Færsluflokkur: Bloggar

Vandaðar mælingar, fálmenndar ályktanir og villandi notkun hugtaka.

Eftir að hafa fylgst nokkuð með framgangi mála við Bárðarbungu síðustu daga finnst mér ástæða til að benda íslenskum fréttamönnum (og sumum jaðvísindamönnum) á villu í notkun hugtaka eða takmörkuðum skilningi þeirra á heildarsamhenginu sem ítrekað skýtur upp kollinum í flutningi frétta af þessu.

Kvika og Berg hegða sér mjög ólíkt efst í jarðskorpunni en eftir því sem þrýstingur eykst neðar færist hegðun bergsins nær því sem gerist í vökva þó alltaf sé skýr munur eins og sá að S bylgjur ferðast ekki í vökva óháð dýpi.

Aukin áraun í föstu efni hefur þau áhrif að það annað hvort flýtur eða brotnar.  Og þegar verið er að tala um kraftana sem hreyfa jarðskorpuflekana þá skiptir togþol bergsins undir Holuhrauni mjög litlu máli.

GPS mælingar sýna að sprunga er að opnast sem liggur milli Bárðarbungu og Öskju en þær sýna líka  að land rís ekki mikið í kring um sprunguna. Það stemmir alls ekki við þá margtuggðu tuggu að kvika sé að þrýsta sér eða brjóta sér leið, heldur þvert ámóti er líklegra að rek jarðskorpuflekanna opni sprunguna og kvikan fyllir síðan tómið sem reyndar þarf ekki endilega að fylgjast að, Kvikan gæti verið seinna að ferðinni.


mbl.is Virknin að aukast á skjálftasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæði óábyrgt og vitlaust.

Hver ber ábyrgð er spurt og vestrænir fjölmiðlar benda flestir á Putin eða aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem er augljóslag ekki rökrétt

Putin ber vitanleg enga ábyrða á þessu og tæplega  aðskilnaðarsinnar í Úkraínu heldur nem þá þessi eini sem ranglega taldi þessa flugvél vera Úkraínska herflugvél. 

Megin ábyrðin hlýtur að liggja hjá þeim sem bera ábyrða á að farþegaflugvél með 300 manns innanborðs var á þessum stað á þessum tíma. Að fljúga farþegaflugvél með 300 manns yfir átakasvæði þar sem tvær flutningavélar og tugur annarra loftfara hafa verið skotinn niður síðastliðna mánuði er bæði óábyrgt og mjög vitlaust.


mbl.is Umfangið yfirþyrmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarverðmæti eða fortíðarþrá.

Ég á vini á líkum aldri (um 50) sem eru haldnir sömu pest og Pálmi. Þeir leita að bílunum sem þeir áttu þegar þeir vor 17 ára eða jafnvel bílunum sem foreldrar þeirra áttu til að gera upp. þeir eiga vínilplötur og spila þær til að dásama hljómgæðin. Þeir sakna hússins sem þeir ólust upp í og svo framvegis. 

Það sem þeir ekki skilja er að þessi þrá eftir fortíðinni nær ekki til næstu kynslóðar, sú kynslóð mun þrá sína fortíð en ekki fortíð foreldar sinna. 

Þannig mun mest allt þetta rusl enda á haugunum eða á söfnum eins og Árbæjarsafni því næstu kynslóðir hafa aðra sýn á hvað eru menningarverðmæti en þeir sem nú ráða. 

Pálmi er að rugla saman sinni fortíðarþrá og menningarverðmætum.


mbl.is Horfin verðmæti hjartaskerandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu snúið á haus.

Fólk skiptir um vinnu til að hækka í launum og staðna ekki í starfi.  Ef manni býðst ekki betra starf þá skiptir maður augljóslega ekki um vinnu.  Þess vegna mælist launskrið meira hjá þeim sem skipta oft um vinnu,en ekki vegna þess að þeir skipta um vinnu. 

 


mbl.is Hærri laun með að skipta oft um vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Reykjavíkurborg, þar sem þriðjungur þjóðarinnar býr, kommabæli ?

Þessar kosningar auka við og festa í sessi gjá sem hefur verið að myndast á milli fólksins í landinu og skrílsins í Reykjavík. Þetta er þróun sem skýrist líklega aðallega á því að þarna er mun hærra hlutfall þeirra sem eru á framfærslu hins opinbera (þeirra sem þiggja laun eða bætur af skattfé) en annarstaðar. Slíkir hafa eðlilega tilhneigingu til að kjósa til vinstri,  með auknum sköttum og álögum á hinn almenna vinnumarkað og þetta fólk finnur líka minna á eigin skinni hvernig efahagástandið er á hverjum tíma. 


mbl.is Árangur ríkisstjórnarinnar hafði áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur og Bestiflokkurinn eru að einangrast í 101.

Útlit er fyrir að næstu 4 ár í sveitastjórnarpólitík verið brennd því marki að eini vinstri meirihlutinn á landinu,  Dagur B og rústin af Bestaflokknum verðri við stýrið í 101.  Einhverskonar vinstri krossferð gegn bílum og flugvélum í Reykjavík, umkringdir hægri mönnum bæði í landsmálum og sveitarstjórnum. 

Þetta gæti orði forvitnilegt og spurning hvor þetta tefji ekki fyrir þeim.  


mbl.is Dagur og Björn ræða saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða á villigötum í stóra bænahúsmálinu.

Hof ásatrúarmanna er einfaldlega ekki jafn umdeilt og ekki líkleg til að falla í íbúakosningu ef hún færi fram. Þannig er ekki líklegt að nokkrum stjórnmálamanni dytti í hug að setja slíkt í íbúakosningu til þess eins að tapa málinu.  Sama gildir um kirkjur kristinna manna á íslandi. 

Moskur Íslam eru hinsvegar umdeildari vegna  "tenginga"  við hryðjuverk og ekki víst að meirihluti sé fyrir slíku alstaðar í borginni.

Það sem íbúakosning um slíkt leiðir hinsvegar í ljós er hvort samfélagið sé tilbúið fyrir slíkar breytingar eða ekki.  íbúarnir geta svo verið drullusokkar, rasistar eða eitthvað þaðan af verra og vilja ekki íslamista nærri sér en það þá annað vandamál sem er líklegt til að stækka ef Mosku er bara troðið upp á þá.  Dæmin sanna að það kann ekki góðri lukku að stýra að fara gegn vilja íbúa í skipulagsmálum.

Mér sýnist á umræðunni að fólki finnist almennt í góðu að troða niður byggingum í hverfin í óþökk íbúa. Er ekki eitthvað bogið við þessa umræðu ?


mbl.is Moska og hof undir sama hatt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýtir kennarar verja ónýta skóla.

Ég á tvær stelpur sem ganga í barnaskóla í borginni. Um áramótin síðustu var Tónlistarskóli kópavogs með árlega tónleika grunnstigsins. Þar komu fram rúmlega  100 börn á aldrinum 6 til 12 ára, þar af voru um  10% drengir. 

Í skólanum þeirra var haldin hæfileikakeppni sem nokkrir kennarar skipulögðu. Atriðin sem komust áfram í úrslit  voru 14, samtals 25 börn þar af voru 3 drengir.

Ég sat fund með kennurum í fyrra þar sem mér var tjáð  stelpan mín væri svo heppin að það væru mjög fáir drengir í hennar bekk ?  kennarinn bætti svo við að það væri bara þannig að stelpubekkirnir eru rólegri og það gengur miklu betur með þá.

Fyrir um  15 árum síðan var ég með dreng á barnaskólaaldri. þegar hann var í 4. bekk var kallaður saman neyðarfundur með  foreldrum því bekkurinn var algerlega stjórnlaus.  Nýr kennari, ung kona hafði tekið við bekknum um haustið.  Ég mæti  á þennan fund.  þar var mikið spjallað um lausnir á vandanum. mér leyst ekkert á þessa ungu konu,  lítil písl  og óframfærin að mér fannst.  Svo ég stakk upp á  að skipt yrði um kennara með þeim rökum að vandmálið hefði komið til með komu hennar í bekkinn.  Það var eins og ég hefði drepið einhvern, viðbrögðin voru á þá leið.  Þess kennari var þarna út skólaárið, börnum þessa bekkjar til mikilla miska, árið eftir var hún flutt, en hún var enn að kenna síðast þegar ég vissi enda öruggleg ágætur stelpubekkjakennari.

Þessi mál eru komin í miklar ógöngur og vandséð hvernig hægt er að bregðast við. Kennaraháskólinn, sem allir sem innritast í  útskrifast úr,  virðis hafa verið útungunarstöð fyrir stelpubekkjakennara. Við þurfum alvöru kennara,  sem ráða við að kenna erfiðum drengjum jafnt sem kennarasleikjum.


mbl.is Mótmæla „sleggjudómum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir þú íhuga að kjósa nýtt framboð X.

Það er sama hvaða vitleysingur eða stjórmálstefna er sett í staðin fyrir X,  um 50 % já verður alltaf líkleg niðurstað.

 


mbl.is Ekki upplifað önnur eins viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtalið

Flestir viðskipta og hagfræðingar nútímans eru á pari við prestana á nítjándu öld, villuráfandi kjánar í tilvistarkreppu.


http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25621


mbl.is Breytingin sem verktakar biðu eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband