Afsakið er lausnarorðið

Danir líta svo á að tjáningarfrelsi fjölmiðla snúast um að birta teiknimyndir sem brjóta gegn siferðisþreki útlendinga, útlendinga sem innfæddir Danir skilja ekki og vilja sennilega ekki skilja. En þó Danir skilji ekki útlendinga þá virðast þeir samt líta svo á að útlendingar eigi að skilja Dani.  Afsakið eða fyrrgefið eru mátug orð ef menn kunna með þau að fara og það var allt sem þurfti til að losna undan þessari áþján. En Danir skilja ekk útlendinga og vilja þess vegna ekki segja afsakið og útlendingar skilja ekki Dani og það bar skilja Danir ekki.  þar stendur hnífurinn í kúnni.

Ég held samt að það sé ekki of seint að segja afsakið, Það væri kannski ráð hjá Dönum.

 


mbl.is Aukin hætta í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú reyndar að málið sé ekki svo einfalt. Afsakið, er ekki nóg til að friða þetta öfgafulla fólk.... þeir sjá sér góða ástæðu til að réttlæta öfgarnar þarna og nýta það útí ystu æsar. Ef málið væri svo einfalt að þeir tækju afsökunarbeiðnir vegna alls sem þeir móðgast yfir, góðar og gildar þá væri lífið létt.

Sigrún (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þeir sem skulda afsökunarbeiðni eru múslimar ekki danir

Alexander Kristófer Gústafsson, 14.3.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 

Sigrún ! Afsakið virkar eins á múslíma og annað fólk og málið er svona einfalt. Ef danskir rasistar brytu odd af oflæti sínu og prufuðu, þá kæmust þeir að því, en það er sennilega engin von til þess.

Alexander ! á hverju eiga múslímar að biðjast afsökunar? að vera múslímar eða á mótmælunum sem hófust vegna þess að danir neituðu að biðjast afsökunar. 

Guðmundur Jónsson, 15.3.2008 kl. 08:35

4 identicon

Þú fyrirgefur þó ég sé bara alls ekki sammála þér. Það sem danir gera heima fyrir er þeirra réttur sem fullvalda þjóð og ef fólk út í heimi pirrar sig á því þá er það þeirra mál. 

Það sem er að gerast í Evrópu er að Íslam hefur komið sér upp sérmeðferðarstimpli þar sem allt samfélagið verður að miðast við þeirra skoðanir og væntingar með hótunum um ofbeldi og dauða ef ekki er orðið við kröfunum. Þetta minnir meira á frekjuna og síbyljuna um lebensraum á millistríðsárum síðustu aldar en nokkuð annað.

Ég ætla ekki að hætta að fá mér stöku öllara þrátt fyrir að það fari alveg með tilfinningar og trúarskoðanir öfgamúslima útaf kortinu né heldur ætla ég að stunda einhverja sjálfsritskoðun til að passa uppá viðkvæm trúareyru afþví að mér finnst öfgamúslimar hegða sér eins og fasistar og kúgarar af verstu gerð. Meir að segja bestu vinir öfgamúslima, fjölmenningasinnar munu ekki fá mig ofan af því :)

Það er guðlegt að grínast og í Evrópu ríki málfrelsi til handa öllum, ekki bara ímömum eða múllum til að spúa eitruðum boðskap aðskilnaðar og haturs. Mér finnst múslimar ekki eigar rétt á meira en aðrir, þeir eru jú í mínum huga bara fólk eins við öll hin.

Magnæus (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 08:48

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er margt sem maður má ekki gera heima hjá sér bara af kurteisi við annað fólk til dæmis þá finnst vel flestum vesturlandabúum farið yfir strikið með myndum af berrösuðu fólki í fjölmiðlum. Þessi tiltekna mynd af múhameð spámanni með sprengju í hausnum var sett fram í opnum fjölmiðli í danmörku sem dreift  inn á mörg heimili múslíma sem einhverra hluta vegna töldu myndina misbjóða þeirra siðferðisþreki og vera skaðlega trú þeirra.  Við þurfum ekkert að skilja af hverju eða hvað það var nákvæmlega sem fór fyrir brjóstið á þessum múslímum enda er trúfrelsi í víðast hvar í evrópu. Samtök múslíma í danmörku töldu þetta ekki við hæfi og vildu að blaðið bæðist afsökunar á myndinni. Danir sjá hinsvegar ekki að þessi mynd geti verið skaðleg fyrir nokkurn mann og neituðu þess vegna að biðjast afsökunar í nafni tjáningarfrelsis. Þó kristnir eða trúlausir menn sjá ekki að myndin geti verið skaðleg fyrir unga múslíma þá þýðir það als ekki að hún sé það ekki, þeir vita bara ekki betur. Danir þykjast bara vita betur og neita þess vegna að biðjast afsökunar jafnvel þó það kosti ekkert, þetta er versta gerð af rasisma.

Guðmundur Jónsson, 15.3.2008 kl. 09:47

6 identicon

Eitt er að hneykslast og fussa og sveia í sínu horni eða skapa heitar umræður eins og einhverjir eflaust gera þegar nektarmyndir af fólki birtast í fjölmiðlum eða eitthvað annað sem  særir blygðunarkennd fólks....annað er að fara gjörsamlega á límingunum brenna þjóðfána, setja á viðskiptabönn og ógna með hryðjuverkum.

Og trúðu mér, afsökunarbeiðni virkar ekki!!!! Einn af þessum öfgaleiðtogum lét hafa eftir sér fyrir ári síðan þegar myndirnar birtust fyrst að ekkert gæti bætt skaðann sem þessar blessuðu myndir hefðu valdið múslimum nema dauði teiknarans og ritstjóra blaðanna sem þær birtu.

Sigrún (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband