Færsluflokkur: Bloggar
28.9.2009 | 11:05
Þeir taka það til sín sem eiga það.
"Óreiðumanna"
Fyrst Brown og Darling tóku þetta svona til sín, eru þeir þá þessir óreiðumenn sem Davíð var að tala um ?.
![]() |
Guardian fjallar um hrunið á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2009 | 14:33
Nýtt Fjölmiðlafrumvarp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 09:09
Til hvers er gjaldmiðill í hagkerfi nútíma þjóðar.
Það er fyrst og fremst vegna þess að hægt er að búa til verðmæti í hagkerfinu með hagvexti innan hagkerfisins. Þetta þýðir að fræðilega getur Þjóðarauður vaxið jafnvel þó engin viðskipti séu við umheiminn þetta er gert með því að gefa út skuldaviðurkenningar eða peninga gegn traustum veðum í einhverju því sem þegnar hagkerfisins sýsla við. Í nútíma hagkerfum er því ekkert á bak við gjaldmiðilinn annað yfirlýsing eigandans um að hann sé einhvers virði, ólíkt því sem var á öndverðri síðustu öld þegar seðlar voru ávísanir gull eða aðra verðmæta málma. Nú hefur þessi gulltrygging verið sleginn undan öllum gjaldmiðlum heimsins og þannig kollvarpað hegðun hagkerfanna og eigendur gjaldmiðils geta nú gefið hann út eftir því sem þurfa þykir. Þar sem hagkerfi án tryggingar gjaldmiðils eru tiltölulega ný og í mótun er kannski eðlilegt að eitt og annað misfarist eins og alheimskreppan nú og fleira, en þegar á heildina er litið held ég að engin þjóð hafi efni á að vera ekki með.
Til að útskýra þessi nýju hagkerfi á einfaldan hátt má segja að ef útgefin gjaldmiðill í hagkerfinu er 100 einingar (bæði peningar og verðbréf hverskonar) þá er þjóðarauðurinn 100 . Ef fólkinu fjölgar um helming má gera ráð fyrir að hagkerfið stækki um að minnstakosti sem því nemur, það þýðir að til að gjaldmiðillinn verði ekki tvöfalt verðmeiri þarf að gefa út 100 einingar í víðbót. Þetta er einfalt með eigin gjaldmiðli, einfaldlega prenta fleiri seðla og gefa út skuldaviðurkenningar sem því nemur enda eru traust veð fólgin í manauðnum. En það er ekki hægt með gulltryggðan eða annarra þjóða gjaldmiðil, þá verður að reka þjóðarskútuna með jákvæðum viðskiptahalla við útlönd eða erlendri skuldasöfnun. Vandamálið við að gefa út eigin gjaldmiðil er að það verður að vera einhver raunveruleg verðmætasköpun í hagkerfinu á bak við hana, en mönnum hættir til að gefa út of mikið sem veldur óhóflegri verðbólgu og stjórnmálamenn hafa oft mikið vald yfir því hvert þessir peningar fara sem veldur vantrausti. Engu að síður er ljóst að ef þetta vopn er slegið úr höndum þjóðar hlýtur hún að standa verulega höllum fæti með tilliti til stækkunar hagkerfisins og hagsældar til framtíðar.
Hverjir eru kostir eigin gjaldmiðils:
Hægt er að búa til verðmæti með hagvexti innan hagkerfisins. Til dæmis getur ákveðin hluti launaveltu í landinu verið settur í sjóði, Þessir sjóðir geta stækkað án erlendrar skuldasöfnunar jafnvel þó vöruskipti við útlönd séu neikvæð. Að því gefnu að gjaldmiðillinn hafi eitthvað virði í milliríkjaviðskiptum er hægt að breyta þessum sjóðum að hluta í erlendan gjaldeyri eða bréf sem tryggir þá sjóðina fyrir gengisáhættu. Í raun hafa ísensku lífeyrissjóðirnir orðið til með þessum hætti sem einfalt er að rökstyðja með því að benda á að þjóðarauður að meðtöldum lífeyrisjóðum hefur vaxið mikið á síðustu öld þrátt fyrir viðvarandi neikvæðan viðskiptahalla.
Hægt er að rýra eða styrkja virði gjaldmiðilsins með því að stýra framboði af lánsfé í hagkerfinu, þannig er hægt að tryggja að atvinnuvegirnir séu samkeppnishæfir á alþjóða markaði og stuðla þá að minna atvinnuleysi. Almennt hefur verið talið að útgáfa gjaldmiðils sé hluti af sjálfstæði þjóðar, enda er það mikilvægasta hagstjórnartækið. i því samhengi má nefna að Seðlabankar evrulandanna hafa svigrúm til útgáfu skuldaviðurkenninga eftir reglum sambandsins sem lúta helst að tryggð þeirra veða sem að baki útgáfunni liggja, ég játa hinsvegar að ég skil þau mál ekki til hlítar þó ég haf reynt það kynna mér þau mál.
Hverjir eru gallar eigin gjaldmiðils:
Gjaldmiðilsútgáfa gerir þá kröfu til handhafa þess valds að þeir skilji hvaða áhrif það hefur að auka eða takmarka framboð á fé í hagkerfinu og setur því gríðarlega mikla ábyrgð á hendur þeim sem með þetta vald fara. Mistök við skipan stjórnenda seðlabanka geta þannig kollvarpað efnahag þjóðar á nokkrum misserum. Erfitt er að ráða eða skipa í þessar stöður, til dæmis ef litið er til þess að minnihluti alþingismanna á íslandi skilja til hlítar hlutverk og mikilvægi gjaldmiðilsútgáfu í afkomu þjóðarinnar. Enn fremur má benda á að óðaverðbólga og efnahagsleg hrun þjóða má mjög oft tengja beint við skipan óhæfra manna til að stýra gjaldmiðilsútgáfu. Á íslandi hefur verið tekið á þessu til dæmis með skipan þriggja seðlabankastjóra.
Í aljóðaviðskiptum eru gerðar miklar kröfur um að gjaldmiðlar séu skiptanlegir. Því er gjaldmiðill hagkerfis sem að upplagi er minna en efnahagsreikningur fyrirtækja á hinum aljóðlega markaði í raun ekki nothæfur á þeim markaði án einhverra takmarkanna. Þetta er eitthvað sem við íslendingar hljótum að þurfa að taka á í framtíðinni ef við ætlum að vera áfram með okkar eigin gjaldmiðil utan myntbandalaga.
Ríkasta þjóð í heimi?
Ísland var einhver ríkasta þjóð í heimi fyrri bankahrunið. Í dag er staðan óljós en sennileg höfum við fallið eitthvað niður listann að sinni. En það er alveg ljóst að Ísland hefði aldrei getað vaxið úr örbyggð á 50 eða 60 árum með ónýtan gjaldmiðil svo ekki sé talað um annarra þjóða gjaldmiðil, miklu heldur var það krónan sem átti stóran þátt í því að það var hægt. Það er því ekki ólíklegt að okkar hagkvæmasti kostur í fyrirséðri framtíð sé eftir sem áður krónan jafnvel þó það kosti gjaldeyrishöft, háa vexti og miklar sveiflur í gengi hennar. Í þessu ljósi held ég að rétt sé að menn fari sér hægt, reyni að mynda sér heilstæða skoðun á málinu og fjalla svo um skoðanir sínar án þess að tala krónuna niður um leið, því það eitt hefur jú áhrif á verðmæti hennar og ekki er víst að hún sé að fara í bráð
![]() |
Ísland taki upp evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009 | 09:59
Tojóta og ímyndin
Það sem skiptir öllu máli hjá þessu japanska fyrirtæki er ímyndin, sem hefur reyndar verið eina söluvara þess undanfarin 10 - 15 ár og nef þess í þeim efnum því næmt.
Íslenskur fjárglæframaður hefur því betri ímynd en Landsbanki íslands í japönskum og evrópskum ímyndar heimi.
Reynd skil ég ekki af hverju menn eru að hafa áhyggjur af þessu, skiptir í reynd einhverju máli hvað bíllinn sem maður ekur heitir ?
Þetta er alla veganna vandamál sem ég skil ekki.
![]() |
Toyota samþykkir ekki Landsbanka sem eiganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2009 | 14:57
Smáborgarar og ónýtir fréttamenn
![]() |
Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2009 | 14:38
Eingin Svararssamningur
Frábær niðurstað ég vona að Framsókn kvitti líka undir þetta skjal.
![]() |
Hagvöxtur stýri greiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 22:25
Stutt þýðing

![]() |
Jóhanna á vef Financial Times |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2009 | 17:36
Vinstri Grænir alveg GRÆNIR
Ef ríkisábyrg á icesave fer í gegn um þingið er Ísland svo gott sem komið í ESB. VG liðar eru hér leiddir áfram eins og lömb til slátrunar.
![]() |
Sátt að nást um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2009 | 14:00
Rannsóknarhagsmunir hverra?
![]() |
Bretar bjóða aðstoð við rannsókn á bankahruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2009 | 09:47
Af hverju er allir vondir við okkur.
Hér er ræðubrot sem forseti vor hélt 3 maí 2005 í Walbrook Club í London sem ég tel að hafi skipt miklu máli varðandi milliríkjadeilu okkar við Breta og lítinn samningsvilja af þeirra hálfu.
Distinguished business leaders
Representatives of the media
Ladies and Gentlemen
Recently, I have often found myself cornered at various functions, especially here in London, and pressured to explain how and why daring Icelandic entrepreneurs are succeeding where others hesitate or fail, to reveal the secret behind the success they have achieved.
It is of course tempting to let it remain a mystery, to allow the British business world to be perplexed. This mystery would give my Icelandic friends a clear advantage, a fascinating competitive edge - but when my friend Lord Polumbo asked me to speak on this subject at the distinguished Walbrook Club, I could not decline the challenge.
It is indeed an interesting question how our small nationhas in recent years been able to win so many victories on the competitive British, European and global markets, especially because for centuries we were literally the poorest nation in Europe, a community of farmers and fishermen who saw Hull and Grimsby as the main focus of their attention, a nation that only a few decades ago desperately needed to extend its fishing limit inorder to survive, first to 12 miles, then to 50 and finally to 200 miles. Each time Britain sent the Navy to stop us but each time we won - the only nation on earth to defeat the British Navy, not once but three times. With this unique track record, it is no wonder that young entrepreneurial Vikings have arrived in London full of confidence and ready to take on the world!
"
Svo líkur Ólafur ræðu sinni með þessum orðum.
"You ain't seen nothing yet".
![]() |
Styðja Icesave með fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)