29.8.2014 | 08:08
Góðar fréttir
Það hefur ekkert breyst annað en að kvikan sést á yfirborðinu, ástandið er stöðugt og í sama fasa og það hefur verið undanfarnar vikur. Kvika úr kvikuþró Bárðarbungu lekur nú upp úr sprungunni sem liggur til NA svipað og gerðist undir jökli til SA fyrir um viku síðan.
Góðu fréttirnar eru þær að þetta staðfestir að kvikan er afgösuð og þrýstingslaus í kvikuganginum og enginn hætta er á neinum látum að óbreyttu.
Óramyndin frá Dyngjuhálsi sýnir mun meiri breytingar í átt að gosóróa um síðustu helgi þegar hraunið rann til SA sem bendir til þess að þetta sé í reynd minni atburður en þá.
![]() |
Almannavarnastig á neyðarstig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.