Færsluflokkur: Bloggar
28.2.2014 | 08:40
82% vilja Þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ekki neitt ?
Aðildarviðræður íslands við ESB eru Stopp vegna málefnaágreinings. Þetta kemur skýrt fram í Skýrslu hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna. ESB kom í veg fyrir að hægt væri að halda lengra með því afhenda ekki það sem þurfti til að opna erfiðu kaflana í viðræðunum með "óbeini" kröfu um lagabreytingar.
Hér er kaflin sem allir þurfa að lesa. Skýrslan öll
" 8.2 Sjávarútvegsmál
Hvað varðar viðræðukafla um sjávarútveg var málum nokkuð öðruvísi háttað, en rýnifundum um sjávarútveg lauk snemma árs 2011. Engu að síður dró framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að gefa út rýniskýrslu sína, en án hennar var ekki hægt að opna kaflann og Ísland gat ekki lagt fram samningsafstöðu sína varðandi sjávarútveg. Sé litið til meirihlutaálits utanríkismálanefndar sem leiðarvísis um hugsanlega áhersluþætti hvað varðar samningsafstöðu Íslendinga sést að í meginatriðum snúast þeir um forræði yfir auðlindum sjávar, forsvar í samningagerð á alþjóðavettvangi og því að viðhalda takmörkunum við fjárfestingum annarra en Íslendinga í fyrirtækjum í sjávarútvegi. Að sama skapi má líta til framvinduskýrslna Evrópusambandsins, en þar er komið inn á ýmsa þætti sem framkvæmdastjórnin taldi að þurfti að líta sérstaklega til þegar kæmi að því að ræða mál tengd sjávarútvegi. Ljóst er að deilan um stjórn og skiptingu makrílstofnsins hefur valdið áhyggjum og sú deila leiddi til bréflegra kvartana aðildarþjóðar til sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins. Sjávarútvegsstjórinn boðaði refsiaðgerðir í lok árs 2010 í kjölfar þess að samningaviðræður höfðu engan árangur borið. Þá kemur fram í framvinduskýrslunum að almennt séð sé sjávarútvegstefna Íslendinga ekki í samræmi við réttarreglur Evrópusambandsins. Auk þess er bent á takmarkanir hvað varðar fjárfestingar útlendinga í greininni, en þær séu ekki í samræmi við reglur Evrópusambandsins.14 Margir viðmælendur skýrsluhöfunda telja að Evrópusambandið hafi viljað setja opnunarviðmið vegna sjávarútvegskaflans sem fram kæmi í rýniskýrslu. Sé miðað við opnunarviðmið sem lögð voru fram vegna kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun má ætla að slíkt hefði kallað á gerð tímasettrar aðgerðaráætlunar Íslendinga um hvernig og hvenær þeir hygðust aðlagast löggjöf og stefnu Evrópusambandsins. Óvíst er hvað það hefði haft í för með sér ef slíkt opnunarviðmið hefði verið sett fram en ef haft er í huga hve ólíkar áherslur eru í stefnu Íslands og Evrópusambandsins er vandséð hvernig Ísland hefði getað komið með áætlun um aðlögun að stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum. Þá má nefna að í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis er sérstaklega fjallað um mikilvægi þess að halda þeim möguleika opnum að Íslendingar haldi áfram að veiða hvali. Hjá Evrópusambandinu falla hvalveiðar undir kaflann um umhverfismál. Í ljósi þess að mikil andstaða er við hvalveiðar í Evrópusambandinu og að þýska þingið ályktaði sérstaklega að sett skyldi það skilyrði fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar hættu að veiða hvali, er ljóst að litlar líkur eru til að hægt hefði verið að semjaum undanþágur frá hvalveiðibanni."
Þetta þýðir einfaldlega að lengra verður ekki komist nema með því að breyt lögum á alþingi íslands.
Þjóðaratkvæðagreiðsla nú um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum er því í reynd ekki um neit því málið er jafn stopp á eftir.
![]() |
Tæp 82% vilja greiða atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2014 | 10:06
Skortur á lesskilningi, leti eða bara heimska ?
Eftir að hafa fylgst með umræðum í þinginu um skýrslu hagfræðistofnunar virðist mér að þingmenn hafi almennt ekki lesið hana eða ekki skilið efni hennar. Umræðurnar snúast ekki i um efni skýrslunnar. Meginreglan er sú að þingmenn vitana orðrétt í einhverjar klausur sem undantekningalítið eru slitnar úr samhengi, og draga svo einhverjar ályktanir sem ekki standast eða standast ekki þegar skýrslan er skoðuð í held sinni.
Megin niðurstaða skýrslunnar er að viðræður við ESB eru stopp. Þær stöðvuðust vegna málefnalegs ágreinings. ESB skilar ekki til íslensku "samninganefndarinnar"(aðlögunarnefndarinnar) rýnigögnum vegna þess að íslenska "samninganefndin" kemst ekki lengra í að aðlaga íslenska stjórnsýslu að regluverki sambandsins. Næsta mál á dagskrá í aðildarviðræðunum (eða aðlögunarferlinu sem er réttara að kalla þetta ) er í raun að gera lagabreytingar varðandi auðlindamálin sem aldrei mundu komast í gegn um íslenska þingið. Þess vegna er málið STOPP.
Dæmi: Í skýrslunni kemur fram að það sé miður að ekki hafi verið hægt að opna kaflann um sjávarútvegsmál. Það kemur líka fram í skýrslunni að ESB metur framgang aðlögunar í sjávarútvegsmálum ekki næga til að hægt sé að opna sjávarútvegskaflann, ergo ekki líklegt að hægt sé að breyta lögum á þinginu bara til að kíkja í pakkann.
Ég vil vekja athygli því að þjóaratkvæðagreiðsla nú um hvort hald eigi áfram þessu aðildarferli (viðræðum) er í reynd þjóðaratkvæðagreiðsla um ekki neitt. því þetta verður jafn stopp eftir sem áður.
Möguleg þjóðaratkvæðagreiðsla nú mundi því í reynd alltaf snúast um hvort slíta eigi viðræðum eða ekki.
![]() |
Rúmlega sjö tíma hlé á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2014 | 09:39
Inngöngusinnar eða óvitar ?
Það voru klárlega stórkostleg mistök að hefja aðildarferlið á síðasta kjörtímabili þegar ekki var raunverulegur þingmeirihluti fyrir því. (nokkrir þingmenn VG voru fengnir til að kjósa með tillögunni í pólitískum hrossakaupum). Vitandi að málið mundi ekki þola Þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti aðildarferlið, tókst inngöngusinnum á þingi að koma í veg fyrir að málið færi fyrir þjóðina og því var í raun farið í umboðslaust aðildarferli sem allir nema inngöngusinnar virðast sjá að aldrei gat endað nema illa. Fylgi við aðild hefur farið lækkandi allan tíman á meðan aðildarferlið hefur staðið og Það er vandséð að hægt sé klúðra þessu máli meira en orðið er, eða hvað ?
Nú er hafin undirskriftarsöfnun þar sem krafist er þess að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hætta eigi aðildarferlinu sem ekki mátti kjósa um hvort ætti að hefjast á sínum tíma. Í nýbirtri skýrslu hagfræðistofnunnar kemur ansi skýrt fram að aðildarferlið stöðvaðist aðallega vegna þess að ekki var hægt að ganga lengra í breytingum á íslenskri stjórnskipan í auðlindamálum án þess að það færi fyrir þingið og þjóðina. Jafnvel þó þjóðin mundi ákveða að halda aðildarferlinu áfram þá er ferlið alveg jafn stopp og það var á tækniatriðum í auðlindamálunum. Sem þýðir eiginlega að þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta nú sem félli með inngöngusinnum mundi einfaldleg sigla málinu enn lengra upp á skerið.
Nú berast svo í ofanálag fréttir að því að inngöngusinnar tali ítrekað umboðslausir í nafn félagsamtaka sem sverja þá svo af sér þegar eftir er gengið.
Að hafa vit á að halda kjafti þegar það á við er ekki öllum gefið.
![]() |
Meirihluti á móti inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2013 | 11:02
Danska ríkisútvarpið níðir Ísland.
Danir skemmtu sér við það nú í vikunni að níða ísland.
Danska útvarpið var í tvo klukkutíma að skýra fyrir hlustendum sínum hvað íslendingar væru raunverulega aum þjóð. Við erum á lágu menningarstigi og skemmtum okkur aðallega við að eta úldinn hákarl og keyra hratt í nýtízku bifreiðum. Bifreiðar þessar græddum við í styrjöldinni en slík farartæki þekktust ekki fyrr hér á landi. Nú erum við búnir að eyða peningunum okkar og bráðlega verðum við aftur betlarar eins og fyrir stríð. ísland getur aldrei orðið fjárhagslega sjálfstætt. Heppnin var með okkur í stríðinu og við græddum peninga meðan Danir börðust fyrir tilveru sinni. Vér minnumst með hrifningu frammistöðu danska hersins í stríðinu" við Þjóðverja.
Þetta er úr Mánudagsblaðinu 10 október 1949. http://timarit.is/files/13067839.pdf
60 árum seinna eru svona níð enn reglulega á dagskrá danskra fjölmiðla. 2007 var aðalega verið að níða íslenkst viðskipta líf sem þá var búið að jarða það danska. Dönum tókst svo með hjálp Hollendinga Bretra og ESB að knésetja íselnsku bankanna 2008. Síðan kemur í ljós að dönsku bankarnir vor í jafnvel verri málum en þeir íslensku.
Af hverju eru Íslendingar svona blindir á þetta ömurlega innræti.
Af hverju er okkur kennt í barnaskóla að danir hafi barist með bandamönnum í seinna stríði þegar þeir í reynd voru hliðhollari þjóðverjum.
Danir eru búnir að endurskrifa söguna á dönsku en með tilkomum veraldarvefsins og almennri enskukunnáttu ætti okkur að ver orðið ljóst hvílíka hræsnara danska þjóðin hefur að geyma.
Af hverju er enn verið að kenna dönsku í Íslenskum skólum, sem þjónar engum tilgangi öðrum en að viðhalda lyginni.
Danir eru einfaldlega drullusokkar sem hafa arðrænt okkar litlu samfélög á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi í mörg hundurð ár. Og þeir eru enn að á Grænlandi og í Færeyjum.
Opnum agun Þetta er hættulegt fólk og fjarri því að vera vinir okkar.
![]() |
Velja alltaf skammtímalausnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2013 | 08:42
Being there
![]() |
Ég er þroskaheftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2013 | 10:53
Skapandi greinar ? hvað er það.
Skapandi greinar hvað er það.
Nýyrði í íslensku yfir listgreinar ? Eða er þetta lýsingar orð, skapandi að vísa til þess að til séu atvinnugreinar sem ekki eru skapandi. ?
Í listgreinum er venjulega unnið að einhverju sem ætlað er að hafa frekar huglæg áhrif á umhverfið en efnisleg.
Í atvinnulífinu er frekar unnið að einhverju sem ætlað er að hafa efnisleg áhrif þó þetta sé í reynd óaðskiljanlegt.
Dæmi um list sem ekki er mjög skapandi er tónverk sem enginn vill hlusta á og jafnvel engum nema listamanninum sjálfum finnst fallegt.
Dæmi um mannvirki sem ekki er mjög skapandi er flugvél sem ferst vegna hönnunargalla og enginn vill kaupa.
Dæmi um mjög skapandi list er þá verk eins og Littel talks (of monsters and men)
Dæmi um skapandi mannvirki er þá flugvél eins og Sukhoi SU- 27 eða Douglas DC-3
Fyrir ekki löngu síðan var ekkert til sem hét listgrein þó voru til mikið af listaverkum.
þau voru afleiðing vinnu og hugvits í mannlífi þess tíma, áður en því var skipt upp í atvinnulíf og menningu sem nú er við lýði.
Sá sem heldur því fram að menningar eða listageirinn sé eitthvað meira skapandi en annað er því ljósleg að tal fyrir sjálfan sig og fyrir sinn smekk en ekki allra.
Eru listgreinar á íslandi orðnar svo lélegar að þegar íslendingur lítur á sig sem listamann þá er það vegna þess að hann getur ekki framfleytt sér með sinni vinnu og þarf á vera á framfærslu hinns opinbera, en ekki vegna þess að hann sé að gera eitthvað fallegt ? Það er að segja, listinn sem hann er að skapa er einfaldlega ekki mjög skapandi.
þetta hefur síðan þau hliðaráhrif að orðið list fær á sig neikvæðara ímynd.
Hugtakið skapandi greinar virðist því vera flótti frá orðinu List. og Þessar skapandi greinar, eru þá í reynd minna skapandi en hinar.
![]() |
Auknu fé varið til menningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.5.2014 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2013 | 09:47
Horft til baka og lærdómur dreginn af sögunni.
Ég var farinn að líta svo á að niðurfærsla eða leiðrétting vísitölu lána væri tæplega lengur hagstjórnarleg góð aðgerð heldur eingöngu gert út frá samgirnissjónarmiðum. En eins og Moodys bendið á hér, þá hef ég sennilega rangt fyrir mér hvað þetta varðar.Það aftur leiðir hugann að því hvað þessi aðgerð hefði gert fyrir hagkerfið ef hún hefði verið framkvæmd á heppilegri tíma, í byrjun árs 2009 til dæmis. Það má öllum vera ljóst að þetta er orði fjórum eða fimm árum of seint núna 2014 og samt er aðgerðin líklega frekar jákvæð fyrir hagkerfið.
Þá spyr maður sig, hvað stóð í vegi fyrir þessu 2009. ?
1. Árni Páll, Jóhanna Sig og Steingrímur koma kannski fyrst upp í hugann. Þau voru jú framkvæmdavaldið á þessum tíma. Af tilsvörum þessa fólks má ætla að þarna hefi ráðið mestu réttlætiskennd láta breiðu bökin borga og ekki lækka lán þeirra sem geta staðið í skilum. var algengt að heyra úr þessari átt.
2. Svo eru það nokkrir prófessorar í hagfræði. Gylfi Magnússon (fjármálaráðherra), Þorvaldur Gylfason og Þórólfur Matthíasson. Þessi menn vor títt nefndi til sögunar vegna sérþekkingar á málefninu. sem virðist síðan ekki hafa verið upp á marga fiska.
3. Peningamennirnir í sjálfstæðisflokknum Bjarni Ben og Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir. þessi menn voru valdalitlir á þessum tíma og töluðu hugsanlega að einhverju marki fyrir persónulegum hagsmunum.
4. Síðast en ekki síst Sighvatur Björgvinsson fyrrum ráðherrajafnaðarmanna. var í mikilli herferð gegn einhverju sem hann kallaði sjálfhverfu kynslóðina.
Bjarni Ben hefur tekið algerum stakkaskiptum í þessu en hann er sá eini úr þessum hóp sem virðis hafa á einhverjum tíma borið gæfu til að sjá stóra samhengið í þessu.
Niðurstaða.
Hinir eru kjánar sem bulla um hlut sem þeir ekki skilja.
![]() |
Hefur jákvæð áhrif á lánshæfi ÍLS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2013 | 22:38
Hugarfarið skiptir máli.
Fékk 14 af 15 og umsögnina
Þú fékkst: 14 / 15
Umsögn: Vel gert! Þú ert augljóslega fluglæs á orðræðu og hárfínar litabreytingar í pólitísku litrófi vinstri-flokkanna. Að öllum líkindum ertu skráður félagi í annað hvort Samfylkinguna eða Vinstri græna, hjólar eða tekur strætó í vinnuna og myndir seint mæta í gleðskap á Bessastöðum á meðan Dorrit Moussaief ræður þar ríkjum. Annað hvort það eða þú ert stjórnmálanörd sem þú ættir eiginlega aldrei að viðurkenna í félagsskap annarra.
Þa..neblega..það. Ég hef ekki farið í strætó í meira en 30 ár og nota fjallajeppa til að komast í vinnuna. Ég kaus reyndar alþýðflokkin einu sinni um það leit sem ég hætti að taka strætó og áður en ég fór að fylgjast með stjórmálin að viti en legra hef ég ekki komist til vistri. Ég mundi lík vilja vera með Dorrit í partíi ef það stæði mér til boða.
Ég hef ekki lesið þessar bækur og mun líklega ekki gera. En þegar ég svaraði spurningunum reyndi ég að ímynda mér í hvaða samhengi þær pössuðu við tilsvör, annarsvegar trúðs (Össur) og hinsvegar kjána að reyna hljóma gáfulega (Steingrímur).
![]() |
Hvor sagði hvað? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2013 | 10:44
Framganga þessara manna er til fyrimyndar.
Í staðin fyrir velviljand kjána sem ekkert kunnu, ekkert gátu og ekkert vissu, eru komnir velviljandi menn sem kunna, geta og vita.
Það er alltaf að verða ljósara og ljósara að mesta ógæfa okkar íslendinga frá stofnun lýðveldisins er þessi svokallaða Búsháhaldabylting. Hún einfaldleg eyðilagði stjórnsýsluna og kom óvitum að völdum á íslandi.
![]() |
„Stjörnurnar að raðast rétt upp“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2013 | 20:53
Það er ekkert
Athugavert við það að hlera síma stjórnsýslunnar í Þýskalandi. Sagan ætti að vera búinn að kenna okkur að þetta er stórhættulegt fólk sem full þörf er á að hafa eftirlit með eins og kostur er.
![]() |
Var sími Merkel hleraður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)