Þetta blessaða fólk virðist ekki hafa minnsta grun um hvað fiat peningar eru.

Til að útskýra hegðun fiat peninga í nútíma hagkerfi á einfaldan hátt má segja að ef útgefin gjaldmiðill í einhverju tilteknu hagkerfi er 100 einingar  (bæði peningar og verðbréf hverskonar) þá er þjóðarauðurinn 100 . Ef fólkinu fjölgar um helming má gera ráð fyrir að hagkerfið stækki um að minnsta kosti sem því nemur, það þýðir að til að gjaldmiðillinn verði ekki tvöfalt verðmeiri þarf að gefa út 100 einingar í víðbót. Þetta er einfalt með eigin gjaldmiðli, einfaldlega  prenta fleiri seðla og gefa út skuldaviðurkenningar sem því nemur. En það er ekki hægt með annarra þjóða gjaldmiðil þá verður að reka þjóðarskútuna með jákvæðum viðskiptahalla við útlönd eða erlendri skuldasöfnun. Vandamálið við að gefa út eigin gjaldmiðil er að það verður að vera einhver raunveruleg verðmætasköpun í hagkerfinu á bak við hana, en mönnum hættir til að gefa út of mikið sem veldur óhóflegri verðbólgu og stjórnmálamenn hafa oft mikið vald yfir því hvert þessir peningar fara sem veldur vantrausti. Engu að síður er ljóst að ef þetta vopn er slegið úr höndum þjóðar stendur hún verulega höllum fæti með tilliti til stækkunar hagkerfisins og hagsældar til framtíðar.

Þáttur Krónunnar í velferð íslands hefur verið verulegur. Ísland er einhver ríkasta þjóð í heimi í dag en fyrir 60 árum síðan var ísland með þeim fátækari. Ísland hefði aldrei getað vaxið úr örbyggð á 50 eða 60 árum  með ónýtan gjaldmiðil svo ekki sé talað um annarra þjóða gjaldmiðil, miklu heldur var það framsýni þeirra manna sem völdu að gefa sjálfir út peninga sem gerði þetta kleift.

 


mbl.is Raunhæft að skoða aðra mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vel mælt.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband