Færsluflokkur: Bloggar
16.7.2009 | 14:28
Til hamingju...
Með landráðatillöguna.
Við hin verðum að hald áfram að standa vaktina, þetta er ekki búið.
![]() |
Samþykkt að senda inn umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2009 | 12:14
It’s a town full of losers and I’m pulling out of here to win.
Ásmundur er maður að mínu skapi
Thunder Road
The screen door slams, Marys dress sways
Like a vision she dances across the porch, as the radio plays
Roy Orbison singing for the lonely
Hey thats me and I want you only
Dont turn me home again, I just cant face myself alone again
Dont run back inside, darling you know just what Im here for
So youre scared and youre thinking
That maybe we aint that young anymore
Show a little faith, theres magic in the night
You aint a beauty, but hey youre alright
Oh and thats alright with me
You can hide neath your covers and study your pain
Make crosses from your lovers, throw roses in the rain
Waste your summer praying in vain
For a saviour to rise from these streets
Well now Im no hero, thats understood
All the redemption I can offer, girl, is beneath this dirty hood
With a chance to make it good somehow
Hey what else can we do now?
Except roll down the window and let the wind blow back your hair
Well the nights busting open
This two lanes will take us anywhere
We got one last chance to make it real
To trade in these wings on some wheels
Climb in back: Heavens waiting on down the tracks
Oh-oh come take my hand
Riding out tonight to case the promised land
Oh-oh Thunder Road, oh Thunder Road, oh Thunder Road,
Lying out there like a killer in the sun
Hey I know its late we can make it if we run
Oh Thunder Road, sit tight take hold, Thunder Road
Well I got this guitar and I learned how to make it talk
And my cars out back if youre ready to take that long walk
From your front porch to my front seat
The doors open but the ride it aint free
And I know youre lonely and theres words that I aint spoken
But tonight well be free, all the promisesll be broken
There were ghosts in the eyes of all the boys you sent away
They haunt this dusty beach road
In the skeleton frames of burned out Chevrolets
They scream your name at night in the street
Your graduation gown lies in rags at their feet
And in the lonely cool before dawn
you hear their engines roaring on
But when you get to the porch theyre gone
On the wind, so Mary climb in
Its a town full of losers and Im pulling out of here to win
![]() |
Hefði þýtt stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2009 | 11:47
Bankastarfsemi yfir landamæri 102.
Það gefur auga leið að Íslendingar geta ekki verið þátttakendur í samstarfi EU um frjálst fæði fjármagns án þess að njóta sama skjóls fyrir fjármálafyrirtæki og aðildarríki sambandsins.
Það er vitað þegar innistæðutryggingasjóður er settur á fót, að hann getur aldrei staðið undir áhlaupi á alla banka sem sjóðurinn tryggir. Sama gildir um að þjóð, eins og Bretland getur ekki ábyrgst allar innistæður í Breskum bönkum, nema vegna þess að þeir geta prentað pund. Þetta er þó aðeins fræðilega hægt, því ef Bretar þyrftu í raun að prenta pund fyrir öllum innistæðum í pundum hryndi Breska hagkerfið. Þó virkar þetta vegna þess að það er fræðilega ekki hægt að fella breska bankakerfið með áhlaupi, því þeir geta jú alltaf búið til ný pund og þess vegna sofa allir rólegir með pundin sín í Breskum banka.
Í flestum þjóðríkjum heims eru sérstök teymi sem hafa fræðilega ótakmarkaðan aðgang að myntinni. Þessi teymi gera ekkert annað en að álagsprófa og taka yfir þarlenda banka ef þeir standast ekki prófið. Það hefur sýnt sig, í núverandi kreppu að þetta virðist virka, til að verja banka áhlaupi því engir sæmilega stæðir bankar hafa fallið vegna áhlaups á innistæður í þeim, síðan snemma á síðustu öld nema kannski Landsbankinn og Kaupþing.
Í reglum Evrópu seðlabankans, ECB er hinsvegar alveg bannað að afhenda evrur nema gegn traustum veðum. Það er gert til þess að ríki sambandsins geti sætt sig við að nota evrur og til að stöðugleiki og lág verðbólga haldist á svæðinu. Þetta eru dyggðug og háleit markmið peningastefnu ECB í hnotskurn. Af því leiðir að einhverskonar tryggingar eru nauðsinlegar þar sem evrur fást geymdar á reikningi til þess að telja viðskiptavinum trú um að evrurnar þeirra séu í öruggri geymslu. Þar kemur tilskipun 95/19/EB til sögunar. Til þess að evrubankar geti keppt við ríkistryggða Svissneska banka þá má innistæðutryggingakerfið að sjálfsögðu ekki íþyngja þeim um of, reyndar er það svo að evrubankarnir væru ekki bankar heldur peningasvarthol ef þeir þyrftu að standa undir tryggingakerfi sem gæti staðist alvöru áhlaup. Þess vegna getur tryggingasjóðurinn aldrei verið annað en til málamynda. En þar sem engin má búa til evrur nema ECB þá er eingin sem raunverulega getur tryggt banka sem geymir evrur gegn áhlaupi nema ECB. Það er hinsvegar alveg bannað samkvæmt samþykktum sambandsins, nema gegn traustum veðum og þau eru geta aldrei verið fyrir hendi í bankaáhlaupi. Er ekki eitthvað bogið við þetta ?
Jú þetta virkar einfaldlega ekki. Það var sjálfur Jean-Claude Trichet núverandi seðlabankastjóri Evrópu sem fann það út fyrir bráðum áratug að þetta kerfi gengi sennilega ekki upp ef alvöru kreppa yrði í heiminum.
Hann segir í skírslu sinni um kerfið.
"Although the goal of enhancing the stability of the banking system was clearly stated, the system introduced in France, as in most countries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crises, for which other measures are needed."
Ekki tekur Trichet meira á því hvað "other measures " eigi að vera en í ljósi þess að ECB er nú farinn að rétta út evrur til allra þeirra sem þess óska(nema íslendinga) með veði í ástarbréfum þá virðist ljóst að í dag þýðir "other measures " að prenta evrur. Þetta eru kallaðir björgunarpakkar í dag og bæði Bretar og Hollendingar hafa þegið þá.
![]() |
Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.10.2009 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2009 | 13:21
Já, þetta er lykillin að því að skilja Icsavedeiluna.
Við prentum ekki evrur og pund.
Bretar eru fyrir löngu búnir að greiða út eða tryggja allar innistæður í GBP og EUR og þeir áttu fyrir því með því að reka ríkisjóð sinn með halla (prenta peninga). Þeir fengur evrur gefins frá Evrópusambandinu til að greiða út evru innistæður (lán frá ECB gegn ónýtum veðum). Þeir lofa að greiða en greiða í raun ekki neitt, þeir bara óbeint fella gengið með útgáfu ónýtra skuldaviðurkenninga. Ég hef ekki kynnt mér hvernig Hollendingar gerðu upp sínar innistæðutryggingar en ég geri ráð fyrir að sé með svipuðum hætti.
Á sama hátt eru íslendingar fyrir löngu búnir að greiða eða tryggja allar innistæður í krónum.
Skuldir ríkisjóða yfir landamæri eru í vissum skilningi stjórntæki nýlenduherra nútímans.
Ef Evrópubandalagið væri í raun vina þjóð okkar og bara að sækjast eftir peningum en ekki völdum á Íslandi, Þá hlyti að vera meira en sjálfsagt að við gerðum þetta upp með eignum landsbankans hér heima og erlendis.
Icesave deilan snýst ekki um peninga heldur eingöngu um völd
![]() |
Getum ekki prentað gjaldeyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2009 | 11:42
Eru þessar eignir bankanna þarna úti þá einhvers virði?
Af hverju taka Bretar ekki eignir Landsbankans upp í Icesaveskuld ?
það er vegna þess að þetta snýst ekki um kostnað heldur völd.Bretar eru fyrir löngu búnir að greiða út eða tryggja allar innistæður í GBP og EUR og þeir áttu fyrir því með því að reka ríkisjóð sinn með halla (prenta peninga). Þeir fengur evrur gefins frá Evrópusambandinu til að greiða út evru innistæður (lán frá ECB gegn ónýtum veðum). Þeir lofa að greiða en greiða í raun ekki neitt, þeir bara óbeint fella gengið með útgáfu ónýtra skuldaviðurkenninga. Ég hef ekki kynnt mér hvernig Hollendingar gerðu upp sínar innistæðutryggingar en ég geri ráð fyrir að sé með svipuðum hætti.
Á sama hátt eru íslendingar fyrir löngu búnir að greiða eða tryggja allar innistæður í krónum.
Skuldir ríkisjóða yfir landamæri eru í vissum skilningi stjórntæki nýlenduherra nútímans.
Ef Evrópubandalagið væri í raun vina þjóð okkar og bara að sækjast eftir peningum en ekki völdum á Íslandi, Þá hlyti að vera meira en sjálfsagt að við gerðum þetta upp með eignum landsbankans hér heima og erlendis.
Icesave deilan snýst ekki um peninga heldur um völd.
![]() |
Gunnar Sigurðsson stjórnarformaður Hamleys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.6.2009 | 13:27
Þjár lausnir á Icesave.
Eftir að hafa hugsað málið varðandi þennan Icesave samning og orsök deilunnar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að við höfum 3 valkosti. Liður eitt er mitt fyrsta val með fyrivara um að ég hef ekki öll gögn málsins.
1. Alþingi felli samningin og bjóðist til að hefja viðræður með nýju fólki. Í því felst óvissa um fjármögnun gjaldeyrissjóðs Seðlabankans og hætta er á frekara falli ISK til skamms tíma í það minnsta. Ríkistjórnin fellur að öllum líkindum með tilheyrandi stjórnarkreppu. Endurreisn bankana mun seinka. Það sem ég tel verst er að Seðlabankinn gæti lent í vandræðum með trúverðugleika sem gæti valdið einhverjum vandræðum til dæmis varðandi greiðslumiðlun.
2. Alþingi samþykki samninginn með fyrirvara um að hann fari í þjóðaratkvæðagreiðslu innan einhvers tíma og fáist samþykktur þar. Falli samningurinn þar er það lýðræði sem erfitt er að hrekja og eingin deilir við. Þannig fæst örugglega meiri samningsvilji af hendi Hollendinga og Breta.
3. Samþykkja samningin sem þýðir að hver fimmannafjölskilda í landinu tekur á sig fjárskuldbindingu að upphæð um það bil 7.000.000 til 15 ára (+/ 2.000.000). Þetta er ekki sú upphæð að meðalfjölskyldan í landinu standi ekki undir þessu. En þess ber að gæta að meðalfjölskyldan í landinu stofnaði ekki til þessarar skuldar.
Hvernig kemst ég að þessari niðurstöðu.
Bankar sem höfðu íslenska seðlabankann sem bakhjarl fóru að taka við innlánum í öðrum gjaldmiðli en ISK. Þetta var gert í skjóli laga EES sem Ísland er aðili að.Til að hægt sé að reka bankakerfi er nauðsinlegt að það hafi á öllum tíma allt að því ótakmarkaðan aðgang að öllu því fé sem í þeim liggur, annars er alltaf hætta á banka áhlaupi. Þetta er raunverulega ekki hægt að gera nema í gegnum heimildir til að prenta peninga, Því rekstur banka byggist á því að lána út helst alla peninga sem inn koma. Reglur EES um frjálst flæði fjármagns og þá kaflinn um innistæðutryggingar er tilraun til að koma á innistæðutryggingakerfi án þess að hafa seðlaprentunarvald á bak við það. Eða með öðrum orðum, tilraun til að gera bönkum kleift að taka við innlánum í öðrum myntum en heimamynnt bankans. Þegar íslensku bankarnir voru orðnir fast að tíföld þjóðarframleiðsla landsins, fóru menn að lesa aftur yfir þennan kafla um innistæðutryggingar. Árið 2007 lýstu svo Bretar áhyggjum sínum af ástandinu þar sem þeir efuðust um að ísland stæði undir skuldbindingum sínum. Íslensk ríkisendurskoðun hafði þá um árabil metið það svo að innistæðutryggingasjóðurinn væri ekki á ábyrgð ríkisins og áréttar það í otóber 2008 í endurskoðuðum ríkisreikningi. (Blaðsíða 9 og 57).
Nú eru allir íslensku bankarnir fallnir og þeir féllu vegna áhlaups á erlenda hluta innistæna þeirra sem innistæðutryggingakerfið réði ekki við. Þetta hefði getað komið fyrir öll minni löndin innan EES. Það er að segja ef bankar þar hefðu vaxið jafn mikið og þeir íslensku burt séð frá því hvort þeir væru vel eða illa reknir. Eftir á að hyggja hefði verið hægt að afstýra þessu innistæðutryggingamáli mjög auðveldlega. Til dæmis, hefðu þessar Evrópuþjóðir sem bankarnir störfuðu í gert gjaldeyrisskiptamninga á móti innistæðunum. Þá hefði íslenski seðlabankinn getað gefið út krónur fyrir áhlaupsupphæðinni og fengið þeim skipt í viðeigandi gjaldmiðil þegar við átti, Seðlabankar EU og Bretlands hefðu verið með fullt af krónum undir koddanum sínum á haustmánuðum 2008 og engin banki hefði fallið vegna áhlaups. Það skaut því vægast sagt skökku við um áramótin 2007-08 Þegar Ísenski seðlabankinn fór að leitaði eftir gjaldeyrisskiptasamningum við BNA. Það voru engir íslenskir bankar í BNA. Íslenska seðlabankanum vantaði fyrst og fremst skiptasammiga við seðlabanka Bretlands og Evruseðlabankann. í BNA sögðu menn auðvitað nei vegna þess að þeim kom málið ekki við, þar voru nefnilega engir íslenskir bankar.
En af hverju neituð evrópuþjóðirnar ísendingum um gjaldeyrisskiptasamninga? Það voru þeirra hagsmunir ekki síður en íslands að þessir bankar gætu í það minnsta greitt út innistæðurnar ef á þær yrði ráðist. Ef það var vegna þess að ísensku bankarnir fóru ekki að lögum þá þarf að rökstyðja það með dómi. Ég held það sé vegna þess að Björgvin G Sigurðsson og Alister Darling skildu ekki um hvað þeir voru að semja. Björgvin hélt að bankaáhlaup væru ekki vandamál 21. aldar og Darling virtist halda að ef íslendingar fengju gjaldeyrisskiptasamning fyrir innistæðum í pundum þá væri hann að gefa peninga.
Niðurlag.
Lög EES um innistæðutryggingarnar voru meingölluð. Það var ítrekað staðfest með úttektum og skýrslum á árunum fyrir hrun. Ótrúleg vanhæfni, skilningsleysi og sinnuleysi ísenskra og breskra stjórnmálamanna við að koma skikk á þessi mál í aðdraganda hrunsins, gerði það svo að verkum að ísenska bankakerfið hrundi í október 2008 vegna áhlaups á innistæður í ísensku bönkunum í evrum og breskum pundum. Ekkert í minni greiningu og skilning á þessu getur réttlætt að íslenskur almenningur beri meiri skaða af þessu en breskur eða hollenskur almenningur. Því tel ég að brotið sé á íslenskum almenningi með fyrirliggjandi samningi og að honum beri því að hafna.
Yfirlýsing Samtaka Fullveldissinna er samstíga þessu
![]() |
Seðlabanki sniðgenginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.7.2009 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.6.2009 | 10:38
Þetta var óþarfi.
Þegar sigla þarf um skerjagarð er nauðsynlegt að hafa einn mann eða konu við stýrið sem ratar og skilur hegðun sjávar. Nú er Þjóðarskútan í höndum Steingríms og Jóhönnu sem skilja ekki hvernig íslenska hagkerfið bregst við inngripum og virðast ekki hlusta á þá einstaklinga í stjórnaflokkunum sem eru með á nótunum eins og Lilju Mósesdóttir og fl.
Það eina sem mátti alls ekki gera í ástandinu var að hækka neysluskatta en það var eiginlega það eina sem var gert og nú er bara stóra strandið framundan.
![]() |
Verðbólga eykst á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 14:06
Orðlaus ???????????
Annað hvort eru samningamenn okkar í icesave deilunni fávitar eða föðurlandssvikara, nema þá að Tryggvi Þór sé að misskilja þetta.
![]() |
Icesave kostar minnst 300 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.7.2014 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2009 | 16:51
ÆÆ
Við erum í vondum málum með foringja sem skilur ekki hugtakið peningar.
![]() |
Niðurfelling þýðir kollsteypu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2009 | 23:29
Hvernig á að loka fjárlagagati 101
Nú er sagt að loka þurfi gati í fjárlögum, þetta gat er nokkuð stórt ef miðað er við síðari ár hér á íslandi en ef litið er til ríkustu þjóðar í heimi bandaríkja-norður-ameríku þá er það bar smámunir. Það má alveg færa gild rök fyrir að hallarekstur á ríkisjóð nú sé til góðs fyrir íslenska hagkerfið. Atvinnuleysi er alltaf fyllilega gild ástæða fyrir hallarekstri. Það er nefnilega ekkert jafn vitlaust og að hafa vinnufúsar hendur sem vilja búa til verðmæti heima bara til að veikja ekki gjaldmiðillinn. Raunveruleg verðmætin eru jú fólgin í þeim efnislegu hlutum sem mennirnir sýsla við en ekki í seðlunum og mynt og upphaflega var seðillinn gefin út til að miðla vinnuafli og raunverðmætum. Það má líkja þessu við að loka heilu kvikmyndahúsi vegna þess að vélin sem prentar bíómiðanna bilar. Ef það er hægt að minka atvinuleysi með seðlaprentun þá á hiklaust að gera það því verðmætin eru fólgin í vinnunni sjálfri en ekki verðmiðanum sem settur er á hana. Dælum nýjum krónum í nýsköpunarfyrirtækin, skólana og mannaflsfrekar framkvæmdir í stað þess að hafa áhyggjur af því hvort krónan falli í verði á næstu árum, komum atvinulífinu af stað núna með þeim hallarekstri sem til þarf og gefum IMF lagt nef. Það er bara svo að það stækkar fjárlagagatið að hrekja fólk úr landi eða út af heimilum sínum með skattahækunum en þessar aðgerðir ríkisins eru eingöngu til þess fallnar. Fólk sem hefur vinnu lokar hinsvegar götum í fjárlögum.
![]() |
Allt tekið með í reikninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)