Fordæmalausir aumingjar.

Sýslumaðurinn lagði sem sagt heilmikið á sig til að þurfa ekki að vinna til kannski hálf fjögur. Og fólkið sem hann rak í burtu milli kl 14-45 og 15 hefur auðvitað ekkert betra að gera en koma aftur seinna. 


mbl.is Sýslumaðurinn fór aftast í röðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerir þú mikið af því að vinna ógreidda yfirvinnu? Sýslumaðurinn lagði sem sagt heilmikið á sig til að starfsfólk hans þyrfti ekki að vinna án launa til kannski hálf fjögur. Ríkið heimilar ekki yfirvinnu hjá sýslumannsembættunum og borgar hana ekki.

Vagn (IP-tala skráð) 24.3.2020 kl. 19:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum hefur frestað öllum fyrirtökum á nauðungarsölum og aðfarargerðum. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem er mun fjölmennara umdæmi, hélt hins vegar 11 fyrirtökur uppboðsmála í gær. Núna er hann þó byrjaður að gefa út frestanir og virðist því hafa beðið með það alveg þar til hert samkomubann (20+) tæki gildi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2020 kl. 19:49

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Vagn! Já ég leysi verkefni dagsins.Ég er atvinrekandi og mánaðarlaunum mín hlaupa frá 0 og upp í nokkrar milljónir. Ég þarf samt að borga staðgeiðsluskatta trygginga og eftirlitskjöld um hver mánaðamót. Og vinn þvį oft launalaust í nokkrar vikur og stundum mánuði.

Guðmundur Jónsson, 24.3.2020 kl. 20:12

4 identicon

Þú gerir þá væntanlega kröfu um að starfsmenn þínir vinni launalaust ef mikið er að gera, eins og þú ætlast til að sýslumaður geri.

Vagn (IP-tala skráð) 24.3.2020 kl. 21:19

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

þú munt sennilega aldrei skilja hvernig við sem höldum þessari skútu á floti vinnum okkar vinnu Vagn. En ég get alveg fullvissaði um að fólk fær laun eftir getu og vinnuframlagi áöllum venjulegum vinnustöðum.

Guðmundur Jónsson, 24.3.2020 kl. 21:48

6 identicon

þú munt sennilega aldrei skilja hvernig við sem lifum í raunheimum og höldum þessari skútu á floti, launamenn, vinnum okkar vinnu herra atvinnurekandi. En ég get alveg fullvissað þig um það að fólk fær ekki laun eftir getu og vinnuframlagi hjá ríki og bæ og heldur ekki laun eftir dagvinnuna hjá sýslumannsembættunum. Að atvinnurekandi skuli kalla launamenn sem ekki vilja vinna kauplaust aumingja er eini aumingjaskapurinn sem ég sé.

Vagn (IP-tala skráð) 25.3.2020 kl. 01:59

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 "En ég get alveg fullvissað þig um það að fólk fær ekki laun eftir getu og vinnuframlagi hjá ríki og bæ"

Sko til þú kemur á óvart Vagn . þarna liggur hundurinn grafin, þess vegna verður skilvirknin lítil og afurðirnar lélegar í þessu tilfelli þjónusta sýslumannsins.

Guðmundur Jónsson, 25.3.2020 kl. 09:22

8 identicon

Þegar aðeins helmingur starfsfólks má mæta hvern dag til vinnu og bannað er að vinna yfirvinnu þá verður þú að beina spjótum þínum á aðra en starfsmennina finnist þér þjónustan ekki næg.

Vagn (IP-tala skráð) 25.3.2020 kl. 14:01

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

LOKAÐ Í HÁDEGINU. Afgreiðslutími frá kl. 8:30 - 12:00 og kl. 12:50 - 15:00. Almenn símaþjónusta frá kl. 8:30 - 15:00

Heldu þú að hægt sé að reka gæludýrabúð eða bílaverkstæði á þessum opnunartímum einhverstaðar í veröldinni ?

Guðmundur Jónsson, 25.3.2020 kl. 14:29

10 identicon

Pappírsvinnan er líka vinna, atvinnurekandi ætti að þekkja það. Afgreiðslutími og vinnutími eru ekki sami hluturinn. Og þó lokað sé fyrir móttöku af götunni þá geta starfsmenn verið að vinna. Því eins og með gæludýrabúðina eða bílaverkstæðið þá er vinnan meira en að tala við og hlusta á óskir viðskiptavina. Ef þú ættir gæludýrabúð eða bílaverkstæði og heimtaðir að eini starfsmaðurinn ynni aðeins dagvinnu þá væri örugglega ekki mikið opið ef hugsa á um dýrin eða gera við bílana. Ríkið vil reka sýslumannsembættin á lágmarks starfsmannafjölda sem vinnur bara dagvinnu. Mikið af óskum viðskiptavinanna verður að vinna utan opnunartíma.

Vagn (IP-tala skráð) 25.3.2020 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband