Færsluflokkur: Bloggar

Meistaraverk

Þetta var það sem þurfti, mann með munninn fyrir neðan nefið til að segja hvað þarf að gera og að  verið væri að gera það. þetta viðtal tekur af allan vafa um hvað verið er að gera og ég verð að seiga að þetta er nákvæmlega það sem ég vildi sjá gerast en þorði bara aldrei að viðra þá skoðun mína af ótta við að vera úthrópaður. Íslenska þjóðin þarf ekki að bera ábyrgð á skuldum fjárglæframanna jafnvél þó þeir séu íslendingar og starfi í skjóli íslenskra banka. Það skerðir að vísu trú manna á íslenskar fjárfestingar og krónuna en það er miklu skárra en að keyra þjóðina í þrot vegna útrásarvíkinganna. Nú virðist ljóst að innlend starfsemi landsbankans var valin til að lifa í skjóli ríkisáburðar. Hvað þýðir það fyrir okkur jú það þýðir að þó alt fari á versta veg og öll önnur fjármálafyrirtæki fari í þrot mun ríkið geta haldið utan um grunn þarfir atvinnulífsins með landsbankanum. Þegar útlitið á fjármálmörkuðum hins vestræna heims er skoðað  virðist ljóst að þeir eru allir að hrynja til grunna og aðeins tímaspursmál hvenær en ekki hvort alger uppstokkun verður og  90% allra eigna á þeim afskrifist. Eftir þá katastroffu mun eingin muna eftir íslensku bönkunum og þeim smáaurum sem töpuðust í þeim. Gengi dollars gagnvart íslensku krónunni verður því komið í 80 krónur um mitt næsta ár og evran verður sennilega á svipuðu róli kannski nær 90 krónum.  Yfirtakan á Glitni var stór mistök því allir vissu að ríkið gæti ekki bjargað öllum bönkunum. En það sem kom á eftir var ríkisstjórninni og siðast en ekki síst Davíði Oddsini til mikils sóma. Nú vil ég sjá stýrivexti upp á 6% í næstu vikiu og þá erum við á beinu brautinni.
mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta er ekki þvinguð yfirtaka

Fyrirtæki sem getur ekki fjármagnað sig, eingin vill eiga og skuldar meira en það á eins og Glitnir er einfaldlega einskis virði. Þessir 84mj sem seðlabankinn réttir þeim er því ölmusufé. Eins og staðan er í dag er enn opið fyrir að Glitnir geti komið með féð á eigin spýtur. Því er ekki um þvingaða yfirtöku eins og Jón Ásgeir vill vera láta heldur er Glitni bara komin í þrot og ekki líklegt á að Jóni og félögum takist að snú ofan af því á næstu dögum. Það skal eingin segja mér að Glitnismenn hefðu biðlað til seðlabankans nema vegna þess að allt annað var full reynt. Að hluthafra skuli nú vera að slá á hönd þess sem gefur gerir þá bara að minni mönnum.
mbl.is Átelja harðlega vinnubrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök

þetta eru fyrstu alvarlegu hagstjórnar mistök sem þessi ríkistjón gerir. Þessi banki þurfti að fara í þrot því hann er augljóslega illa rekin og er bara fyrir þeim sem eiga möguleika markaðnum. Dagurinn í dag er sögulegur í því tilliti að í dag tapar Íslenska Þjóðin sennilega í fyrsta sinn fjármunum á einkavæðingu banka. Stoðir og aðrir hluthafar láta nú eins að þeir hafi verið að tapa peningum þegar raunveruleikin er sá að Glitnir er og var verðlaus. 110 miljarðar sem kaup ríkisins gefa til kynna að verð Glitnis sé er allt of hátt og mun ríkið að líkindum þurfa að afskrifa þessa 80 miljarða á næstu mánuðum og árum.
mbl.is Glitnir hefði farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíugreining

Olía getur aldrei verið að ráði dýrari en aðrir orkugjafar. Hámarkið náðist sennilega í sumar þegar verðið fór yfir 130 dali í nokkurn tíma, Það sést einfaldlega á því að eftirspurnin hrundi um það leiti. Það þýðir í mínum huga að olíuverð getur ekki farið nema í mjög tímabundnum sveiflum svo  hátt.  Spár sem heyrst hafa á undanförnu um að olía komi til með að fara í 200 dali á næstu árum gera ráð fyrir að það sé ekki hægt að notast við aðra orkugjafa en olíu sama hvað hún kostar, sem er auðvitað fráleit. Einhverjir halda því fram að eftirspurnin sé að minka vegna lélgs  efnahagsástands í heiminum en þegar maður rýnir í það þá sést ástæðan er miklu frekar sú að notendur fóru að færa sig í aðra orkugjafa. Það hefur svo lagtíma áhrif á eftirspurn. Maður sem búinn er að fjárfesta í vindmillu slekkur ekki á henni sama hvað olíuverðið fer langt niður.

Ég held að menn skilji almennt ekki hvað markaðurinn bregst hratt við og hvað afleiðingar það hefur. Til dæmis þá hætti Ford við framleiðslu allra stóru pikupanna nema bara sem vörubíla og árið 2009 verður ekki hægt að kaupa sér svoleiðis lúxsusbíl bíl jafnvel þó olían fari niður í 50 dali. Bílarnir sem seljast þessa dagana eru svokallaðir tvinnbílar sem eyða innan við 10% af því sem stóru pikuparnir eyða, eigendur þeirra leggja þeim ekkert þó svo að olía lækki. Í Kína og eflaust víðar eru komin upp styrkja kerfi sem styrkja fyrirtæki til að framleiða með öðrum orkugjöfum en olíu. Aukin eftirspurn verður því að koma frá nýjum notendum, notendum sem hafa oft á tíðum val um olíu eða eitthvað annað og á meðan verðið er of hátt á olíunni þá velja þeir einfaldlega eitthvað annað. Það er því ekki líklegt að eftirspurnin aukist á næstunni. En hvað um framboðið ? Hjá OPEC eru þeir að semja um að draga úr framleiðslu ef eftirspurnin heldur áfram að dragast saman, það rökrétt, en hvað er hægt að draga mikið úr framleiðslunni? þó það sé hægt að semja um að draga úr framleiðslunni þá verða aldrei allir með sem þýðir að þeir sem draga úr framleiðslu tapa bara meira en hinir, Þegar skóinn kreppir að er hætt við að samstaðan verði ekki næg hjá þeim eins og dæmin sanna.

Eins og ástandið er núna er mun nærtækar að spá í hvað olíuverð getur farið lágt því toppnum var augljóslega náð í sumar.

Ég segi 80 dali á næstu mánuðum og verði svo um 100 dali á næsta ári.

 


mbl.is Litlar breytingar á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta heimilda.

Ég mæli með að blaðamaður tengi í heimildir sínar. Þessi frétt er bara hálf skrifuð. Ég fæ aðra og skýrari mynd af þessu eftir lestur greinarinnar á reuters.Þarna er eiginlega bara verið að segja frá mælingum, sá sem þíðir greinina grípur síðan á lofti það sem vísindamaðurinn segist telja að sé orsökin og setur framm sem niðurstöðu hans.

Greinin a reuters

http://www.reuters.com/article/environmentNews/idUSN0350519420080903?pageNumber=3&virtualBrandChannel=10218&sp=true


mbl.is Íshellur brotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er íslenska Viðskiptamódelið ?

Þessi myndbönd sem "óvinir"  íslensku útrásarinnar hafa útbúið, útskýra vel hið ísenska viðskiptamódel. Mér finnst myndböndin frábært framtak til fréttamennsku á okkar tímum. Peningarnir sem teknir hafa verið út úr hagkerfum íslands og nágrannalanda með þessum hætti eru að verða stjarnfræðilegir, þetta eru hundruðmiljarða kr það er 12 stafa tala! . Það er með ólíkindum að ekkert sé gert til að koma böndum á þessa óvita. Það er mín von að þessi myndbönd ýti við mönum um að reyna að gera eitthvað í þessu. Ég hef oftar en einu sinni byrjað á að skrifa grein um þetta en aldrei náð að koma þessu frá mér svo vel sé enda engin von til að nokkur myndi nenna að lesa það raus.  Þessi myndbönd segja það sem ég hef verið að hugsa.  Til að koma í veg fyrir þetta verður gera miklu meiri kröfur um skýrt eignarhald þannig að  koma megi í veg fyrir að fyrrtæki og einstaklingar geti selt eða keypt hluti í sjálfu sér af sjálfum sér.

 

http://www.youtube.com/watch?v=nQygPZZqg_M

http://www.youtube.com/watch?v=ryzSRYK4Pec


mbl.is Íslenska viðskiptamódelið á undir högg að sækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpamenn?

Það er hægt að túlka þetta á tvo vegu. Annað hvort er rúmlega helmingur íslendinga með bílpróf glæpamenn eða þá að hraðatakmörkun þarna er ekki í samræmi við aðstæður.


mbl.is Helmingur yfir hámarkshraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu hættuleg eru hjól öðrum vegfarendum ?

Hættan sem stafar af farartækjum í umferðinni er í beinu hlutfalli við massa þeirra. Orkan sem losnar við árekstur er jöfn hálfum massanum sinnum hraðanum í öðru veldi, þetta þýðir að svona hjól sem er venjulega um 300 kíló með ökumanni þarf að vera á 290 km hraða til að vera jafn hættulegt öðrum vegfarendum og 2,5 tonna sportjeppi á 100 km hraða. þessi einstaklingur var því nær eingöngu að setja sjálfan sig í hættu en ekki aðra vegfarendur.Ég held að margir geri sér ekki fulla grein fyrir hvað auðvelt er að drepa sig á véhjóli. Sem dæmi má benda á að ökumaður vélhjóls sem er á 90 km hraða og lendir á kyrrstæðum bíl, staur, skilti eða vegg deyr nær undantekninga laust við höggið ef líkami ökumannsins stöðvast á hlutnum. Munurinn á því að lenda í árekstri við bíll á 90 eða 250 er því minni en margan grunar fyrir ökumann hjólsins. Hinsvegar má segja að vegfarendum á bílum stafi orðið nokkur hætta að velhjóli á 250 km hraða eða svipuð hætta og af bílum á 90. Þá stendur eftir að hræðsla bílstjóra við hjólin stafi af því að þeir telji aukna hættu fyrir sig felast í því hjólin séu á svo mikilli ferð að ekki sé hægt að hafa stjórn á þeim. Slíkt er alltaf erfitt að meta. Ég held samt að ég ráði mun betur við gott hjól á 200 km hraða en Ford 350 trukk með pallhýsi 100 km hraða. Ég fæ alltaf í magann þegar ég ek fjölskildubílnum og mæti sportjeppa með risa hús í eftirdragi því ég veit sem er að þetta eru stjórnlaus farartæki sem skapa mér og mínum miklu meiri hættu í umferðinni en hjól á 200 km hraða. Véhjólamenn eru fyrst og fremst hættulegir sjálfum sér í umferðinn. Stór þung faratæki eru hinsvegar hættuleg öðrum vegfarendum jafnvel þó þeim sé ekið á löglegum hraða. 


mbl.is Á 245 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hekla er flott vegna þess að þar er ekki skógur

Af hverju þarf maðurinn alltaf að eyðileggja allt sem er fallegt eins og Hekla og nágrenni. Ég vona mjög innilega grasmaðkurinn nái að tortíma þessum skógarhugleiðingum heimskra manna á Heklusvæðinu. Annars mun sú gamla vafalaust sjá um það sjálf í fyllingu tímans.


mbl.is Ertuyglan fyrr á ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigendur að dæma eigin bíla ?

þeir einu sem hugsanlega nenna að svara svona fyrirspurnum um nýa bílinn sinn eru bíladellukallar sem trú á vörumerkið sem þeir eru ný búnir að borga okurfé fyrir. Svona könnun mælir því hvað eigandinn er ánægður með bílinn eða hve vel sölumanninum tókst að selja hugmyndina um að þessi ákveðna tegund bili ekki, en ekki hvor þeir raunverulega bila mikið eða lítið.


mbl.is Porsche bilar minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband