Færsluflokkur: Bloggar
9.2.2009 | 21:37
Snillingar ?
Hagfræðingar virðast vera mjög vitrir í allri umfjöllun um efnahagsmál og alveg sérstaklega eftir að allt fór á hliðina í heiminum.
![]() |
Vítahringur í peningamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2009 | 10:23
Lesa reglurnar, það hjálpar !
Vandi Ríkistjórnarinnar er fyrst og fremst sá að hún veit sem er að fyrirhugaðar skipulagsbreytingar fara sennilega ekki í gegn um þingið og þá sitja bankastjórarnir bara áfram. Ennfremur virðist vanta á að Davíð burt sinnar hafi lesið sig til um gildandi reglur varðandi bankann. Lög þau og reglur sem sett eru til að tryggja sjálfstæði seðlabankans virðast samt sem áður ekki vera að virka sem skildi og er afsögn Ingimundar til vitnis um það, þar sem hann lætur undan pólitískum þrístingi. Regluverk bankans gerir hinsvegar ráð fyrir að hægt sé að reka bankastjóranna en bankaráð seðlabankans þarf bara að hafa frumkvæðið af því, hafi þeir ekki brotið af sér. Ef það vill ekki reka þá verður ráðherra að bíta í það súra að nota þá sem vilja sitja. Nú ef hún sætir sig ekki við það og beitir pólitískum þrístingi þá er hún kominn í pólitískar hreinsanir eins og nú virðist vera orðin staðreynd sem ekki er gott sérstaklega hvað varðar fyrrbæri eins og seðlabanka það er svona næsti bær við dómara mundi ég halda. Þó vil ég benda á að Davíð Oddsson var kominn á grátt svæði hvað varðar brot á þagnarskildu í frægu kastljósviðtali en það er eins og það hafi farið framhjá þeim sem vilja hann burtu úr bankanum sem ég tel til vitnis um lítinn faglegan metnað og fljótfærni þeirra sem að því standa.
50. gr um uppsagnir bankastjóra seðlabankans hljóðar svo :
Að fengnu áliti bankaráðs getur ráðherra vikið bankastjóra úr starfi. Í uppsagnarbréfi skal tilgreina ástæður uppsagnar. Bankastjóri skal eiga rétt á fullum launum í eitt til þrjú ár, þó aldrei lengur en til loka ráðningartíma, og eftirlaunum skv. nánari ákvörðun bankaráðs. Segi bankastjóri upp starfi áður en ráðningartíma hans er lokið, skal hann njóta fastra launa í allt að tólf mánuði og eftirlauna skv. ákvörðun bankaráðs.Hafi bankastjóri brotið af sér í starfi, getur ráðherra vikið honum úr starfi fyrirvaralaust án launa.
63. gr. um Þagnarskildu hljóðar svo:
Bankaráðsmenn, bankastjórar og allir starfsmenn bankans eru bundnir þagnarskyldu um allt það, er varðar hagi viðskiptaaðila bankans, málefni bankans sjálfs svo og um önnur atriði, sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara skv. lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli málsins, nema dómari úrskurði, að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu, eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Skulu ofangreindir aðilar undirrita heit um að virða þagnarskylduna og að þeir muni gegna störfum sínum fyrir bankann með árvekni og samviskusemi.Þagnarskyldan helst þótt látið sé of starfi.Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga gagnkvæm upplýsingaskipti við banka og opinberar stofnanir erlendis, er varða athugun eða mat á fjárhagslegu öryggi innlánsstofnana, opinberra aðila og þeirra aðila annarra, sem bankinn hefur eftirlit með skv. lögum. Komi upp ágreiningur vegna ákvæða þessarar greinar sker ráðherra úr.
![]() |
Ingimundur baðst lausnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2009 | 23:05
Stjórnmálamaður sem talar af viti um efnahagsmál !

![]() |
Olían útilokar ekki samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2009 | 10:00
Banki í öndunarvél
Efnahagsreikningur Danske bank mun vera um það bil 6 x stærri en kaupþings sáluga. Þeir peningar sem bankinn hefur fengið frá danska ríkinu eru hlutfaslega svipuð upphæð og það sem Sigurður Einarsson taldi að dygð Kaupþingi til að fljóta. Áhyggjuefni þeirra hjá Danske Bank hlýtur þó fyrst og fremst að vera að útlánaeign hefur stóraukist á árinu, og efnahagsreikningurinn gerir ráð fyrir að allar þær eignir séu í lagi. Það eitt ætti að duga til að vald áhlaupi á bankann ef einhver danskur fréttamaður hefði kjark til að útskýra hvað þetta þýðir í dönskum fjölmiðli á dönsku.
![]() |
Afkoma Danske Bank verri en ætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 19:14
Hópur af seðlabankastjórum ?
Seðlabankastjórn hefur mikið vald sem gerir kröfu til handhafa þess valds að þeir skilji hvaða áhrif það hefur að auka eða takmarka framboð á lánsfé í hagkerfinu og setur því gríðarlega mikla ábyrgð á hendur þeim sem með þetta vald fara. Mistök við skipan stjórnenda seðlabanka geta þannig kollvarpað efnahag þjóðar á nokkrum misserum. Erfitt er að ráða eða skipa í þessar stöður, til dæmis ef litið er til þess að minnihluti alþingismanna á íslandi skilja til hlítar hlutverk og mikilvægi þess í afkomu þjóðarinnar. Enn fremur má benda á að óðaverðbólga og efnahagsleg hrun þjóða má mjög oft tengja beint við skipan óhæfra manna til að stýra seðlabönkum. Á íslandi hefur verið tekið á þessu til dæmis með skipan þriggja seðlabankastjóra.
Þessar breytingar fela í raun í sér að til verður hópur bankastjóra sem fara með vald þeirra þriggja sem nú starfa, svokallað peningastefnuráð og þá verður kominn einn" óþarfur " bankastjóri til að skrifa undir, hann verður því að líkindum með neitunarvald sem getur gert Seðlabankann óstarfhæfan ?
Þetta gæti því alveg verið óþörf og jafnvel beinlínis hættuleg aðgerð. því ætla ég hér að taka undir með fráfarandi forsætisráðherra, það er aldrei gott að láta stjórnast af hatri.
![]() |
Einn Seðlabankastjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2009 | 10:09
Óþolinmóðir krakkar að fá nammi
Þetta er eins og krakkaormur sem hangir organdi í pilsfaldi mömmu sinnar þangað til hún loksins gefst upp stingur sleikjó upp í orminn, jafnvel þó hún viti að hann hafi ekki gott af því.
Raddir Harðar og hjarðar eru í sigurvímu. Slæmu fréttirnar fyrir þau eru hinsvegar þær að eftir sem áður fara fram kosningar á næstu misserum og atkvæði hjarðarinnar hafa nákvæmlega jafn mikið vægi þá og þau höfðu fyrir búsáhaldabyltinguna.
![]() |
Sigurhátíð Radda fólksins á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 12:43
Til hvers er gjaldmiðill í hagkerfi nútíma þjóðar.
Til hvers er gjaldmiðill í hagkerfi nútíma þjóðar.
Það er fyrst og fremst vegna þess að hægt er að búa til verðmæti í hagkerfinu með hagvexti innan hagkerfisins. Þetta þýðir að fræðilega getur Þjóðarauður vaxið jafnvel þó engin viðskipti séu við umheiminn þetta er gert með því að gefa út skuldaviðurkenningar eða peninga gegn traustum veðum í einhverju því sem þegnar hagkerfisins sýsla við. Í nútíma hagkerfum er því ekkert á bak við gjaldmiðilinn annað yfirlýsing eigandans um að hann sé einhvers virði, ólíkt því sem var á öndverðri síðustu öld þegar seðlar voru ávísanir gull eða aðra verðmæta málma. Nú hefur þessi gulltrygging verið sleginn undan öllum gjaldmiðlum heimsins og þannig kollvarpað hegðun hagkerfanna og eigendur gjaldmiðils geta nú gefið hann út eftir því sem þurfa þykir. Þar sem hagkerfi án tryggingar gjaldmiðils eru tiltölulega ný og í mótun er kannski eðlilegt að eitt og annað misfarist eins og alheimskreppan nú og fleira, en þegar á heildina er litið held ég að engin þjóð hafi efni á að vera ekki með.
Til að útskýra þessi nýju hagkerfi á einfaldan hátt má segja að ef útgefin gjaldmiðill í hagkerfinu er 100 einingar (bæði peningar og verðbréf hverskonar) þá er þjóðarauðurinn 100 . Ef fólkinu fjölgar um helming má gera ráð fyrir að hagkerfið stækki um að minnstakosti sem því nemur, það þýðir að til að gjaldmiðillinn verði ekki tvöfalt verðmeiri þarf að gefa út 100 einingar í víðbót. Þetta er einfalt með eigin gjaldmiðli, einfaldlega prenta fleiri seðla og gefa út skuldaviðurkenningar sem því nemur enda eru traust veð fólgin í manauðnum. En það er ekki hægt með gulltryggðan eða annarra þjóða gjaldmiðil, þá verður að reka þjóðarskútuna með jákvæðum viðskiptahalla við útlönd eða erlendri skuldasöfnun. Vandamálið við að gefa út eigin gjaldmiðil er að það verður að vera einhver raunveruleg verðmætasköpun í hagkerfinu á bak við hana, en mönnum hættir til að gefa út of mikið sem veldur óhóflegri verðbólgu og stjórnmálamenn hafa oft mikið vald yfir því hvert þessir peningar fara sem veldur vantrausti. Engu að síður er ljóst að ef þetta vopn er slegið úr höndum þjóðar hlýtur hún að standa verulega höllum fæti með tilliti til stækkunar hagkerfisins og hagsældar til framtíðar.
Hverjir eru kostir eigin gjaldmiðils:
Hægt er að búa til verðmæti með hagvexti innan hagkerfisins. Til dæmis getur ákveðin hluti launaveltu í landinu verið settur í sjóði, Þessir sjóðir geta stækkað án erlendrar skuldasöfnunar jafnvel þó vöruskipti við útlönd séu neikvæð. Að því gefnu að gjaldmiðillinn hafi eitthvað virði í milliríkjaviðskiptum er hægt að breyta þessum sjóðum að hluta í erlendan gjaldeyri eða bréf sem tryggir þá sjóðina fyrir gengisáhættu. Í raun hafa ísensku lífeyrissjóðirnir orðið til með þessum hætti sem einfalt er að rökstyðja með því að benda á að þjóðarauður að meðtöldum lífeyrisjóðum hefur vaxið mikið á síðustu öld þrátt fyrir viðvarandi neikvæðan viðskiptahalla.
Hægt er að rýra eða styrkja virði gjaldmiðilsins með því að stýra framboði af lánsfé í hagkerfinu, þannig er hægt að tryggja að atvinnuvegirnir séu samkeppnishæfir á alþjóða markaði og stuðla þá að minna atvinnuleysi. Almennt hefur verið talið að útgáfa gjaldmiðils sé hluti af sjálfstæði þjóðar, enda er það mikilvægasta hagstjórnartækið. i því samhengi má nefna að Seðlabankar evrulandanna hafa svigrúm til útgáfu skuldaviðurkenninga eftir reglum sambandsins sem lúta helst að tryggð þeirra veða sem að baki útgáfunni liggja, ég játa hinsvegar að ég skil þau mál ekki til hlítar þó ég haf reynt það kynna mér þau mál.
Hverjir eru gallar eigin gjaldmiðils:
Gjaldmiðilsútgáfa gerir þá kröfu til handhafa þess valds að þeir skilji hvaða áhrif það hefur að auka eða takmarka framboð á fé í hagkerfinu og setur því gríðarlega mikla ábyrgð á hendur þeim sem með þetta vald fara. Mistök við skipan stjórnenda seðlabanka geta þannig kollvarpað efnahag þjóðar á nokkrum misserum. Erfitt er að ráða eða skipa í þessar stöður, til dæmis ef litið er til þess að minnihluti alþingismanna á íslandi skilja til hlítar hlutverk og mikilvægi gjaldmiðilsútgáfu í afkomu þjóðarinnar. Enn fremur má benda á að óðaverðbólga og efnahagsleg hrun þjóða má mjög oft tengja beint við skipan óhæfra manna til að stýra gjaldmiðilsútgáfu. Á íslandi hefur verið tekið á þessu til dæmis með skipan þriggja seðlabankastjóra.
Í aljóðaviðskiptum eru gerðar miklar kröfur um að gjaldmiðlar séu skiptanlegir. Því er gjaldmiðill hagkerfis sem að upplagi er minna en efnahagsreikningur fyrirtækja á hinum aljóðlega markaði í raun ekki nothæfur á þeim markaði án einhverra takmarkanna. Þetta er eitthvað sem við íslendingar hljótum að þurfa að taka á í framtíðinni ef við ætlum að vera áfram með okkar eigin gjaldmiðil utan myntbandalaga.
Ríkasta þjóð í heimi?
Ísland var einhver ríkasta þjóð í heimi fyrri bankahrunið. Í dag er staðan óljós en sennileg höfum við fallið eitthvað niður listann að sinni. En það er alveg ljóst að Ísland hefði aldrei getað vaxið úr örbyggð á 50 eða 60 árum með ónýtan gjaldmiðil svo ekki sé talað um annarra þjóða gjaldmiðil, miklu heldur var það krónan sem átti stóran þátt í því að það var hægt. Það er því ekki ólíklegt að okkar hagkvæmasti kostur í fyrirséðri framtíð sé eftir sem áður krónan jafnvel þó það kosti gjaldeyrishöft, háa vexti og miklar sveiflur í gengi hennar. Í þessu ljósi held ég að rétt sé að menn fari sér hægt, reyni að mynda sér heilstæða skoðun á málinu og fjalla svo um skoðanir sínar án þess að tala krónuna niður um leið, því það eitt hefur jú áhrif á verðmæti hennar og ekki er víst að hún sé að fara í bráð.
Höfundur er vélfræðingur sem hefur rekið eigi fyrirtæki í vélahönnun um 20 ára skeið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 08:59
Bjóða gull og græna skóga
Það verður gaman að fylgjast með hvað EU er tilbúið að teygja sig langt í að ná íslandi í netið. Nú þegar ljóst er að almannrómur hér virðist vera að snúast gegn sambandinu koma þeir með tilboð um flýtimeðferð og forgang á ísland og ég fæ ekki betur séð en að Olli Rehn sem sér um stækkunarmál sambandsins sé farinn að bjóða pening samkvæmt þessari frétt af vísi.
![]() |
Fengjum forgang inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2009 | 12:32
Bráðabyrðaríkisstjórn.
Það getur bara ekki verið mikill vandi að setja saman ríkistjón sem ekki á að sitja nema í tvo mánuði. Hvað þykjast menn ætla að gera á tveimur mánuðum með málefnasamninga, þetta er bara tímaeyðsla. Þessi fárálega valdalausa bráðabyrðaríkisstjórn þarf bara að komast á koppinn strax og halda áfram þar sem frá var horfið með aðgerðaáætlun þá sem var í gangi. Það hefur eingin ríkistjórn umboð kjósenda til að gera neinar rótækar breytingar fyrr en eftir kosningar. Ef þessi ríkistjórn ætlar að fara í breytingar á seðlabankanum núna til tveggja mánaða þá er þetta fólk ekki með fullu viti. Það er mál sem þau ættu að far með í komandi kosningar.
![]() |
Næstu skref í stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 11:44
Klúður dauðans
Mótmælendur sem eru 1 til 2% þjóðarinnar er nú að kosta okkur hærri stýrivexti í viðbót við eignaspjöllin og þessa fárálegu valdalausu bráðabyrðaríkisstjórn. Þetta er orðið klúður dauðans og komið fast að bankaútrásinni í mesta klúðri aldarinnar. Hvernig í veröldinni geta mótmæli örfárra heimskingja komið lýðræðisríkinu íslandi í svona tilgangslausa stjórnarkreppu sem kostar þjóðina hundruð ef ekki þúsundir miljóna.
![]() |
Vildu lækka vexti en ekki IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)