Færsluflokkur: Bloggar

Verðtrygging ?

Stýrivextir eru komnir niður 0% í BNA sem þýðir að það er ekki nein leið að ávaxta dollara í dag. Þegar við bætist fyrirsjáanleg verðbólga í dollarahagkerfinu vegna hinna risavöxnu björgunarpakka er ekki lengur fýsilegt að geima dollarana undir koddanum eins og verið hefur.  Þeir sem eiga dollara eru því farnir að leita logandi ljósi að leið til að fjárfesta. Hlutabréf í lífvænlegum fyrirtækjum sem ekki eru á fjármálasviðinu eru því að verða fýsilegur kostur í stöðunni. Ekki er ólíklegt að þetta muni ýta verði á hlutabréfum í öllum heiminum upp á næstu misserum. En þessi yfirvofandi verðbólga mun gera fjármálafyrirtækjum mjög erfitt um vik, Því útlánaeignir munu fyrrsjáanlega rýrna í verðbólgunni.

Svipaða sögu er að segja í Bretlandi, breska blaðið The Times greinir frá því í dag að fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, sé nú í startholunum með nýjar aðgerðir til bjargar breska fjármálakerfinu. Á síðasta ári varði breska ríkið um 40 milljörðum punda til bjargar þarlendum bönkum og ég held að þessu til viðbótar hafi ESB ráðstafa nokkrum miljörðum Evra til sömu verkefna  þetta er ígildi þess að breska ríkið afhendi um eina miljón íslenskra króna til hverrar fjölskildu í hagkerfinu. En þrátt fyrir allt er breska bankakerfið beinfrosið. Stýrivextir í Bretlandi eru komnir niður í 2 % og fara lækkandi sem þýðir eiginlega að það er betra að geima peninga undir koddanum en á banka.

Vandinn sem nú blasir við þessum þjóðum er ekki ósvipaður og það sem við íslendingar börðumst við á áttunda áratugnum. það var leyst hérlendis með verðtryggingu útlána bankanna, verðtrygging útlána gerir það  að verkum að fjármálfyrirtækin fylgja með í risinu.  þetta lærðum við af biturri reynslu.  Ég tel eiginlega víst að allur hinn vestræni heimur sé að fara inn í mikla veðbólgu um þessar mundir. Og nú er stóra spurningin hvort eina leiðinn út úr vítahringnum sé verðtrygging útlána að íslenskri fyrirmynd . Smile


mbl.is Dow Jones yfir 9 þúsund stig á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast í myntbandalagi Evrópu ?

Hvað er að gerast í myntbandalagi Evrópu ?
Á síðustu mánuðum hefur ESB heimilað útvöldum þjóðum að gefa út sértækar skuldaviðurkenningar í evrum til bjargar fjármálafyrirtækjum. Þetta þýðir í raun að það er verið að fella evruna, til að bjarga illa reknum fyrirtækjum í þessum löndum á kostnað þeirra sem ekki fá útgáfuheimildir. Þannig vill til að þetta eru stærstu lönd ESB  Ítalía, Spánn, Þýskaland og þó ótrúlegt kunni að virðast þá hafa Bretar líka fengið svona heimildir en þeir eru jú með sinn eigin gjaldmiðil Pund, sem er á floti gagnvart Evrunni sem þá er ígildi þess að þeir fá Evrur í jólagjöf frá ESB. Eiginlega er þetta þvílíkt bull að það nær engu tali. Þarna eru stærstu og ríkustu löndin í raun bara að bjarga sér á kostnað hinna sem minna mega sín og þessar ráðstafanir fara einhvernvegin í gegn um Evrópuþingið. Það er eins og þessar minni þjóðir  láti bara leiða sig áfram eins og sauði til slátrunar.

Fyrrheitnalandið ESB í Fréttablaðinu

 

Fyrrheitnalandið ESB.
A undanförnum mánuðum hafa stórar yfirlýsingar fallið varðandi gjaldmiðil okkar íslendinga. Þar far fremstir í flokki ESB sinnar sem ætla þar inn og síðan stendur til að henda krónunni fyrir evru. Fréttablaðið birti heilsíðu grein þann 28. desember eftir Benidikt Jóhannesson undir yfirskriftinni  "Íslenska krónan in memoriam"  Þar skrifar Benidikt um gjaldmiðilinn okkar eins og hann sé skeinispappír en björt framtíð blasi við Íslensku þjóðinni inna ESB með evru. Hann virðist alveg gleyma að það er ekkert sem bendir sérstaklega til þess í dag að Íslenska þjóðin nái viðunandi samningum við ESB um aðild. Hvað ef það verður ekki og Íslendingar hafna alfarið aðild að ESB. Ætlar Benidikt þá að halda áfram að kaupa í matinn fyrir skeinispappír ?. Það sem er verra er að Benidikt virðist ekki vita til hvers þjóðir eru með eigin gjaldmiðla, að minnsta kosti sleppir hann því að minnast á það í upptalningu sinni á kostum krónunnar. 

En til hvers erum við með krónuna?
Það er fyrst og fremst vegna þess að hægt er að búa til verðmæti á íslandi með hagvexti innan hagkerfisins. Þetta þýðir að fræðilega getur Þjóðarauður vaxið jafnvel þó engin viðskipti séu við umheiminn. Til dæmis getur  ákveðin hluti launaveltu í landinu verið settur í sjóði.  Þessir sjóðir geta stækkað án erlendrar skuldasöfnunar jafnvel þó vöruskipti við útlönd séu neikvæð. Að því gefnu að gjaldmiðillinn hafi eitthvað virði í milliríkjaviðskiptum er hægt að breyta þessum sjóðum að hluta í erlendan gjaldeyri eða bréf sem tryggir þá sjóðina fyrir gengisáhættu. Í raun má færa sterk rök fyrir að bróðurpartur ísensku lífeyrissjóðanna hafi orðið til með þessum hætti. Þetta er það sem stundum er kallað gengishagnaður.

Í nútíma hagkerfum er ekkert á bak við gjaldmiðilinn annað yfirlýsing eigandans um að hann sé einhvers virði, ólíkt því sem var á öndverðri síðustu öld þegar seðlar voru ávísanir gull eða aðra verðmæta málma. Nú hefur þessi gulltrygging verið sleginn undan öllum gjaldmiðlum heimsins og þannig kollvarpað hegðun hagkerfanna og eigendur gjaldmiðils geta nú gefið hann út eftir því sem þurfa þykir. Þar sem hagkerfi án tryggingar gjaldmiðils eru tiltölulega ný og í mótun er kannski eðlilegt að eitt og annað misfarist eins og alheimskreppan nú og fleira, en þegar á heildina er litið held ég að engin þjóð hafi efni á að vera ekki með. Evrusamstarfið er á vissan hátt afturhvarf til þess tíma er gjaldmiðlar voru á fæti vegna þess að um hana gilda lög sem koma eiga í veg fyrir að hægt sé að gefa hana út í pólitískum tilgangi

Til að útskýra þessi nýju hagkerfi á einfaldan hátt má segja að ef útgefin gjaldmiðill í hagkerfinu er 100 einingar  (bæði peningar og verðbréf hverskonar) þá er þjóðarauðurinn 100 . Ef fólkinu fjölgar um helming má gera ráð fyrir að hagkerfið stækki um að minnstakosti sem því nemur, það þýðir að til að gjaldmiðillinn verði ekki tvöfalt verðmeiri þarf að gefa út 100 einingar í víðbót. Þetta er einfalt með eigin gjaldmiðli, einfaldlega  prenta fleiri seðla og gefa út skuldaviðurkenningar sem því nemur. En það er ekki hægt með annarra þjóða gjaldmiðil. Þá verður að reka þjóðarskútuna með jákvæðum viðskiptahalla við útlönd eða erlendri skuldasöfnun. Vandamálið við að gefa út eigin gjaldmiðil er að það verður að vera einhver raunveruleg verðmætasköpun í hagkerfinu á bak við hann, en mönnum hættir til að gefa út of mikið sem veldur óhóflegri verðbólgu og stjórnmálamenn hafa oft mikið vald yfir því hvert þessir peningar fara sem veldur vantrausti. Engu að síður er ljóst að ef þetta vopn er slegið úr höndum þjóðar stendur hún verulega höllum fæti með tilliti til stækkunar hagkerfisins og hagsældar til framtíðar.

Þáttur Krónunar í velferð Íslands.
Ísland var einhver ríkasta þjóð í heimi fyrri nokkrum vikum síðan. Í dag er staðan óljós en sennileg höfum við fallið eitthvað niður listann að sinni. En það er alveg ljóst að Ísland hefði aldrei getað vaxið úr örbyggð á 50 eða 60 árum  með ónýtan gjaldmiðil svo ekki sé talað um annarra þjóða gjaldmiðil, miklu heldur var það krónan sem átti stóran þátt í því að það var hægt.  Það er því  ekki ólíklegt að okkar hagkvæmasti kostur í fyrirséðri framtíð sé eftir sem áður krónan jafnvel þó það kosti gjaldeyrishöft, háa vexti og miklar sveiflur í gengi hennar. Í þessu ljósi held ég að rétt sé að menn fari sér hægar, reyni að mynda sér heilstæða skoðun á málinu og fjall svo um skoðanir sínar án þess að tala krónuna niður um leið, því það eitt hefur jú áhrif á verðmæti hennar og ekki er víst að hún sé að fara í bráð.


Af hverju gat björgvin ekki

Af hverju gat Björgvin ekki fengið björgunarpakka hjá vinum sínum í EU.  Ég er búin að velta þessu svolítið fyrir mér og ég er helst á því að hann hafi bara aldrei beðið um hann. hann ólíkt öðrum ráðherrum, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu virtist bara ekki hafa nokkrar áhyggjur af þessu ?En hafi Björgvin beðið um aðstoð er ljóst að ESB er ekki apparat sem borgar sig að koma nærri.

EN góðar fréttir eru sjaldan of oft sagðar 

 


mbl.is ESB samþykkir björgunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gallar og kostir ?

Gallarnir við að hengja hagkerfi íslands við annað hagkerfi með einhliða upptöku gjaldmiðils eru miklir. Vandamálið í þessari umræðu er að mjög margir sem eru að móta umræðuna virðast bara ekki hafa grunnskilning á til hvers við erum með eigin gjaldmiðil. Ég hvet þá til að að lesa yfir bloggið mitt til dæmis hér og hér


mbl.is Einhliða upptaka gjaldmiðils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Solla og Geir

Þetta er mitt fólk og ég styð þau og þessa ríkistjórn af heilum hug.  Þó alltaf megi finna meinbug á þá hefur ríkistjórnin náð tökum á ástandinu og er að vinna mikið þrekvirki. Bara það eitt að ná að halda velli er afrek útaf fyrir sig við þessar aðstæður. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda hefði stjórnin fallið í upphafi bankahrunsins. Stjórnarandstaðan þarf að vera sanngjarnari og hafa trúlegar lausnir á sínum snærum til að geta leyft sér að eyða svona miklum tíma alþingis,  þetta er bara málþóf og það er dýrt á þessum tímum. 

Solla og Geir  fín mynd frá Kjartani Þorbjarnarsyni

solla og geir

.


mbl.is Röng forgangsröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er ávinningur þjóðar af eigin gjaldmiðli

.Ég vil skipta kostunum í þrennt:
  1. Hægt er að búa til verðmæti með hagvexti innan hagkerfisins. Þetta þýðir að fræðilega getur Þjóðarauður vaxið jafnvel þó engin viðskipti séu við umheiminn. Til dæmis getur  ákveðin hluti launaveltu í landinu verið settur í sjóði, Þessir sjóðir geta stækkað án erlendrar skuldasöfnunar jafnvel þó vöruskipti við útlönd séu neikvæð. Að því gefnu að gjaldmiðillinn hafi eitthvað virði í milliríkjaviðskiptum er hægt að breyta þessum sjóðum að hluta í erlendan gjaldeyri eða bréf sem tryggir þá sjóðina fyrir gengisáhættu. Í raun hafa ísensku lífeyrissjóðirnir orðið til með þessum hætti.
  2. Hægt er að rýra eða styrkja virði gjaldmiðilsins með því að stýra framboði af lánsfé í hagkerfinu, þannig er hægt að tryggja að atvinnuvegirnir séu samkeppnishæfir á alþjóða markaði og stuðla þá að minna atvinnuleysi.
  3. Almennt hefur verið talið að útgáfa gjaldmiðils sé hluti af sjálfstæði þjóðar, enda er það mikilvægasta hagstjórnartækið. (Seðlabankar evrulandanna hafa svigrúm til útgáfu evru eftir reglum sambandsins)

Ég vil skipta göllunum í tvennt.

  1. Gjaldmiðisútgáfa gerir þá kröfu til handhafa þess valds að þeir skilja hvaða áhrif það hefur að auka eða takmarka framboð gjaldmiðils í hagkerfinu og setur því gríðarlega mikla ábyrgð á hendur þeim sem með þetta vald fara. Mistök við skipan stjórnenda seðlabanka geta þannig kollvarpað efnahag þjóðar á nokkrum misserum. Erfitt er að ráða eða skipa í þessar stöður, til dæmis ef litið er til þess að minnihluti alþingismanna á íslandi skilja til hlítar hlutverk og mikilvægi gjaldmiðilsútgáfu í afkomu þjóðarinnar. Enn fremur má benda á að óðaverðbólga og efnahagsleg hrun þjóða má mjög oft tengja beint við skipan óhæfra manna til að stýra gjaldmiðilsútgáfu. Á íslandi hefur verið vel tekið á þessu til dæmis með skipan þriggja seðlabankastjóra.
  2. Í aljóðaviðskiptum eru gerðar miklar kröfur um að gjaldmiðlar séu skiptanlegir. Því er gjaldmiðill hagkerfis sem að upplagi er minna en efnahagsreikningur fyrirtækja á hinum aljóðlega markaði. í raun ekki nothæfur á þeim markaði án einhverra takmarkanna. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á í framtíðinni.

Ísland var 3. eða 4. ríkasta þjóð í heimi fyrri nokkrum vikum síðan. í dag er staðan óljós en sennileg höfum við fallið eitthvað niður listann að sinni. Ísland hefði aldrei getað vaxið úr örbyggð á 50 eða 60 árum  með ónýtan gjaldmiðil, miklu heldur var það krónan sem átti stóran þátt í því að það var hægt.

Einhverjir vilja kenna Krónunni og Davíð Oddsyni um bankahrunið. Sá hluti bankanna sem olli hruninu var erlend starfsemi sem fór fram í erlendri minnt og hafði ekkert að gera með ísensku krónuna og það er bara til merkis um firringu bankamanna að þeir töldu sjálfsagt að íslenski seðlabankinn sem gefur út krónur myndi bara slá út eins og einni eða tveimur þjóðarframleiðslum í enskum pundum !!!!!!!!.

Þetta eru meginástæður þess að ég vil halda í Krónuna.


Af hverju ekki einhliða EVRU

Það sem kemur í veg fyrir að þetta sé svona gott eins og þessi herramaður vill vera láta, er að EVRA án seðlabanka er vonlaus stað sem þýddi að hagvöxtur á íslandi verður í evruhagkerfinu en ekki á íslandi. Með öðrum orðum þá erum við í vondum málum ef við næðum svo ekki að semja um aðild að EU eftir einhliða upptöku evru.  Það er því í afleikur í samningaviðræðum við EU að taka upp evru einhliða og í raun bara bull að hugsa um þetta fyrr en búið er að semja um aðild. 

Hagvöxtur í hagkerfi án sjálfstæðrar myntar eða myntbandalags, kostar annað tveggja,  jávæðan viðskiptahalla eða erlendar lántökur. Með öðrum orðum, við verðum að safna peningum með útflutningi vöru eða þjónustu eða taka erlend lán fyrir öllu. þetta þýðir að stækkun hagkerfisins verður alltaf að koma frá móðurhagkerfinu jafnvel þó aðeins um innlenda veltuaukningu sé að að ræða eins og þenslu í landbúnaði eða skólakerfi. Eiginlega má segja að þetta þýði að það sé sama hversu mikið Þegnarnir vinna þeir mun aldrei fá neitt fyrir sína vinnu nema að móðurhagkerfið sé tilbúið að kaupa það eða taka veð í því. Það gefur auga leið að menntaskóli á ísafirði er sennilega ekki mikils virði í augum bankastjóra í brussel þó hann sé mikils virði fyrir ísfirðinga og íslendinga sem þjóð.

   Þegar EU svarar Nei við því að EVRA sé tekin upp án aðildar Þýðir það bara að EU bakkar ekki upp seðlabanka utan sambandsins sem þýðir þá að allir sem taka upp evru einhliða tapa á því. Það þýðir samt ekki að einhliða upptaka evru sé ekki möguleg. það er umtalsverður ávinningur í því fyrir EU að íslendingar taki upp evru einhliða vegna þess að það  neyðir íslendinga til að vera með jákvæðan viðskiptahalla við EU, Viðskiptahalla sem kostar EU ekki neitt annað en blekið og pappírinn í evrurnar. Þeir sem ekki átta sig á þessu geta varla talist færir um að hafa vitræna skoðun á gjaldeyrismálum Íslendinga.

   Það sem er bogið við þetta er að margir þeir hagfræðingar sem um þetta fjalla virðast annaðhvort ekki skilja þetta eða láta það vera að benda á þetta.  Það er kannski skiljanlegt þegar um erlenda hagfræðinga er að ræða en óskiljanlegt og eiginlega grátlegt þegar um íslenska hagfræðinga er að ræða.


mbl.is Taki upp evruna einhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar var bjöggi

Mér finnst þetta vera eins og Björgvin hafir bara ekki verið að skilja alvarleika málsins og það sést síðan vel á því að þegar Árni matt tekur við viðræðum við Darling og segir honum hvernig ástandið raunverulega er, því Björgvin hefur greinilega verið að segja honum eitthvað annað. Björgvin var bara út á þekju í sínum viðræðum víð Bretana og hefur sennilega látið bankastjórana stjórna sér í því.  Sama hefur eflaust verið upp á teningnum hér heima og þess vegna er hann ekki hafður með. það þarf einfaldlega að vara eitthvað gagn af manni ef maður á að fá að vera með.
mbl.is Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprelllifandi króna

Svo virðis sem að  erlendir bankar sem hafa verið með viðskipti í krónum í dag séu að skrá hana 5 til 10 % sterkari en Seðlabankinn, hvað veldur er ég ekki viss um. Eina rökrétta skýringin sem ég finn í fljótu bragði er að komin sé markaður erlendis með krónu sem byggist þá á því að bankarnir séu að taka stöðu með krónunni. ef það er rétt til getið er krónan heldur betur sprelllifandi en ekki dauð eins og margir hafa talið.

En ef maður hugsar rökrétt þá er Íslenska krónan sennilega einn fárra gjaldmiðla í heiminum í dag sem er að líkindum að hefja styrkingarferli og það skírir þá stöðutöku bankana.

http://members.virtualtourist.com/vt/tt/2/

https://www.business.barclays.co.uk/BRC1/jsp/brcscontrol?site=bbb&task=ExchangeRatesDetail&currencyCode=EUR


mbl.is Krónan styrktist um 11,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband