Mat siðblindra drullusokka ?

"Að mati Cred­it­in­fo er van­skila­skrá nauðsyn­legt tæki til áhættu­stýr­ing­ar fyr­ir ís­lenska lán­veit­end­ur en ekki síður til þess að vernda neyt­end­ur."

Stjórnarskrá lýðveldisins Ísland 71. gr.  
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. 
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. 
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. 

 

Creditinfo safnar upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki og selur þær til þriðja aðila. Það samræmist ekki siðferðisvitund heiðarlegs fólks og fer beint gegn stjórnarskrá lýðveldisins. 

Mín skoðun er sú að þeir sem leyfa sér að vinna hjá þessu fyrirtæki séu siðblindir glæpamenn og samfélagslega hættulegir. Þetta fólk er klárlega með líf á samviskunni. Þeir sem versla við þessa drullusokka eru litlu skárri.

Það viðhorf sem viðgengst í fjármálheiminum á íslandi að þetta sé bara í lagi er ill skiljanlegt í ljósi þess að Íslensk Erfðagreining fær ekki einu sinn að safna lífsbjargandi heilsufarsupplýsingum vegna persónuverndarsjónarmiða ?

 


mbl.is Segja kröfu ASÍ og NS óskiljanlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefur Creditinfo káfað á þér væni?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2020 kl. 17:57

2 identicon

Vanskil, eins og önnur samningsbrota og svikamál, eru ekki persónulegar upplýsingar og krefjast ekki leyndarhjúps. Creditinfo safnar ekki upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki. Creditinfo geymir upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki sem lánveitendur safna og veita öðrum lánveitendum aðgang að. Kostnaður lánveitenda verður þannig minni vegna tapaðra útlána og vextir heiðarlegra lántaka lægri.

Íslensk Erfðagreining fær að safna lífsbjargandi heilsufarsupplýsingum en vegna persónuverndarsjónarmiða fá þeir ekki að fara með þau gögn að vild. Íslensk Erfðagreining fær ekki að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en ætlað var þegar þeim var safnað nema persónuvernd sé virt. Íslensk Erfðagreining fær ekki að segja þér að fyrra bragði hvort eitthvað sé að og Íslensk Erfðagreining fær ekki að selja tryggingafélögum þær upplýsingar. Íslensk Erfðagreining fær ekki einu sinn að setja þær upplýsingar á netið, eins og upphaflega var ætlunin.

Vagn (IP-tala skráð) 10.4.2020 kl. 18:06

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ekki mér svo ég viti. En ég þekki til mála þar sem stálheiðarlegt fólk lendir í að geta ekki eignast neitt, vegna þess að það var svikið í fyrstu fasteignakaupum sínum.

Guðmundur Jónsson, 10.4.2020 kl. 18:54

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Vagn. 

"Vanskil, eins og önnur samningsbrota og svikamál, eru ekki persónulegar upplýsingar og krefjast ekki leyndarhjúps."

Fjárhagur einstaklinga eru persónulegar upplýsingar í öllum siðum samfélögum.

Vanskil stafa oftast af ófyrirséðum atburðum, veikindi, slys og atvinnumissir eru efst á listanum. Vanskil vegna svika eru svo oft vegna svika 3 aðila eins og gerðist í bankahruninu þegar kaupendur fasteigna voru með svikum plataðir til að taka ólögleg gengistryggð lán. Og ef um svik skuldara er að ræða þarf dóm til að gera hann sekan, þangað til er hann saklaus.

Guðmundur Jónsson, 10.4.2020 kl. 19:19

5 identicon

Fjárhagur einstaklinga eru að mestu persónulegar upplýsingar með undantekningum. En vanskil eru ekki fjárhagur einstaklinga. Ekki er lagt mat á fjárhag einstaklinga og engar upplýsingar um fjárhag einstaklinga er að finna hjá Creditinfo. Þær upplýsingar eru hjá skattstjóra og eru öllum aðgengilegar í takmarkaðan tíma.

Það er lánveitenda að vega og meta hverjum þeir vilja lána og hvað þeir vilja gera miðað við fyrri hegðun. Lánveitendum er alveg sama hvers vegna þú borgar ekki lán sem þú tekur. Þeir eru ekkert bættari með það að vita að þú lætur blekkja þig, svíkja og pretta og getir þess vegna ekki borgað af lánum.

Vagn (IP-tala skráð) 10.4.2020 kl. 20:13

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Lánveitendum er alveg sama hvers vegna þú borgar ekki lán sem þú tekur. Þeir eru ekkert bættari með það að vita að þú lætur blekkja þig, svíkja og pretta og getir þess vegna ekki borgað af lánum". 

Þetta er stóri vandinn. Ef lánveitendur þirftu að vera ábyrgari væri ástandið betra. Viðskipti verða að byggjast á trausti.

Guðmundur Jónsson, 10.4.2020 kl. 20:42

7 identicon

Einmitt, viðskiptin byggja á trausti. Og það er enginn á vanskilaskrá sem ekki hefur notið trausts og verið trúað til að greiða það sem hann fékk lánað.

Þegar einhver hefur sýnt að honum er ekki treystandi þá fær hann ekki lán, nokkuð auðskilið flestum. Það er ekki svo að traust falli af himnum ofan og að á einhvern reset hnapp sé ýtt og fortíðin þurrkist út við hverja nýja lánsumsókn.

Lánveitendur sýna ábyrgð með því að lána ekki fólki sem eykur kostnað annarra og stendur ekki við sínar skuldbindingar.

Stóri vandinn er fólk sem heldur að það þurfi bara að greiða af lánum ef vel gengur og það í skapi til þess. Fólk sem finnst það eiga skilið traust þó það hafi ekkert unnið til þess að verðskulda það. Fólk sem bregst trausti og lendir þess vegna á vanskilaskrá.

Vagn (IP-tala skráð) 10.4.2020 kl. 21:19

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Friðhelgi einkalífs hefur ekkert með það að gera að ekki megi upplýsa aðra um það, ef einhver borgar ekki skuldir sínar.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2020 kl. 21:45

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og ábyrgð manna á því að greiða skuldir sínar er þeirra sjálfra, ekki þess sem asnaðist til að lána þeim peninga.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2020 kl. 21:46

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú verður að gá að því Guðmundur að siðblindir drullusokkar munu alltaf hafa bírókratískar bókhaldsbullur til að skeina sig, og er því nákvæmlega sama þó þeir drulli langt upp á bak hvað eftir annað.

Enda löngu vitað að þeir verða ævinlega bæði girtir belti og axlaböndum á kostnað almennings þó þeir séu í engu öðru en nýju fötum keisarans, vesalings greyin.

Sumt er bara svona.

Magnús Sigurðsson, 11.4.2020 kl. 10:30

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þorsteinn. Þú hefur annað hvort ekki lesið 71. greinina eða þú skilur hana ekki.

Vagn. það sem er gert hjá Creditinfo er að safna og geyma upplýsingar um vanskil hvort sem þau eru skuldara, lánveitanda eða 3 aðila að kenna. það fer beint gegn 71 greininni. Það hafa hinsvegar fallið dómar og löggjafinn hefur sett lög sem heimila starfsemi drullusokka eins og Creditinfo. 

Svona til að upplýsa ykkur um hvað ég geri á daginn, Þá hef ég lánað miklu meiri peninga en ég fengið að láni um daganna.

Guðmundur Jónsson, 11.4.2020 kl. 10:50

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mart rétt í þessu Magnús. En við sem kunnum okkur sæmilega eigum samt ekki að leyfa drullusokkunum að starfa óáreita. Ég er viss um að ísland væri betri staður  ef 71. gr. og stjórnarskráin almennt væri betur virt.

Guðmundur Jónsson, 11.4.2020 kl. 10:58

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Held að þú ættir nú kannski bara að reyna að skilja 71. greinina sjálfur Guðmundur. Kannski þú ættir að reyna að fá einhvern lögmann til að útskýra hana fyrir þér.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2020 kl. 13:03

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Enmitt það sem er gert Þorstein, fundin siðlaus lögmaðu sem er tilbúnin til að fara í kring um 71. greinina og vegna þess aðllir sem komu að því mali höfðu hag af því varð niðurstaðn verra ísland. 

Þetta er að setj vestræn réttarríki á hliðina, lögmenn sem hafa það að atvinnu flækja einfalda hluti eins og 71. greinina þannig fólk eins og þú hættir að trú því sem stendur berum orðum í henni.

Guðmundur Jónsson, 11.4.2020 kl. 13:40

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég þurfti að erinda niður í Fyrirtækjaskar á Laugavegi um daginn þegar opið var fyrir skoðun skattframtala, sem er líka "löglegt en"  siðlaust brot á stjórnarskránni sem samfélagið lætur viðgangast. Þar sátu um tuttugu manns,aðallega blaðamenn sorprita og handfærðu fjárhagsupplýsingar einstaklinga sem þeim var í nöp við og sjálfsagt einhverra annarra til málmynda. Ömurlegri samkomu hef ég aldrei augum litið.

Guðmundur Jónsson, 11.4.2020 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband