Færsluflokkur: Bloggar
9.10.2007 | 16:35
Fræg kona eða fræg listakona ?
Ono er fræg fyrir að vera fyrrum kona og nú ekkja Lenons. Hún er líka talsvert fræg fyrir að hafa eyðilagt Bítlana. Annað hefur þessi ágæta kona nú ekki unnið sér til frægðar. Eins og sölumaður listar eftir hana komst að orði þá er hún frægast óþekkta listakona í heimi. Ljós sem lýsir upp í loftið verður ekki listaverk við það eitt að Ono borgi smíðina á því.
![]() |
Yoko Ono: Vonast til að börn finni huggun í ljósinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 10:41
Gróðurskemmdir og utanvegaakstur er ekki alveg það sama.
Þarna sýnist mér að gæti verið komið mál sem raunverulega snýst um gróðurskemmdir af völdum utanvegaaksturs.Það hefur ekki verið erfitt að sækja slík mál, og margir dómar fallið í slíku hérlendis. Það hefur hinsvegar verið vandamál að sækja mál þar sem um er að ræða utanvegaakstur þar sem engar skemmdir eiga sér stað, oft eru það líka mál sem upp koma vegna skilgreiningar á hvað er slóð eða vegur sem má aka og hvað ekki, sem gengur illa að sakfella fyrir.
Hvað vatn á Arnarvatnsheiði er fallegt ? vötnunum þar má eiginleg lýsa í einni setningu sem grunnum drullupollum hálfgróinni jökulurð. Mér finnst þau alla veganna á heildina litið ljótust íslenskra vatna. Ég get bara ómögulega komið fyrir mig hvaða vatn þetta gætti verið sem á að vera svona fallegt þarna. En það breytir því ekki það má alveg taka hart á þessum skríl sem er að valda skemmdum í grónu landi með leikaraskap.
![]() |
Apakettir á vélhjólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.9.2007 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2007 | 09:45
Voru landnámsmenn fávitar ?
Ég tel að uppblástur lands vegna ofbeitar sé ekki og hafi sennilega aldrei verið raunverulegt vandamál á íslandi. Gróðurþekjan hefur hinsvegar alltaf hreifst mikið með sveiflum í veðurfari. Þegar frost á auða jörð fara saman við mikla vinda, blása oft upp gríðarleg landflæmi á stuttum tíma. burt séð frá því hvort þessi lönd eru beitt eða ekki.. Mér finnst vægast sagt orðið fárálegt að nútíma "vísindamenn" skuli alltaf gera ráð fyrir að forfeður þeirra hafi verið fávitar og svo heimskir að slátra alltaf bestu mjólkurkúnum. Forfeðurnir eiga að hafa ofbeitt landið þannig að það blés burtu undan þeim. svo hjuggu þeir allan skóginn og brenndu honum að gamni sínu. Nei, bændur eru ekki og hafa aldrei verið svona heimskir. Mennirnir sem námu ísland voru ekki fávitar, ekki frekar en bændur þessa lands í dag.
![]() |
Búfjárbeit getur orsakað uppblástur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2007 | 12:48
Umhverfissóðar.
Öll mengun frá umferð er línulega háð þyngd þeirra farartækja sem umferðinni valda. Með því heimskara sem ég hef heyrt koma frá stjórnmálamanni er þegar fyrrum umhverfisráðherra sagði í viðtali að hún æki um á 2.2 tonna díseljeppa af því hann væri svo umhverfisvæn. en það lýsir ef til vill best hvað vandamálið er stórt.
Vandamálið sem ég sé í þessu er fyrst og fremst að faratækin sem notuð eru eru alltaf að þyngjast, fólk hefur svo mikla peninga á milli handann að það skiptir það litlu mál hvor bíllin sem það ekur eyðir 5 eða 30 lítum á hundraðið þetta stórleg minkar líka öryggi í umferðinni því samkvæmt lögmáli Newtons þá er eyðileggingarmátturinn í beinu hlutfalli við massann. (þarna fylgist að rykmengunin, tjónið við árekstur og útblástursmengun) Tilraunir bílaframleiðenda til að samfæra neytendur um annað hafa samt borið þann árangur að fólk telur almennt að þungur bíll sé öruggari en léttur þrátt fyrir að rannsóknir og hyggjuvit verkfræðinga hafi ítrekað sannað að svo sé ekki nema síður sé. Nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum sína að þeir sem aka á SUV eða jepplingum séu mun líklegri til að látast í umferðarslysi en þeir sem aka fólksbílum undir 1700 kg. Mér finnst þetta reyndar alveg augljóst og óþarfi að rannsaka augljósa hluti.
Til að sporna við þessari þróun legg ég til að hámarkshraði allra farartækja sem eru þyngri en 2000 kg að leifðri heildarþyngd (er nú 3500kg) verði lækkaður niður í 80 km og gefin út sérstök númer fyrir þau. og ekki leifa neinar undanþágur. Megin gallinn við þessa hugmynd sá að þeir sem taka ákvörðun um þetta aka flest allir á bílum sem færu niður í hámarkshraða og eru þeir því líklegir til að telja það brot á sínum mannréttindum að fá ekki að aka á eins stórum bíl og þeim sýnist.
![]() |
Einn Land Rover selst á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 18:30
Bláber eru góð
Þessir hríslupotarar sem eru búnir að eyðileggja berjalöndin upp í heiðmörk með því að pota útlendum hríslum alstaðar ættu að skammast sín. Það ætti að gera þá kröfu á skógræktendur þarna að þeir setji niður íslenst berjalyng og fjarlægi sem mest af þessum hríslum.
![]() |
Óska upplýsinga um eignarhald á horfnum trjám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 11:27
Gamli Framsóknarskólinn
Þessi skóli sem áður hét Samvinnuskólinn á Bifröst þar sem kenndar voru kenningar Samvinnuhreyfingarinnar, þar sem lífið átti að vera Kaupfélagið ? Þetta er nú orðið að vinsælasta bísnes skóla landsins, þar sem landsbyggðarbörn gamalla framsóknarmann læra nú um þá villu sem foreldrar þeirra lifðu í. Þetta finnst mér vera hin endanleg niðurlæging framsóknarflokksins.
![]() |
Metaðsókn að Háskólanum á Bifröst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 10:49
Hvað þarf til að svona gerist.
Ég spyr bara hvað gæti fengið mig til að troða röri upp í þvagrás drukkinnar eða ódrukkina konu gegn vilja hennar. Ég mynd alla veganna aldrei framkvæma slíkan verknað jafnvel þó stöðuhækkun væri í boði.
Mín réttlætiskennd seigir mér að svona gerist ekki nema þar sem vondir og /eða illa gefnir menn eða konur eru saman komin. Til að atvik sem þetta geti orðið þarf meira en lagaheimild. Það þarf líka einbeitan vilja og illt innræti. Þeir sem að þessu standa taka sjálfir ákvörðun um að framkvæma þessa aðgerð hvað sem reglum, hefðum eða lögum líður. Það kann auðvita að vera að fyrirlitning þessara lögreglumanna á fólki sem ekur undir áhrifum áfengis sé svona mikil að það reki þá til slíkra óhæfu verka en slíkt er þá merki um persónulekabresti og ljóst að þeir eða þær eru ekki starfi sínu vaxsin. Það er svo annað stærra vandamál hvað erfitt er að fá hæfileikaríkt fólk til að vinna þessi störf.
![]() |
Valdbeitingin var fullkomlega óþörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.8.2007 | 12:40
Fyrst þarf að tvöfalda vegi síðan má búa til hraðbraut.
Það er mikilvægt að vegagerðin og þeir sem að umbótum á hringveginum koma átti sig á því að það þarf að tvöfalda vegina fyrst áður en þeir eru gerðir að hraðbrautum. Það verður nú þegar að hefjast handa við að leggja annan hringveg við hliðina á hinum því mjög víða er hann alveg samsvarandi Reykjavík-Selfoss bara minni umferð.
Þessi slys öll sem orðið hafa á Suðurlandsveginum örsakast af því fyrst og fremst að búið er að gera hraðbraut austur fyrir Hvolsvöll með þeirri undantekningu að hraðbrautir eru ekki með umferð í báðar áttir á sama veginum. Það sem við höfum verið að gera vitlaust er að eyða miklum peningum í að gera hringvegin beinan og sléttan þegar allt sem þurfti var annar hlykkjóttur vegur við hliðina á hinum sem ekki þyrfti að kosta neitt meira en ótímabær hraðbrautauppbygging á hinum. Öryggi vega virðist minka eftir því sem þeir eru sléttari og beinni. Það kann að hljóma öfursnúið en slysaransóknir bæði frá evrópu og bandaríkjunum staðfesta þetta.
![]() |
Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 16:50
Þetta er málinu óviðkomandi.
![]() |
Segir fjármögnun Grímseyjarferju innan fjárreiðuheimilda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 16:00
6 konur og 3 karlar ??
Nýskipað jafnréttisráð samanstendur af 6 konum og 3 kölum. Byrjar vel hjá þeim.???
![]() |
Nýtt jafnréttisráð skipað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)