Login fyrirsögn, eða rangtúlkuð gögn.

Rétt hefði verið að segja að 80% svifryksmengunar kemur frá bruna dísil eða svartolíu og notkun nagladekkja.

Sótið sem er að mælast 31% er að meirihluta vegna þungvinnuvéla, vörubíla og skipa í höfnum en minnihluti vegna fólksbíla með díselvélum þó vissulega séu þeir líka vandamál.

Meirihluti malbiks-ryksins er líka vegna notkunar nagladekkja undir þunga bíla en ekki vegna notkunar venjunlerga bíla á ónelgdum dekkjum. 

Staðreyndin er sú að fólksbíllinn sem við flest notum (bensínbíll á heilsársdekkjum) er ekki að valda þessari mengun.

Það er hægt að nota bíla án þess að eyðileggja vegi sóða út umhverfið með díselsóti.

Þessir eru með sparneytnum bensínvélum á ónelgdum dekkjum og þurfa ekki vegi. Þeir eru því ekki hluti af svifryksmeingunarvanda Reykvíkinga.

Jeep Xj


mbl.is 80% svifryks koma frá bílaumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir verða nú seint þekktir fyrir að skoða mál eitthvað eða hugsa sjálfstætt, þarna hjá MBL... eða annarrstaðar.

Það að fyrisrgnin segi eitthvað um fréttina er farið að verða sjaldgæft hjá þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2018 kl. 15:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Eins og ég "skil" fréttina þá er blaðamaður að gera "rannsóknina" sjálfur hann hefur samband við veggerðina og vegagerðin lætur honum í té gögn sem hann síðan annaðhvort kann ekki að fara með eða velur viljandi að klína sökinni saklausa bíleigendur, Þegar hann segir í fyrirsögninni að 80% komi frá bílaumferð.  Þeir sem bera sökina eru vel afmarkaður hópur (þeir sem velja eða þurfa að nota díselolíu og þeir sem velja að nota nagladekk). 

Guðmundur Jónsson, 26.3.2018 kl. 17:17

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nú svo merkilegt að í milljónaborgum erlendis er svifryksmengun mun minni en í okkar litlu Reykjavík.

Ef tekið er sem dæmi Winnipeg í Kanada, þar sem tæp milljón manns býr, eru snjólög mun meiri en í Reykjavík, notkun nagladekkja algeng og saltnotkun veruleg, að vísu ekki úrsalt eins og hér tíðkast, heldur sérstakt vegasalt notað. Mjög staðviðrasamt er í þessari borg, öfugt við Reykjavík þar sem sjaldnast næst heill dagur án vinds.

Samt er svifryksvandi þar westra nánast óþekktur!

Það er hins vegar regin munur á umhirðu þessara tveggja borga. Þegar snjóar er ofuráhersla lögð á að fjarlægja sem fyrst allan snjó burt af götum Winnipegborgar, meðan í Reykjavík einungis er rutt snjó að götubrún eða upp á umferðareyjar. Strax við fyrsta tækifæri er síðan götur sópaðar þar westra, áður en ryk fer að ferðast af þeim út í umhverfið. Í Reykjavík hæla menn sér af hverju því skipti sem götusópar er gangsettir, enda telst slíkt til tíðinda, samanber áhangandi frétt við blogg síðuhafa!

Auðvitað er það svo að umferð fylgir sóðaskapur, sem og flestum gerðum okkar mannanna. Hvernig við síðan tæklum þann sóðaskap lýsir kannski best hvernig menn við erum. Víðast erlendis og jafnvel í sumum sveitarfélögum hér á landi, þó fátítt sé, er hugað að því að hreinsa sem fyrst þann sóðaskap sem við mannfólkið völdum. Reykjavík, höfuðborg okkar landsmanna, hefur hins vegar farið í fararbroddi sóðaskapsins. Þar virðast sóðar einir vera að völdum!!

Það er fátæklegt og lítilmannlegt að koma eigin sök á aðra, eins og ráðamenn borgarinnar eru svo duglegir við. Að kenna nagladekkjum um, meðan notast er við ónýtt hráefni til gatnagerða og sóðaskapur látinn viðgangast, eru fátækleg rök. Sér í lagi þegar borgin stendur svo illa að snjóhreinsun að stríðsástand skapast á götum borgarinnar þá fáu daga sem snjór sest á þær. Allir fjölmiðlar fyllast af fréttum um árekstra með tilheyrandi kostnaði sem af þeim hlýst. Kannski fyrst og fremst vegna þeirra sem hlust á þessi fáránlegu rök ráðamanna borgarinnar!

Þrifnaður gatnakerfisins er lykilinn að því að minnka svifryk. Ef ekki er vel að slíku staðið, ferðast rykið óáreitt af götum út á graslendið umhverfis gatnakerfið, graslendið sem nb. borgin hefur verið einstaklega dugleg við að láta vaxa villt. Þetta ryk ferðast síðan um andrúmsloft borgarinnar og útilokað að handsama það, sem aftur hefði verið auðvelt að gera meðan það enn var á götunum.

Til að minnka tilurð þessa ryks þarf auðvitað að notast við besta hráefni sem hugsast getur, hvert sinn sem götur eru lagðar eða endurgerðar. Einnig er nauðsynlegt að hætta notkun úrsalts og nota þess í stað sérstakt vegasalt, eins og gert er westra. Munurinn á þessu salti liggur í því að úrsaltið verður að pækli á götum borgarinnar og leysir upp tjöruna í malbikinu, meðan vegasaltið eyðir hálkunni og skilar götunum þurrum. Jafnvel mætti hugsa sér, ef verðmunur á þessum tveim tegundum salts er talinn of mikill, að banna hreinlega saltnotkun og lögleiða nagladekk í staðinn!

Um hlut sótmengunar fer síðuhafi vel yfir þann þátt og engu við að bæta.

Gunnar Heiðarsson, 26.3.2018 kl. 21:01

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gunnar,  þetta er alveg rétt,  það er örugglega hægt að lengja líftíma gatna og minka malbik í svifryki með því að eyða meiri peningum í þær. Það breytir samt ekki því grundvallarprinsippi að nagladekk eru það sem veldur næstum öllu slitinu (rannsóknir benda til yfir 95%). 

Og þá komum við að því að við búum í landi sem er illa þjakað tæknilega af of háum ríkisútgjöldum (sem hlutfall af landsframleiðslu) þar sem aukin útgjöld í vegagerð, auka í reynd á vandan sem hluta af heildinni (vegakerfinu).

Þannig er lausnin sem þú ert að kalla eftir (eyða meir peningum í malbik) í reynd stækkun vandans því hún seinkar öllum öðrum framkvæmdum sem oft eru mjög aðkallandi eins og tvöföldun vega og fleira.

Guðmundur Jónsson, 27.3.2018 kl. 09:12

5 identicon

Óskhyggja er furðuleg pólitík.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 27.3.2018 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband