Færsluflokkur: Bloggar
27.6.2013 | 10:49
Þetta er fróðlegt skjal
Á íslandi búa um 15% einstaklinga í barnlausum fjölskyldum sem samkvæmt þessu eiga fast að helmingi allra eigna í landinu.
Þessir einstaklingar hafa ekki tíma eða getu til að eignast börn, þeir hinsvegar hafa gjarnan barnafólk í vinnu við að þrífa húsin sín.
Hér virðist því vera komin vísir að óvenjulegri stéttskiptingu þar sem aðallinn eru þeir sem ekki eignast börn, gamalmenni, geldingar og samkynhneigðir í staðfestri samvist og svo snauður skríllinn sem er þá barnafólkið.
Það sem er kannski athyglisverðast við þetta er að þetta virðist hafa gerst á örskömmum tíma á árunum 2008 og 2009.
https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=15239
Það þarf að klikka oft á myndirnar til að fá þær í fullri stærð.


![]() |
10% fjölskyldna eiga 41% af skuldunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2013 | 14:21
Þetta eru ekki fréttir.
Apple hefur alla tíð verið talsvert langt á eftir varðandi hraða og gæði vélbúnaðar í sínum vörum, af hverju ætti það að breytast.
Apple er þar sem það er vegna stórkostlegrar markaðssetningar á einföldum tæknivörum, vörum sem allir geta notað og lítið þarf að kunna til að njóta.
Þeir sem kaupa þess vöru eru einfaldlega ekki að gera það vegna hraðans eða tækninnar í þeim heldur vegna þess að þeir ráð við að nota þær.
![]() |
iPhone 5 hægvirkasti snjallsíminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2013 | 09:48
Þetta mál hentar ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu
Þeir sem settu þetta af stað virðast ekki skilja hvers eðlis þetta mál er.
Það þarf kannski svolitla færni í að skilja lesinn texta til að ráða fram úr þessu en mér virðist þessi undirskriftarsöfnun byggð á misskilningi. þetta frumvarp er bara spurning um aðferðarfræði við innheimtu skatts. það er að segja þetta mál er allt annars eðlis en þau mál sem forsetinn hefur synjað undirskrift fram að þessu. Þar var um að ræða prinsip mál eins og hverjir mættu eiga fjölmiðla á íslandi og hvort ríkið mætti fara gegn stjórnaskrá landsins með því að ábyrgjast skuldir einkabanka.
Ég hef ekki myndað mér skoðun á málinu og mun sennilega ekki gera það nema að það endi í þjóðaratkvæðagreiðslu sem er ekki líklegt.
Hér eru beinir tenglar á löginn og frumvarpið en einhverra hluta vegna eru höfundar undirskriftarsöfnunarinnar ekkert að flíka þeim á vefsíðum sínum. Engu líkara ein þeir vilji ekki að fólk lesi sig til um þetta.
http://www.althingi.is/altext/142/s/0015.html
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2012074.html
![]() |
Yfir 25 þúsund undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2013 | 16:05
Smekkur manna er misjafn
Í þessu bréfi stendur ""Það tekur grenitré um hálfa öld að vaxa í hæð sem skýlir í útivist og varpar fegurð á umhverfið.""
Fyrir minn smekk og flest útivistarfólk sem ég umgeinst er þetta öfugmæli. Há grenitré varpa skugga á umhverfið eru ljót í samanburði við gróin úthaga.
Ég hafði ekki komið í Öskjuhlíð í 20 ár þangað til fyrir skömmu síðan að ég tók upp á að hjóla í skólann Ég kunni miklu betur við Öskjuhlíðina eins og hún var.
![]() |
Látið Öskjuhlíð í friði! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2013 | 10:14
Íslendingar í sporum ameríkubúa á 17. öld.
þegar Spánverjar komu til suður Ameríku höfðu þeir með sér byssur og eldvatn. Byssur voru ódýr vara fyrir Spánverja en þær urðu fljót mjög verðmætar fyrir frumbyggjana. og Spánverjar náðu að kaupa mikið af gulli og landi af innfæddum fyrir byssur skotfæri og eldvatn. það sem þeir ekki náðu að kaupa var síðan tekið með valdi þegar innviðir frumbyggjasamfélaganna vor að engu orðnir, að einhverju leiti vegna þeirra upplausnar sem hinn nýi gjaldmiðill olli.
Svipað sögu má seigja um eyðslu ferðamanna á íslandi.Við vinnum mikið í skiptum fyrir peninga sem ferðamennirnir þurfa mjög litið að hafa fyrir að afla.
Ef ferðamenn þyrftu að greiða í ígildi jafn mikillar vinnu kæmi bara brot að þessu fólki til íslands.
Það er mikilvægt að skilja að ferðaþjónusta er meira háð veiku gengi krónunnar en aðrar greinar atvinnulífsins. Gjaldeyrir sem útlendingur eyðir á íslandi kostar samfélagið sem býr til gjaldeyrinn mjög lítið og oft ekkert..
Þetta þýðir á mannamáli að þeir sem hafa atvinnu af ferðþjónustur verða að vera á mjög lágum launum til að greinin þrífist. (í samanburði við heimsbyggðina)
Ef gengi dollars væri 70 krónur í dag væri freðaþjónustan bara brot af því sem hún er núna, en við sem byggjum þetta land byggjum engu að síður við betri kjör og meir kaupmát.
Líta má á stækkun ferðaþjónustugeirans sem vísbendingu um hnignum samfélagsins þar sem störfin færast frá því að vera frekar hátt launuð störf í tækni og fræði geirum og yfir í að vera lálaunastörf í þjónustugeirum eins og hótel og veitinga rekstri.
Þær þjóðir sem hafa fetað þá braut að leggja áherslu á ferðamannaiðnað enda fátækar í samanburði við hinar. Spánn og Grikkland eru víti til varnaðar, þar var mjög keyrt á ferðamennsku á eftirstríðárunum. þetta eru nú meðal fátækustu þjóða Evrópu.
Viljum við stefna þangað ?
![]() |
Greiddu 13,7 milljarða með korti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2013 | 12:01
Lottóvinningar og eignaupptaka á Íslenskum lánamarkaði.
Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð 1989 kostaði hún 5,9 milljónir Þar af voru 4 milljónir 35 ára lán hjá íbúðarlánasjóði með 3,5% vöxtum. Jóhanna Sigurðardóttir var þá búinn að berjast lengi sem félagsmálaráðherra fyrir breytingu á húsnæðislánkerfinu (sem ég fylgdist ekki með ). Nokkrum mánuðum eftir kaupin var lögum breytt á alþingi á þann veg að vextirnir hækkuðu í 4,2% þetta hafði í för með sér að heildargreiðslur af láninu sem ég hafði nýlega tekið hækkuðu úr 7 milljónum og upp í 7,8 (án verðbótaþáttar). eða 800þ eða 3,6 milljónir að núvirði. Hrein eignaupptaka með lögum frá alþingi í boði núverandi forsætisráðherra. Þetta var víst gert til að einhverjir aðrir gætu keypt sér hús.
Ég er núna með verðtryggt lán hjá Landsbankanum á íbúðarhúsnæði og ég er líka með gengistryggð lán í rekstri og er að fá endurútreikning núna.
Hér er fyrir neðan er samanburður á þessum tveimur lánum í upphæð sem gæti passað við mann sem keypti sína fyrstu íbúð í 2006. Þetta verðtryggða lán er samt mun ódýrara en þau sem húsnæðismálstjórn býður sem eru flest til lengri tíma og með yfir 5% vöxtum.
Það er búið að kosta 9,3 miljónum meira að skulda 20 milljónir í verðtryggðu en gengistryggðu síðastliðin 7 ár.
Samnburður kostnaðar látakenda verðtryggðs láns hjá Landsbankanum með 4,1% vöxtum til 25 ára og gengistryggðs láns í CHF og JPY og Libor+2,1% eftir endurútreikning Arionbanka. Gengislánið var fryst þann 3 november 2008 og frá þeim tíma hafa verið greiddir vextir. Tölurnar eru hlutfalsreiknaðar að 20 mílljóna höfuðstól til glögvunar, en höfuðstóllar lánanna sem notuð eru við reikningin eru lægri. | |||
Verðtryggt | Gengistryggt | ||
| Landsbankinn | Arion banki | |
| Uppreiknað | uppreiknað | |
Staða lána 1. ágúst 2006 eftirstöðvar með verðbótum | 20.000.000 | 20.000.000 | |
Greiddir vextir og afborganir frá 1. ágúst 2006 til dagsins í dag | 10.892.749 | 7.219.040 | |
Staða lána í dag Eftirstövar með verðbótum | 25.122.351 | 19.499.567 | |
Heildar kostnaður með höfuðstólsbreytingum | 16.015.099 | 6.718.607 | |
Vertryggða lanið er því 138% kostnaðarsamar | 138% | ||
Skuldari veðrtryggða lánsins er búnn að greiða 3,7 milljónum meira á þessum tíma | 3.673.709kr | ||
Skuldari verðtryggða lánsins skuldar í dag 5,6 milljónum meira í húsinu sínu en sá sem tók gegnistryggða lánið. | 5.622.784kr | ||
Kostnaður vegna verðtryggða lánsins er því 9,3 milljónum meiri á þessu sex og hálfa ári sem liðið er | 9.296.493kr | ||
![]() |
Misræmis gætt í dómsúrlausnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.4.2013 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2013 | 08:23
Dómarar götunar eru allir þeir
![]() |
Nöfn fólks sem ég taldi vini mína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2013 | 09:19
Þetta er kannski ekki rétt eftir haft?
""Seðlabankinn segir að ákveðið hafi verið að halda öllum bönkum lokuðum til að tryggja að bankakerfið starfaði eðlilega.""
![]() |
Bankar á Kýpur áfram lokaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2013 | 10:22
Sjáðu Bensinn fyrir aftan þig sagði konan.
Hún segir að þau hafi lifað um efni fram síðastliðin 20 ár og nú sé komið að skuldadögum. Svo leggur hún höfuðið undir exina og þakkar kvalaranum fyrir losa sig undan þjáningunni.
Fólk er fífl sagði einhver, en eiga fífl skilið að á þeim sé troðið ?
![]() |
Kýpur fær neyðarlán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.12.2013 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2013 | 11:58
Hver á að borga afskriftir húsnæðislána ?
Þegar spurt er hver á að borga afskrifaða peninga er bara eitt rétt svar: enginn. Ef þú spyrð þessarar spurningar eða þarft að hugsa þig um til að svara henni, þá skilur þú ekki hvað felst í hugtakinu peningar eða hvaða þýðingu þeir hafa í samfélaginu.
Peningar eru ekki raunveruleg verðmæti heldur aðeins ávísun á þau. Peningar hafa raunvirði í rauntíma en ekkert raunvirði í framtíðinni, þeir eru bara hugsanlega einhvers virði í framtíðinni. Þegar skuld er afskrifuð þá hverfa peningar. þegar til skuldar er stofnað þá verða til peningar. Það ætti að gefa auga leið að það borgar engin peninga sem ekki eru til.
Ef ég sel Braskara ehf hestinn Skjóna fyrir 1.000.000 kr og lána honum allan peninginn með kúluláni á einum gjaldaga eftir 5 ár og veði í Skjóna. Þá er það fé einskis virði fyrir mig fyrr en eftir 5 ár (nema að ég geti selt bréfið) en Skjóni hefur hinsvegar fengið verðmiða upp á 1.000.000 kr. sem ég get skráð í mínar bækur. Ef Skjóni drepst daginn eftir kaupin og Braskari ehf á ekki 1.000.000 kr. þá einfaldlega hverfa þessir peningar, öllum nema mér að kostnaðar lausu, eða var Skjóni kannski alltaf dauðvona bikkja og aldrei nema sláturpeninganna virði ?
Ótrúlega fáir átta sig á því hvernig peningar verða til og nær allir stjórnmálamenn landsins eru alveg grunlausir um það. Peningar eru ekki alvöru veðmæti heldur eru verðmætin fólgin í veðunum sem tekin eru fyrir peningunum (skuldunum) og það eru í raun veðin sem framleiða peningana ekki banki eða ríkissjóður. Þetta á við um alla peninga, líka þá sem Seðlabanki beinlínis prentar því hann afhendir þá ekki nema bókfæra þá hjá sér sem skuld þess sem tók við þeim og það getur hann ekki nema hafa veð. Veðið er stundum bara kennitala lögaðila eins og bankastofnunar. Í dæminu um Skjóna er ekki augljóst að Skjóni sé milljón króna virði en ef Braskara ehf tekst að finna góðan tamningamann gætti hann orðið miklu meira virði í framtíðinni og ég og Braskari ehf bjuggum þá saman til peninga að verðmæti ein milljón. Reglur um bankastarfsemi leifa ekki að lána út á veð eins og Skjóna en það bannar samt engin Braskara ehf að kaupa Skjóna á hvaða verði sem er og það getur engin bannað mér að lána fyrir honum.
Það sem kallað er gírun í eiginfé er í raun bara lögleg leið til að fela Skjóna fyrir bankastjóranum og láta líta svo út að skuldabréfið sem ég á með veði í Skjóna sé með einhverjum alvöru veðum. Allt fjármagn verður því til með því að lán er veitt gegn veði. Veðin eru svo mis góð og það er það sem ræður virði gjaldmiðilsins sem viðskiptin eru gerð í.
Kreppur eru afleiðing þess að veðin rýrna þannig að peningarnir hætta að virka milli manna. Skjóni stendur þá alls ekki undir væntingum og virði hans rýrnar. Ég get þá ekki selt skuldabréfið og fæ það ekki endurgreitt og tapa því bæði Skjóna og skuldabréfinu, eða var Skjóni kannski alltaf bara verðlaus bikkja og ég tapaði þá aldrei neinu ?
Þegar bankarnir hrundu á íslandi má segja að komið hafi í ljós að skjóni var bikkja. Allt fjarmagn á markaði var afskrifað um marga tugi prósenta til að leiðrétta fyrir þessu, ýmist með gjaldþrotum eða samningum um afskriftir. En ekki á hinum almenna húsnæðismarkaði vegna þess að þar flytjast veðin af íbúðunum (Skjóna) og yfir á eiganda þeirra ef veðin standa ekki undir nafni. Undanfarin fjögur ár hafa íbúðarlánasjóður og lífreyrsjóðir landsins verið að henda mill sín skuldabréfum með veðum, sem upphaflega voru í húsum, en eru nú að stórum hluta í lifandi fólki. Þannig peningar virka ekki og þess vegna er verðbólga og annað að hrjá okkur enn 4 árum eftir bankahrunið.
Lykillinn að því að átta sig á þessu er að skilja að bak við allt fjármagn eru veð og ef veðin hverfa (Skjóni drepst) þá þurfa peningarnir í raun að hverfa líka og það gerist venjulega með gjaldþrotum eða samningum um afskriftir. Peningarnirn virka ekki rétt fyrr en það hefur gerst. Allt sem stoppar eða tefur það ferli dýpkar og lengir kreppuástand þegar það skapast.
Nú er ég alls ekki viss um að rétt sé að fara í afskriftir húsnæðislana núna þó það hafi verið það eina rétta fyrir fjórum árum síðan. En það er all vega víst að ástandið bara versnar ef búnir eru til nýr peningar til þess að " leysa " vandan. Á undanförnum landsfundum stjórmálaflokkanna í landinu kemur skýrt í ljós að þar skilja menn ekki þetta samhengi.
Það er mikilvægt að menn reyni að skilja um hvað þetta snýst eða geri sér grein fyrir að þeir skilji þetta ekki svo umræðan geti verið á vitrænum nótum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)