Færsluflokkur: Bloggar
21.2.2013 | 15:51
Að snúa á haus
Þó að verðtrygging síðastliðinna tuttugu ára nái ekki að éta upp alla kaupmáttaraukningu launa er það ekki staðfesting á réttmæti hennar eða kostum . Heldur er það einungis staðfesting á því að kaupmáttur launa hafi hækkað meira en vertrygging á þeim tíma , sem hlýtur að vera hið besta mál.
Menn sem kenna í háskólum og beita svona hundalógík eru hættulegir samfélaginu
![]() |
Óþarfi að setja heilt samfélag á hvolf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.4.2013 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2013 | 15:17
Helvítis rollurnar ?
![]() |
Mesta mælda sandrok jarðar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2012 | 17:27
Traust á fjölmiðlum hvaða nafni sem þeir nefnast er hættulegt.
Æsifettamennska er skaðlaus á fréttamiðli sem eingin treystir er getur auðveldlega valdið stríði ef traust er mikið á miðlinum.
Fréttir eru nefnilega sagðar eða skrifaðar af fréttamönnum en ekki fréttamiðlum.
![]() |
Flestir treysta RÚV og mbl.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.4.2013 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 11:36
Hvað takmarkar jarðavarmaorkuna í 101 ?
"" Þótt fólk virðist nú loks vera að átta sig á að jarðvarminn í landinu sé takmörkuð auðlind, heyrist lítið um að tryggja að hann nýtist framtíðarkynslóðum um alla eilífð, segir Elín.""
það eru bara öngvir að átta sig á þessu í minni sveit. Þar dæla menn endalaust heitu vatni upp úr holum og þær virðast bara batna við það. Vill einhver 101 Jarðavaramorkufræðingur útskýra fyrir okkur sveitalúðunum hvað það er sem takmarkar svona mikið jarðavarmaorku í Reykjavík. Eru menn hræddir um að möttullin kólni eða ?
![]() |
Á að fullnýta orkuna...? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.7.2012 | 08:51
Það þarf að hefta útbreiðslu skóga
í Almenningum sem víðar.
Svæðið sem Þórsmörk er á hefur að mínu mati tapað miklu af sínum sjarma vegna aukins umfangs skóga.
Upprekstur á svæðið er því til bóta því hann stoppar að einhverju leiti útbreiðslu en hann hefur því miður eingin áhrif á eldri tré og því þarf sennilega að fara í dýra grisjun vegna þeirra.
![]() |
Óttast að sauðfé muni valda miklum skaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2012 | 14:39
Misskilinn snillingur
Apple á meira laust fé en bandaríska ríkið.
Appel kaupir burt samkeppni með þvi að kaupa einkaleyfi (sem flest eru reyndar um ekki neitt), sem þeir síðan nota ekki. Þetta gerir öllum öðrum á markaðnum nær ókleift að framleiða nokkurn hlut án þess að Apple geti hafið lögsókn vegna brota á leyfum sem þeir sjálfir oft ekki nota, en eiga.
Minna en tíu prósent af veltu Apple er vegna sölu á vönduðum top end tæknivörum. Það er varan sem við lesum um í fréttum. Restin er aðalega vegna "yfirverðlagðrar úreltrar" vöru.
Hinn stórkostlegi árangur Apple í viðskiptum á bandaríkjamarkaði er þess vegna ekki vegna þess að þeir búa til góða vöru heldur vegna þess að þeir koma í veg fyrir að aðrir geti gert það. Og selja síðan fólki sem veit ekki hvað það er að kaupa, úreltar tölvuvörur á uppsprengdu verði.
Steve Jobs var þannig mest misskildi snillingur síns tíma.
![]() |
Bannar sölu á Samsung-spjaldtölvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.12.2013 kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2012 | 10:33
Kommar á bessastöðum
Nú ber svo við í næstu forsetakosningum að líklega verða eingöngu í boði Alþýðuflokksmenn í staðin fyrir gamla kratann hann Ólaf Ragnar.
Frændi Þóru, Jón Baldvin sem var líka mikill kommi sagði einu sinn í viðtali, þegar hann var spurður af hverju hann væri farin að færast til hægri í stjórnmálum
Ef maður er ekki kommi um tvítugt þá er maður með illa lagað hjarta, ef maður er það ennþá um þrítugt þá er maður asni."
Þóra er 37 ára og afneitar samfylkingunni opinberlega sem hlýtur þá að þýða að hún sé þá en of langt til vinstri til að vera krati ? hún hefur þá verið asni í sjö ár.
Ari er mun eldri og er eftir því sem ég kemst næst ennþá nokkuð hallur undir gamla sovét og hefur þá verið asni mun lengur en Þóra eftir skilgreiningu Jóns frænda.
Ætli maður verð ekki að kjósa gamla kratann.
![]() |
Þóra mælist með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2012 | 11:35
Fjalldrottningar, Isabella, Hekla og virkjanir.
Þess mynd er tekin 2008 í toppi Heklu, Isabella er fædd 2003 en Hekla er eldri. í baksýn eru fyrst Rauðkembingar og svo nokkrar mjög stórar vatnsaflsvirkjanirn Sigalda, Hrauneyjar og Vatnsfell.
Ég gekk fyrst á Heklu 1979 þegar ég var 15 ára, ári seinna var ég að snúa heyi í landsveitinni þegar hún byrjaði gjósa með ógnarlegum krafti. Gosmökkurinn steig tugi kílómetra upp í himininn á nokkrum mínútum, það dró fyrir sól og jörðin skalf. Um kvöldið logaði Hekla öll og morguninn eftir var hún búinn að skipta um ham, orðin óþekkjanleg frá því sem áður var. Tveimur eða þremur dögum eftir að gosið hófst, var farið að smala fé norðan og austan Heklu. Stór hluti afréttarins sem mig hafði alltaf hlakkað til að sjá á vorin var horfinn, þar sem áður voru grónir hagar var nú bara svartur vikur. Ég byrjaði að ganga í Dómadalshrauni kl 7 um morguninn og gekk allan daginn í ösku og vikri. Þegar líða fór á daginn var hálsinn og nefið stíflað af svörtu ryki sem sveið undan. Það fé sem við komum að var erfitt að reka og oft blæddi úr fótum þess. Þegar ég komst í bíl, seint um kvöldið í Áfangagili var ég uppgefnari en orð fá lýst. Þá rann upp fyrir mér að Hekla var búin að breytta öllu, ekki bara landslaginu heldur líka mér og öllum sem þarna voru.
Þrátt fyrir að ég sé hálf smeykur við hana hefur hún svo mikið aðdráttarafl að ég er búin að fara 5 sinnum á toppinn án þess að hafa annað erindi en að horfa á útsýnið
Hekla er flagð en drottning engu að síður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2012 | 23:14
Tvíhöfða þurs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2012 | 10:57
Óheppni Geir verður heppni Geir.
![]() |
Tillögu Bjarna vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)