 800 milljóna króna virði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2023 | 20:07
Eina vopnhléið framundan úr því sem komið er,
Er skilyrðislaus uppgjöf Nato í Úkraínu og landmærin dregin upp eins og Rússum sýnist. Nato hörfar núna á allri víglínunni. Pútin er búinn að halda tvær ræður í Desember sem til eru útprentaðar og aðgengilegar öllum. Þar segir hann alveg skýrt að vopnhlé eða pattstaða (sem er bara draumórar vestræna stríðshauka) komi ekki til greina fyrr en öllum markmiðum Rússa sé náð. Það sem getur breytt þessu núna er að Nato eða eitthvað aðildar ríkið íhlutist beint í þetta með kjarnavopnum (hætta sem er vissulega fyrir hendi) eða að þau sendi öll, alla tiltækan herafla sinn strax til Úkrainu.
Raunveruleg ástæða fyrir þessar upplognu NYT "frétt" er að Nató veit að stríðið er tapað og Nato veit líka að krafa Rússa um landamæri var aldrei að taka Evrópu eins og þeir haf haldið fram heldur ætla þeir sér að setja niður ný landæri í mið og vesturhluta Úkraínu. Það eru landamærin sem Stríðhaukarnir ætla svo að kalla pattstöðu eða vopnhlé um.
Það ætti að vera lámaks krafa að þau sem skrifa fréttir á íslandi, beri ekki út augljósar lygar og áróður.
![]() |
Segja Pútín reiðubúinn í vopnahlé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2023 | 16:20
Rýmingar þurfa að vera í höndunum
Á fólki sem skilur til hvers þær eru og hvenær þær gætu komið að gagni. Ég held að allar rýmingar á íslandi undanfarna ártugi hafi verið gerðar of seint, og eftir að atburðir þeir sem þær hugsanlega gátu varið fólk fyrir höfðu átt sér stað. Til dæmis snjóflóð á Flateyri og aurflóð á Seiðisfirði.
Það er líka augljóst að opinberar rýmingar í Grindavík hafa bara verið til ógagns fyrir íbúana fram að þessu og líkur á að það breytis með áframhaldandi lokunum/rýmingum eru litlar.
Fólkið sem hefur fengið þessi völd til rýma með nauðung virðist allt vera nógu einfalt til að trú því sjálft að það raunveruleg geti séð fyrir hvar og hvenær gjósi. En atburðir liðinna ára segja okkur allt aðra sögu. Kannski er aðal vandinn sá að það nennir engin að hlusta á þau ef þau segja eins og er "ég veit það ekki."
![]() |
Þurfum að endurskoða okkar rýmingarvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2023 | 09:56
Það er skrítið að búa í landi
Sem virðist fyrirlíta nasisma í orði en veitir á sama tíma milljörðum króna til stríðsrekstrar í Evrópu gegn rússnesku þjóðinni, þjóðinni sem fórnaði 20 milljónum þegna sinna til að kveða niður nasisma í Evrópu fyrir um 80 árum síðan. Allir sem hafa minnsta skilning á sögu tuttugustu aldar vita að ef Rússar hefðu ekki varist og snúið sókn nasistanna við í austur Úkraínu 1942 hefði nasismi líkleg orði ofaná í Evrópu. Við þurfum að skilja að þeir sem nú eru við völd í Úkraínu er sami armur stjórnmálanna og vann með nasistum 1938-45 og þjóðarbrotin í Evrópu sem nú hilla foringja "fyrrum" nasista í Evrópu (Zeleskyy) eru meira og minna öll þau sömu og lögðu niður vopn og afhentu nasistunum lyklana að stjórnaráðum sínum á árunum 1938-41. Zelenskyy var til að mynda hylltur með viðhöfn í norska þinginu í síðustu viku.
Á árunum 1938 til 41 sameinaðist 70-80% af þjóðum heims (mælt í framleiðslugetu) undir merkjum Bandamanna gegn nasisma í Evrópu sem endaði með sigri þeirra 1945. Nú í desember 2023 hafa verið að hittast á fundum leiðtogar fjögra þjóða (Kína, Rússland, Indland og Iran) sem fara saman með yfir 70% af framleiðslugetu heimsins. Það vill til að á sama tíma eru Rússar aftur að snúa vörn í sókn á sama stað og 1942 í austur Úkraínu (sem þá á var Sovét-Rússland).
Myndbandið hér fyrir neðan er ekki fyrir viðkvæma. Ég set það hér inn til að minna á að átökin fyrir botni miðjarðarhafs núna eru villuljós og barnaleikur við hliðina á því sem er að gerast á austurvígstöðvunum. Fallnir og særið í Rússlandi-Úkraínu eru að lámarki vel á aðra milljón manns bara á þessu ári en á gasa eru þetta undir 50 þúsund.
![]() |
Aftur vart við nýnasistaáróður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2023 | 11:19
Útúrsnúngar í "fréttum"
Höfundur þessa pistils gerir hálfsannleik að aðalumfjöllunarefni og sleppir aðalatriðunum sem koma samt ágætlega fram ef greinin er lesin í samhengi.
Mannfall á austurvígstöðvunum er ekki hægt að meta með vissu. Við vitum hinsvegar að það eru rússneskir hermenn þar núna að murka lífið úr restinni af natoliðinu þar. Ef Rússneski herinn væri raunverulega búinn að missa 87% af þjálfuðum hermönnum sínum á undanförnum 20 mánuðum mundi það þýða að herinn sem þeir eru með þar núna væri að uppistöðu krakkar og fyrrum skrifstofumenn, blautir á bak við eyrum og illa þjálfaðir.
Alvöru fréttamaður mundi benda á að útlokað sé að þessar tölur um mannfall og/eða heildarstærð mannafla í rússneska hernum geti át eitthvað skylt við raunveruleikann.
Hvernig telur maður skriðdreka ? Rússar áttu um 1.500 brynvarða þunga skriðdreka (MBT) með 21. aldar tæknibúnaði í byrjun árs 2022 og um 2.000 létta skriðdreka (IFV) undir 20t. Eldri en óuppfærð tæki í geymslum (vantar nætursjón og fl) voru minnst 15.000 MBT og eitthvað minna af IFV um 10.000 (þetta er samt mjög óljóst gætu verið mun fleiri). Samtals höfðu Rússar því aðgang að um það bil 30.000 misgóðum brynvörðum tækjum sem kalla má skriðdreka í byrjun árs 2022. Þessu til viðbótar hafa þeir verið að framleið ný tæki í meira mæli en áður undanfarna 20 mánuði sem þýðir að það koma nokkrir tugir nýrra MBT og IFV í flotann mánaðarlega. Samkvæmt tölum sem koma fram í greininni hafa Rússar misst 2.200 skriðdreka af öllum gerðum frá því í febrúar 22 . En við vitum að uppistaðan af ónýtu tækjunum sem við fáum myndir af eru gömul tæki sem hefðu oft ekki talist með þeim 3500 skriðdrekum sem Rússar eru sagðir hafa át í byrjun. Raunveruleikin er því sá að Rússar eru líklega ekki með ver búin her hvað skriðdreka varðar í dag en í febrúar 2022.
![]() |
Um 315.000 látnir eða særðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)