Færsluflokkur: Bloggar
20.6.2016 | 14:47
Að lesa sér til gagns er ekki öllum gefið.
![]() |
Guðni með 51% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2016 | 09:55
Krjörsókn verður líklega rúm 60% í næstu forsetakosningum.
Eftir því sem kjörsókn minkar því minna verður að marka skoðanakannanir, þær mæla jú líka þá sem nenna ekki að mæta á kjörstað.
Þá skiptir máli að skilja að þeir sem segjast ætla að kjósa þann sem er mest "inn" í það og það skiptið eru mun líklegri til að mæta ekki á kjörstað, jafnvel þó þeir segjast ætla að gera það.
Hér ætla ég að gera ráð fyrir að einungis 50% fylgjenda Guðna nenni að kjósa en 90% þeirra sem segjast ætla að kjósa aðra frambjóðendur. Leiðrétt niðurstaða verður þá sú að Guðni er með um 50% fylgi þeirra sem mæta á kjörstað og aðrir með um 50% þar af er Davíð þá með rúm 30%
Líkleg niðurstað kosninga nú væri þá: Guðni 50% Davíð 30% og aðrir 20%.
Davíð er með sinn trygga kjósendahóp af hægrikantinum sem telur um 30%. Mér þykir mjög ólíklegt að það hreyfist mikið frá því kannski +/-5% hann gæti þá í mesta lagi farið í 35% og það fylgi getur að mjög takmörkuðu leiti komið frá Guðna.
Guðni er með 50% og sennilega er helmingurinn af því nokkuð tryggt frá krötum eða samfylkingunni sálugu. Restinni er mjög laust fylgi og getur auðveldleg runnið til annarra frambjóðenda en líklega ekki mikið til Davíðs.
Því er útlit fyrir að úrslit kosninganna ráðist einna helst af því hvort einhver hinna frambjóðendanna nái flugi á kostnað Guðna sem yrði þá til þess sjálfstæðismenn fengju loksins sinn forseta.
![]() |
Guðni með rúmlega 60% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2016 | 13:16
Donald Trump er Ólafur Ragnar Badaríkjamanna.
Slóttugur popúlisti sem segir það sem þarf til að fá atkvæði en ekki það sem hann ætlar sér að gera nái hann kjöri.
Trump er ekki nógu vitlaus til að halda að raunhæft sé að byggja múr á milli Mexíkó og BNA en það er fullt af ofstækisfullum mönnum í suðurfylkjunum sem stökkva á þann vagn. Hann veit að framkvæmdin er óraunhæf og hún mun aldrei komast á hans borð verði hann forseti. Hann hefur verið að sækja sitt fylgi lengst til hægri og í ofsatrúarliðið til að fá útnefninguna. Nú þegar það er í höfn þarf hann að sækja meira á miðjuna þar sem hann getur tekið fylgi af Clinton. Ég geri ráð fyrir að hann muni draga í land með margt fleira á næstu vikum.
Ólafur Ragnar þóttist lengi vera vinstrimaður, gerðist formaður í vinstriflokki og síðan Forseti með stuðning fólks lengst til vinstri, í reynd án þess að hafa nokkru sinni sýnt slíka tilburði í verki. Trump er að gera svipaða hluti nema frá hægrikantinum.
![]() |
Ég má skipta um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.5.2016 kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2016 | 10:39
Vinstrimenn í Hollandi að leysa vitlausa hnúta.
Rafmagnsbílar eyða orku eins og aðrir bílar og raunar meiri orku en einfaldir bensínbílar ef allt er talið, eins og orkan sem fer í framleiðslu þeirra og orkan sem fer í viðhald vega vegna aukins umferðarþunga (rafbílar eru þyngri og þurfa að fara lengri vegalengdir vegna minna drægi).
Þetta held ég að sé ekki umdeilanlegt og flestir séu samála þessu.
Þá stendur eftir að orkan sem rafbílar eyða þarf að vera umhverfisvæn og endurnýjanleg til þess að réttlæta notkun þeirra með tilliti til umhverfissjónarmiða.
Hér með er mynd af orkunotkun manna á jörðinni til 2014. þetta er orkupotturinn samtal um 55.000 TWh á ári. 2014 var 85% orkunnar fengin með jarðefnaeldsneyti og 15% með öðrum leiðum og þar af aðeins 10% með endurnýjanlegum umhverfisvænum aðferðum.
Stóra myndin er svona:
Til þess að minka brennslu jarðefnaeldsneytis á jörðinni þarf annaðhvort að auka við hlutfall endurnýtanlegra orku í pottinum eða minka heildarnotkunina. Framleiðsla og notkun rafbíla gerir hvorugt og raunar eykur hún við heildarorkuþörfina og sú orkan getur í reynd bara komið frá brennslu jarðefnaeldsneytis eins og staðn er í dag því það er breytan sem toppar upp pottinn.
Þetta þýðir á mannamáli að rafbílar eyða meiru af óendurnýjanlegum orkugjöfum jarðarinnar en venjulegir bensínbílar og "menga því meira", Þvert á það sem margir halda.
Eina leiðin til þess að vera GRÆN er að eyða minni orku eða framleiða endurnýjanlega orku.
![]() |
Vilja bíla með brunavél í bann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2016 | 17:10
Staðfest afrit framtals er það eina sem dugar.
Til að sanna sakleysi dugar ekki minna en staðfest afrit framtals. Minnst tíu ár áftur í tímann. Þetta getur bara verið upplogið bull.
![]() |
Árni Páll birtir skattagögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2016 | 09:06
Múslímar eru ekki fávitar.
Þannig er að þegar sæmilega upplýstur múslími sem að hyllist shari lög á vesturlöndum er spurður hvort hann aðhyllist þau svarar hann vissulega neitandi því hann skilur að það þjónar málstaðnum betur að ljúga. Sama á við um spurninguna hvort banna eigi kynlíf samkynhneigðra.
Svona könnun er því í raun ómögulegt að gera svo mark sé á takandi og líklegt er að hlutfall þeirra múslíma sem raunverulega aðhyllast Shari lög og vilja lögbann á kynlíf samkynhneigðra sé miklu hærra.
![]() |
Vilja banna kynlíf samkynhneigðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 08:03
22.000 í vandlætingarkasti.
Fullorðið fólk að henda rusli í þinghúsið og lemjandi potta af vandlætingu yfir því að forsætisráðherra og eða öllu heldur eiginkona hans eigi eignir í útlöndum, sem hefur verið vitað lengi og er löglegt.
Ég á eignir í útlöndum og tel mig ekki verri enn kommana á austurvelli vegna þess.
![]() |
Nóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.4.2016 | 10:41
RÚV með óvænta traustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina
RÚV var með umfjöllun um Panama-skjölin og eignir íslenskra ráðherra í skattaskjólum í gær. Það er skemmst frá því að segja að samkvæmt gögnunum virðist engin íslenskur ráðherra hafa gerst sekur um skattsvik eða falsanir í tengslum við félög í skattaskjólum eins og margir hafa talið.
Þetta þykja mér stórtíðindi og frekar góðar fréttir. En svona er fréttamat manna misjafnt?
![]() |
Sigmundur mættur á þingflokksfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2016 | 15:26
En hvað er vegna eigand ?
Eigendur hafa oft hag af því að láta vörur hverfa úr verslunum með því að selja þær á svörtum markaði. Verslunareigendur sem grenja yfir þjófnuðum eru í reynd þeir sem stela mestu eða kannski réttar sagt, eig þeir sjálfir sök á rýrnuninni.
Fréttin er skrifuð af ótrúlegri vanþekkingu á málinu.
![]() |
Er íslenskt starfsfólk þjófóttara? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.1.2016 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2016 | 16:21
Greindarvísitala frambjóðenda ætti að liggja fyrir.
Það er móðgun við kjósendur, að hvaða fáviti sem er geti farið fram með 1500 undirskriftum, sem auðvelt er falsa í þokkabót.
Ég tel að ein grunnforsenda þess að manneskja fari vel með þetta starf sé að hún hafi tiltölulega háa almenna greind og hæfileika til að sjá stóra samhengið þegar á reynir.
það vill þannig til að þetta er einfalt að mæla með þaulreyndum aðferðum eins og IQ. Hátt skor gerir menn ekki að góðum forseta en lágt skor útilokar að menn geti orðið það.
Það er sorglegt til þess að hugsa að þeir sem nú hafa tilkynnt um framboð eru fæstir líklegir til að ná yfir 130.
Á íslandi búa um 3000 kjörgengir einstaklingar sem skora yfir 130. Hvar eru þeir ?
![]() |
Ótrúlegt ævintýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.4.2016 kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)