Færsluflokkur: Bloggar
16.10.2008 | 08:51
Frábært.
Þetta er það besta sem gat skeð. Nú eru leiðtogar ESB farnir að standa með okkur Íslendingum og þá óbeint gegn aðildarríkinu Bretlandi. Þetta hefur gríðarlega sterka pólitíska þýðingu fyrir okkur. Einhverjir virðast óttast að þetta sé einhverskonar bónorð um inngöngu íslands í ESB ég tel svo ekki vera og jafnvel þó svo væri er það bara mjög gott mál, það þarf ekki að segja já
![]() |
ESB-leiðtogar styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 10:49
Þrjóska ?
![]() |
Stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 10:32
Nýi Glitnir
Birna er rétta manneskja í þetta , topp manneskja þarna. Ég óska henni til hamingju með starfið. Ef ríkisvæðing bankana heldur áfram á þessari braut erum við í góðum málum.
![]() |
Nýr Glitnir stofnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 16:59
Áfangasigur.
Af bloggi um þessa frétt sést að mjög margir virðast skilja illa hvað verið er að gera því ætla ég að setja hér inn smá fréttaskýringu.
Þarna kemur fram að Breska ríkið er búið að lána landsbankanum" takið eftir" en ekki nýa landsbankanum eða íslenska ríkinu þessa peninga. það er áfanga sigur því með því eru Bretar að fallast á aðgerðir ríkisjónarinnar um að skipta bankanum. Í þessu felst líka viðkenning á því að íslenskir bankar séu starfandi í betlandi jafnvel þó þeir séu í þroti.
Þarna eru íslenskir fagmenn að vinna sýna vinnu með miklum sóma. Gott mál.
![]() |
Bretar lána Landsbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2008 | 12:13
Svartsýnisraus
Ríkistjónin ætlar ekki að láta erlendar skuldir bankanna falla á íslenska ríkið, því var ákveðið að skipta upp bönkunum í innlenda og erlenda starfsemi. þetta sögðu bæði Geir og Björgvin í síðustu viku. þetta var líka staðfest með lögum um skiptanefndirnar og aðgerðir þeirra í síðustu viku. í þessu felst að það á að gera upp erlenda hluta bankanna sér og ef erlendar eignir duga ekki til að borga forgangskröfurnar er ríkistjórnin hugsanlega tilbúinn að semja um mismuninn. Það byggist að sjálfsögðu á því að eignirnar séu það miklar að ríkisjóður ráði við mismuninn. Þannig nú þarf að semja eða höfða mál um hvað eignirnar eru eða voru miklar þegar Bretarnir gerðu áhlaupið á bakanna með títtnefndum hryðjuverkalögum. Þarna skiptir öllu að að eignirnar vöru örugglega miklu meira en nógar. Ég vill líka minn á að auðvelt er að færa rök fyrir því að EES samningurinn og það afsal valda yfir fjármálum landsins sem honum fylgdi er í raun megin ástæðan fyrir því hvernig bankarnir okkar fóru. Því er staða okkar augljóslega nokkuð góð ef málshöfðun verður valin.
Þórólfur þarf svo bara að fá sér göngutúr í íslenskri náttúru og hugsa málið aðeins aftur til að sjá ljósið
![]() |
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2008 | 11:26
EES - ESB = úr öskunni í eldinn.
Er þetta ekki bara að fara úr öskunni í eldinn. ÉG vill minn á að auðvelt er að færa rök fyrir, að EES samningurinn og það afsal valda yfir fjármálum landsins sem honum fylgdi er í raun megin ástæðan fyrir því hvernig bankarnir okkar fóru. Ekki get ég skilið að hvernig hægt er að finna út að nú sé best að ganga lengra í þá átt og fara alla leið í ESB. Hefðum við verið þar nú hefðum við sjálfsagt bara tapað sjávarútvegsfyrirtækjunum líka.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 10:15
IMF og Gjaldeyrir
Greiningardeild kaupþings og fleiri vilja meina að eina leiðin til að ná fram trúverðugum gjaldeyrismarkaði með krónu á íslandi sé IMF sem ég dreg ekki í efa að sé rétt. Eins og staðan er í dag er ég ekki viss um að það borgi sig fyrir okkur íslendinga að koma nálegt aljóðlegum peningamarkaði einfaldlega vegna þess að hann er hruninn. Nú tel ég að skynsamasta leiðin sé að styðja bara við innendann markað og nota gjaldeyrisforðann aðeins til að kaupa inn olíu og aðrar vörur til að halda atvinnuvegunum gangandi. þannig viðhelst framleiðni í landinu og eftir tvo þrjá mánuði verður eftirspurn eftir útflutningsvörum okkar orðin miklu meiri en eftir peningum hverrar gerðar sem er þá getum við farið að hugsa aftur um aljóðlega peningamarkaði með miklu betri samningsaðstöðu en nú. Því fyrr sem allir aðilar átta sig á því að fjármálmarkaðurinn eins og hann var er ekki til lengur, því betur stöndum við. Það sem Vilhjálmur Egilson og SA vilja gera miðar allt að því að fjármálkerfin virki áfram eins og það var, en það er eingin von til þess lengur. Sparifé íslendinga er eingöngu í íslenskum krónum í dag og verðlaust nema á íslandi.
http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4243/
![]() |
Tímaspursmál hvenær leitað verður til IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 21:54
Sökkvandi skip
Bandaríkjastjórn samþykkti á dögunum að styrkja þarlenda banka með því að prenta dollara sem nemur um 210.000 krónum á hvern íbúa landsins. þetta er þvílík upphæða að að allir sæmilega skynsamir menn hljóta að sjá að þetta skekkir hagkerfið verulega og er þess vegna mjög vafasöm aðgerð. Svo koma Bretar núna og dæla pundum í breska banka sem nemur 180.000 krónur á hvern íbúa landsins. Það kann að vera að þetta hægi eitthvað á eða jafnvel stoppi hrunið í einhverjar vikur en að láta sér detta í hug að Þessi hagkerfi geti virkað eðlilega á eftir með slíkum skekkjum er bara hrein og klár heimska.
![]() |
Hrun á Wall Street |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.10.2008 kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2008 | 09:30
Nýi Landsbanki Íslands hf
Núna er komið nafn á Ríkisbankann. Mig langar að óska nýum bankastjóra Elínu Sigfúsdóttur til hamingju og óska henni velfarnaðar í starfi.
Svona á að gera þetta.
![]() |
Nýi Landsbanki tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 11:43
Ríksbankinn minn

Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)