Það þarf að hefta útbreiðslu skóga

í Almenningum sem víðar.
Svæðið sem Þórsmörk er á hefur að mínu mati tapað miklu af sínum sjarma vegna aukins umfangs skóga.
Upprekstur á svæðið er því til bóta því hann stoppar að einhverju leiti útbreiðslu en hann hefur því miður eingin áhrif á eldri tré og því þarf sennilega að fara í dýra grisjun vegna þeirra.


mbl.is Óttast að sauðfé muni valda miklum skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag. Er sammála síðasta ræðumanni og er viss um að þetta eru sárafáar kindur sem sem engu máli skipta á þessu svæði og eru bara til prýði og snyrtingar.

Bragi (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 09:10

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stór svæði í Þórsmörk voru orðin að ljótum moldarflögum og uppblástur mikill í mörkinni þegar fjárbeit var hætt þar fyrir tæpum tveimur áratugum. Þegar fé var rekið inn í mörkina raðaði það sér fyrstu dagana í moldarflögin til þess að gæða sér á mesta góðgætinu, nýgræðingnum, sem var að reyna að komast upp úr moldinni.

Hann var eins og konfekt fyrir kindurnar og með þessari beit var tryggð tilvera þessara síxaxandi moldarflaga og áframhaldandi uppblástur.

Nú eru þessi flög að vefjast gróðri og þá halda menn að það verði "til prýði og snyrtingar" að hleypa því aftur þarna á!

Ómar Ragnarsson, 24.7.2012 kl. 14:05

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Stór svæði í Þórsmörk voru orðin að ljótum moldarflögum og uppblástur mikill í mörkinni þegar fjárbeit var hætt þar fyrir tæpum tveimur áratugum."

þú hefur greinilega aldrei verið í sveit Ómar. Það er engin fylgni við rofabörð og búfjárbeit ( nema kannski ofbeit, en það er ekki verið að tala um hér )

Uppblástur á gróðri stafar af tíðarfari, þurkar, vindar og frotshörkur á auða jörð er það sem veldur en ekki(hófleg) beit búfjár. Eins hefur aska oft valdið tjóni á gróðri þegar hún fýkur.

Guðmundur Jónsson, 24.7.2012 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband