Færsluflokkur: Bloggar

Hálfsagðar fréttir verða stundum bara vitlausar fréttir

Samkvæmt vef umferðastofu hefur banaslysum fækkað 50% á milli ára en sama er hinsvegar ekki að segja um alvarlega slasaða í umferðinni þeir vor orðnir fleiri á fyrstu 10 mánuðum ársins 2007 en  allt árið 2006 sem þýðir að minnsta kosti 20% aukningu. Þetta er algert lykilatriði hvað varðar umferðaröryggi og með ólíkindum að menn skuli skrifa svona frétt án þess að minnast á þetta. Hálfsagðar fréttir verða stundum bara vitlausar fréttir eins og þetta dæmi sýnir. Svona fréttamennska er ekki til fyrirmyndar.

http://www.us.is/id/4438 


mbl.is 15 létust í umferðarslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir af einkavæðingu.

Svandís Svavarsdóttir tjáir sig í fréttablaðinu í dag um framvindu málefna Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga. Þar Kemur fram að starfshópur um einkavæðingu OR vilji að stjórnsýslulög gildi um fyrirtækið. Öll fyrirtæki í almannaeigu ættu að sjálfsögðu að lúta stjórnsýslulögum. Það sem gerst hefur undan farin ár í einkavæðingu ríkisfyrirtækja er að ríkisfyrirtækjum er breytt í hlutafélög með einu pennastrik og almen lög um hlutafélög látin gilda um alla umsýslu í fyrirtækjunum. Ríkistarfsmenn með lítinn persónulegan metnað og ekkert vit á bisnes standa þá allt í einu með buxurnar á hælunum í miðri ljónagryfju þar sem alvöru kaupahéðnar ráða lögum og lofum. Það er alls ekki hægt að ætlast til þess að þeir ráði við ástandið. Þessir fyrrum ríkisstarfsmenn eru þá ekki að sýsla með eigin fé heldur almannafé en þeir hafa samt allt það frjálsræði sem felst í einkavæðingunni og geta þá í lagalegum skilningi selt og fjárfest fyrir almannafé eins og um einkaeign væri að ræða. Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá að þetta gengur ekki, eða hvað? Þegar Ríkisbankarnir voru einkavæddir urðu margir ríkir og margir miklu ríkari en hinir en ég veit ekki til að það hafi leitt til þess að einhverjir hafi orðið fátækari ekki nema þá í samanburði við þá sem urðu rosa ríkir. Ég spyr er það vont? Hin seinni ár hefur efnahagur landsins blásið út og það er án efa að stórum hluta í kjölfar þess að sumir fengu fullt af peningum til að gera eitthvað. Ég held alla veganna að hefði þetta ekki verið gert væri efnahagur landsins ekki jafn góður og raun ber vitni. Þá er stóra spurningin ekki hvort stjórnsýslulög eigi að gilda um öll fyrirtæki í almannaeigu heldur miklu fremur hvor einkavæðingarferlið virkar ef það er gert. Ég held það ætti ekki að vera nein fyrirstaða við einkavæðingu ríkisfyrirtækja að eignarhlutur ríkisins verði alltaf látin lúta stjórnsýslulögum. Hitt er aftur annað mál að ég er ekki jafn viss um að sé það gert verði ferlið jafn fjárhagslega farsælt og áður.


Góður eða vondur stjórmálamaður

Fátækt eða ekki fátækt hefur lítið að gera með norrænu eða íslensku leiðina eins og Hannes heldur fram. Í samfélögum sem eiga endalausa peninga er þetta bara spurning um ákvörðun stjórnvalda hverju sinni, og hefur ekkert að gera með hvort stjórnvöldin hallast til hægri eða vinstri.Það má hinsvegar telja líklegt að samfélög sem hallast til hægri í lengri tíma séu líklegri til að eiga endalausa peninga. Mér finnst fjarstæðukennt að halda því fram að íslenskir hægrimenn séu með fallegra hjarta en aðrir hægrimenn eins og Hannes virðist vilja meina, en það er eftir ýmsu öðru sem frá honum hefur komið.
mbl.is Næstminnsta fátæktin í Evrópu er á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýt gögn.

Þetta er mæling á seldu alkahóli og hefur ekkert að gera með hvað íslendingar drekka mikið eða lítið. 1980 var bruggaður bjór eða landi á öllum bæjum og annar hver fraktari var fullur að sprútti. Af þessu leiðir að að það er útilokað komast að því hvað ísendingar drukku raunverulega mikið árið 1980. Þeir sem eyðia sínum tíma í úrvinnslu á ónýtum gögnum vinna meira ógagn en gagn.


mbl.is Áfengisdrykkja jókst mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sælla er að gefa en þiggja en sjaldan launar kálfurinn ofeldið

Sælla er að gefa en þiggja en sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Ég skora á íslendinga að gefa minni og ódírari gjafir í ár en í firra. Þeir sem eiga afgang ættu að gefa mismuninn til góðgerðamála, hér innanlands sem utan. það eru gjafir sem sælt er að gefa.

Gleðielg jól


mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40 ár er langur tími.

40 ár er langur tími, jafnvel þó ekkert sé athugavert við skipulagið í smárahverfinu má telja öruggt að það verður búið að rífa og breyta húsum og skipulagi þar um miðja þessa öld. Gunnar Birgisson og Oddur Víðisson Þurfa hinsvegar ekki að hafa áhyggjur af því, og furðulegt að fullorðnir menn skuli finna einhverja þörf til tjá sig um svona hluti. Annar gerist spámaður um óumflanlega hluti og hinn reynir að mótmæla, að því virðist til þess eins að mótmæla.
mbl.is Bæjarstjóri í Kópavogi furðar sig á ummælum um Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir mega selja löglegt dóp?

Fyrir bráðum 30 árum síðan, þegar ég var ekki kominn með aldur til að fara í ríkið lenti ég og nokkrir félagar mínir á líku reki og ég í því að að fá engan til að fara í ríkið á föstudegi. Um kvöldið var ég svo mættur í partí í gömlu húsi kópavoginum með vínlausu vinunum sem ekki þótti gott í þá daga. Þá ber svo við að einn félaginn var með "betri" sambönd en við hinir sá fræddi okkur á því að það væri sko ekkert mál að verða skakkur þó maður fengi ekki  víni í ríkinu;  og nú hófst sko kennslustund í meðferð minna hefðbundinna vímuefna. Hann var með eitthvað efni vafið inn í álpappír sem hann brytjaði niður og tróð í pípu. Svo var pípan látinn ganga. Ég spurði hvort þetta væri ekki hættuleg og ofsalega vanabindandi. Vinurinn sagði mér að ég skildi sko ekki hafa áhyggjur af því, þeir sem verða fíklar eru fæddir fíklar, sagði hann, það er bara spurning um á hverju þeir byrja.  Ég man að meirihluti viðstaddra tók við pípunni.

 Tveir úr mínum kunningjahóp fóru aðra leið en við hinir, leið fíkilsins. annar þeirra er látinn en hinn var edrú síðast þegar ég vissi og starfaði við endurhæfingu óvirkra fíkla, sá sami og fræddi okkur um árið á því að fíklar væru fæddir fíklar. Ég skal ekki seigja hvor þetta er sannleikurinn um fíkla en eitthvað er samt til í þessu. Minn reynsluheimur er allavega á þá vegu að takmarkað aðgengi að löglegum fíkniefnum er ekki til þess fallið að minka vanda fíklanna, það kann að vera að áfengisvandinn minki. en vandi fíkilsins er ekki takmarkaður við áfengi. Til að ná árangri er mikilvægt að reyna að sjá alla myndina og eyða ekki tíma og peningum í fánýta hluti, eins og að karpa um hverjir megi selja löglegt dóp.

Eini munurinn á íslenskri fyllibyttu og danskri fyllibyttu er sá að íslenska fyllibyttan er gjaldþrota.


mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotveiðimenn á afréttum

Ég veit ekki til þess að skógrækt ríkisins geti bannað skotveiði á afréttum hvort sem þeir þykist hafa umsjón með skógum á þeim eða ekki. Skotveiðimenn eru hinsvegar óþolandi alstaðar hvort sem um er að ræða skóglendi eða ekki. Persónuleg finnst mér betra að hafa skotveiðimenn inn í skógum því þá eru þeir minna fyrir mér.
mbl.is Skjóta í skógum þrátt fyrir bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónaskapur

Heimska manna tekur á sig ýmsar myndir. Til hvers er verið að ræða og rannsaka eins augljósan hlut og þetta.  Ef stórflóða hætta eykst ekki með auknu vatnsmagni ofan byggða við þjórsá, má þá ekki eins seigja að fjöldi leikmanna í fótboltaliði skipti ekki máli. Það er bara dónaskapur að bera svona þvælu borð fyrir íbúa þessara byggða.


mbl.is Íbúum við Þjórsá getur stafað hætta af stórflóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsök vandans er augljós.

Ef atvinnurekendur sjá sér hag í að ráða ómentað starfsfólk frekar en menntað til að sinna verkum í byggingavinnu þá ætti öllum hugsandi mönnum að vera ljóst að starfið krefst ekki þeirrar menntunar sem krafist er af stéttarfélögum. Ég spyr? Hver eru réttindi hinna ófaglærðu sem eru full færir um að vinna þessi störf. Af hverju er verklýðsforustan ekki að sinna þeirra málum. Menntun er alltaf af hinu góða en hún má ekki vera baggi á atvinnulífinu. Menntun eða mentaðir enstaklingar eiga að vera lyftistöng fyrir atvinnulífið og atvinnurekendur eiga sjá sér hag í að ráða fagaðila ef svo er ekki þá er viðkomandi menntun annað hvort óþörf eða ekki nógu góð. Svona einfalt er það nú.
mbl.is Kjaramálaráðstefna Samiðnar mótmælir siðleysi atvinnurekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband