Færsluflokkur: Bloggar
1.3.2018 | 09:49
Ónotað skilti í Hrafntinnuskeri.
Þar sem einu sinni var íshellir í Hrafntinnuskeri, er nú ónotað skilti sem á stendur að íshellar séu hættulegir eða eitthvað í þá veru. Þetta skilti var sett upp af snillingunum sem hafa alltaf vit fyrir hinum, eftir að maður lést við að skoða hellirinn, sennilega 2005. Árið eftir að skiltið var sett upp var hellirinn horfinn og skiltið hefur því verið ónotað í meira en tíu ár.
Nú hlýtur þetta slys þá að vera á ábyrgð þeirra sem ekki nenntu að færa skiltið yfir á Blágnípujökul þegar hellirinn fannst þar.
![]() |
Fannst látinn í hellinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2018 | 10:15
Rétt hjá Agnesi.
Við megum ekki setja lög sem gera Gyðinga að sakamönnum. Það má auðveldlega koma í veg fyrir það með því að setja sérákvæði fyrir mjög trúheitt fólk í lögin sem gætu kannski komið aftan við lögin og hljóðað svona.
XX gr. Ráðherra getur heimilað umskurð drengja af túrlegum ástæðum með undanþágu frá lögum þessum. Undanþágur má þó einungis veita svo fremi að fullnægt sé eftirfarandi skilyrðum.
Um skráð trúfélag sé að ræða.
Árþúsunda hefð sé fyrir slíku í viðkomandi trúarbrögðum.
samþykki allra forráðamann / beggja foreldra, liggur fyrir.
Aðgerðin verður að vera framkvæmd undir eftirliti landlæknis eða fulltrúa hans.
![]() |
Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.2.2018 kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
13.2.2018 | 10:26
Rafmyntir, Stóra myndin.
Rafmyntir eru í eðli sínu það sem kallað er á ensku Ponzi game þar sem þeir græða á endanum sem eru í efsta 10 parti píramídans. Nú kann að vera að fólki sé almennt alveg sama um þetta, þetta er jú bara verðlaus rafeyrir þegar farið er af stað með þetta.
Það sem menn allmennt vita ekki er að um leið og hægt er að skipta rafmyntinni fyrir lögeyri verður hann hluti af útgefnu heildarfjármagni (Q) þess hagkerfis sem hann er notaður í sem þýðir að hann ýtir niður gengi annarra gjaldmiðla í hagkerfinu, Rafmyntir eru því hrein viðbót við Q án raunverðmætasköpunar og rafeyri veldur því verðbólgu í heimshagkerfinu.
Rafmyntir og þeir sem eiga og grafa eftir þeim eru því sníkjudýr á raunhagkerfinu í sinni tærustu mynd. Þar sem verið er eyða raunverðmætum (orku) í að framleiða vöru (rafmynt) sem grefur undan hýslinum (raunhagkerfinu)
Var ekki einhver að tala um að gagnaver væru GRÆN stóriðja.
![]() |
Gagnaver muni nota meiri orku en heimilin í landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.2.2018 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2018 | 09:11
Bull fullyrðingar og lygar til að halda vinnunni ?
Jóhannes segir:
""Auðvitað eru það vonbrigði að hlutur umhverfisvænna ferðamáta sé ekki að aukast, nema hjólreiða.""
Átta tonna strætisvagn sem ferðast um götur borgarinnar með 7 farþega að jafnaði er bara alls ekki umhverfisvæn ferðamáti og verðu aldrei. Almenn viðmið í þessu eru að það þarf meiri orku til að koma farþega í almenningssamgangnakerfi eins og í Reykjavík milli stað en með einkabíl.
https://www.delijn.be/en/overdelijn/organisatie/zorgzaam-ondernemen/milieu/co2-uitstoot-voertuigen.html
Þetta á þessi maður að vita sem framkvæmdastjóri strætó. Hann er því annaðhvort óhæfur í starfi eða að ljúga.
Þar við bætist að Það þarf margfalt meiri orku til að halda við vegum sem strætavagnar nota vegna slitsins sem hann sjálfur veldur á þeim. Skot út í lofti er að rekstur vega sé 4 faldur á hvern farþega í samanburði við einkabílinn.
![]() |
Aukin tíðni stuðli að meiri notkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2018 | 13:53
Vegur ófær út af hálku ?
Vegur sem er sæmilega fær eindrifsbíl á sumardekkjum í auðu getur aldrei orðið ófær vegna hálku nem þá fyrir vanbúna klaufa á einsdreifsbílum eða í ofsaroki.
Hér er því tekin ákvörðun um að loka vegi sem er augljóslega fær fyrir flesta þá sem eru búnir til vetrarferða.
Ég er búinn að fara nokkrar ferðir til og frá Reykjavík í desember og janúar og tvisvar hef ég þurft að aka um lokaða vegi í ágætri færð, einu sinn um Hellisheið með því að aka upp gömlu Kambaleiðina af stað, (þannig sér maður aldrei lokunarskiltin við hringtorgið) og einu sinn um Krísuvíkur veg.
Með öðrum orðum, ég er stein hættur að taka mark á lokunum veggerðarinnar, þeir loka bara ef þeir nenna ekki að vinna orðið.
![]() |
Bláfjallaleið ófær vegna hálku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.1.2018 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2018 | 13:33
Ærulausir drulusokkar í vinnu við að ata fólk auri.
Það er glæpsamlegt og ótvírætt brot á stjórnarskrávörðum rétti fólks á íslandi að halda saman upplýsingum um það.
71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.] 1)
Það þarf engan lögfræðing til að sjá að hér er verið að brjóta á fólki. En þetta fyrirtæki gerir það samt og kemst meira að sega upp með að selja upplýsingarnar. Hvers vegna ?
![]() |
Handskrifaði 1.736 viðurkenningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2018 | 11:02
Borgarlína er fyrir þá sem kunna ekki að reikna.
Ef húsasmiður þarf að eyða auka 30 mínútum á dag í strætó vegna vinnu þá er það samtals um 10 tímar á mánuð eða 120 tímar á ári. Útseld vinna húsasmiðs er ódýrust um 5000 kr án Vask sem þýðir að hann verður af 600.000kr tekjum ef hann notar strætó og þarf að greið um 100.000 kr í strætó. Ef hann hinsvegar notar lítinn sendibíl sem kostar nýr 2.000.000 getur hann veit betri meiri þjónustu (útseljanlegur sendibíll) og unnið lengur. Augljóslega hefur hann ekkert val. Hann verður að ver á bíl.
Ef lögfræðingur þarf að eyða auka 30 mínútum á dag í strætó vegna vinnu þá er það samtals um 10 tímar á mánuði eða 120 tímar á ári. Útseld vinna lögfræðinngs er ódýrust um 10.000 kr án Vask sem þýðir að hann verður af 1.200.000kr tekjum ef hann notar strætó. Augljóslega er því eini valkostur hans líka að nota bíl.
Borgarlína er í grunnin bara aðgerð sem skerðir þjónustu við alla nema þá sem hafa afgangs tíma til að eyða í strætó. Hverjir eru það ? Túristar.?
Til að kom á móts við þarfir vinnandi fólks þarf Reykjavík betri vegi og vegtengingar í allar áttir, göng eða brýr á sundin og fleiri bílastæði í borginni.
![]() |
Segir grein Frosta rökleysu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
18.1.2018 | 11:05
Ýkjur og lygar
Eru daglegt brauð í fréttum af störfum lögreglu á íslandi. Hér bregður hinsvegar svo við að með fylgir myndband sem sannar að eingin hætta var á ferð sem er óvenjulegt. Oftast eru um að ræða einhliða tilkynningar um að hættulegt athæfi borgaranna þar sem við, borgararnir, erum lítillækkaðir með tilhæfulausum ásökunum.
Fyrir mörgum árum um verslunarmannhelgi ákváðu tveir lögreglumenn að stöðva mig. Ég hafði ekið framhjá þeim þar sem þeir voru kyrrstæðir á malarvegi úti á landi. Ég var með tvö börn í bílstólum í bílnum. þegar þeir náðu mér nokkrum mínútum seinna með blikkandi ljósum og sírennu hélt ég að þeir væru í útkalli, það var einhver umferð á móti svo ég hægði mjög vel á mér úr kannski 80-90 niður í 70-80 og vék vel út í kannt þannig að þeir höfðu gott pláss til að fara framúr en þeir virtust vera mjög ragir og eftir smá stund ákvað ég að hægja enn meira á mér niður 20-30 og fara eins utarlega og hægt var. þá allt í einu skelltu þeir sér framfyrir og lokuðu á mig eins og gert er í bíó, en ökumaður lögreglubílsins var svo mikill klaufi að bíllinn endaði hálfur útaf nokkuð brattri vegöxl og festist þar. Lögreglumennirnir voru mjög æstir sérstaklega sá yngri og sökuðu mig um að reyna að stinga af og fleira en sögðu samt að ég fengi að halda áfram af því að ég var með börnin. Ég ákvað að svara þeim sem minnstu en bauð þeim hjálp við að losa bílinn sem þeir þáðu.
Daginn eftir var frétt í blaðinu um að einn hafi verið stöðvaður eftir ofsaakstur og eltingaeik við lögreglu. Ég var síðan kærður fyrir ofsaakstur og sinna ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en eftir fund með lögfræðingi á lögreglustöðinni var málið látið niður falla enda um tilæfulausar ásakanir að ræða.
![]() |
Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2017 | 16:24
Kunna reikning en enga stærð og eðlisfræðiðfræði
Yfirborð jarðarinnar er samtals 510.000.000 km2 þar ef er 340.000.000 km2 haf. Grænlandsjökull er 2.850.000 km3. (340.000.000/2.850.000 = 0,008) Ef allur ísinn bráðnar og endar sem sjór í hafinu jafngildir það um 8 metra dýpkun á hafinu, þetta er sára einfalt eða hvað?
Það að hafið dýpki er ekki það sama og að yfirborð þess hækki, Ef maður tekur 2.850.000.000.000.0000 tonn ofan af Grænlandi og setur þau í hafið þá er augljóst að Grænland hækkar, rís úr hafi og sjávaryfirborðið lækkar þá í það minnsta á Grænlandi, svipað og er að gerast við ströndina undir Vatnjökli. Hækkar þá yfirborðið einhverstaðar annarstaðar en á Grænlandi ? Til þess að Grænland getir risið þarf efni að koma undir það, það efni kemur úr sjáfarbotninum sem lækkar þá sem því nemur. Reyndin er sú að yfirborð sjávar mundi breytast bæði til hækkunar og lækkunar ef allur ís á Grænlandi mundi bráðna, og eyjar í úthöfum í sökkva í sjó á meðann eyjar risu úr hafi við Grænland.
Reikningur getur verið skemmtilegur en hann er ekki hægt að nota til gagns nema menn kunni líka stærðfræði.
![]() |
Grænland án ísbreiðunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.12.2017 | 11:22
Hræsnari með samúð fyrir dýrum (eða frostpinnum)
Ljósmyndarinn sem tók þessa mynd kennir vondum mönnum um hvernig komið er fyrir hvítabirninum. (sem kallaður er ísbjörn í fréttinni sem er eftir því sem ég best veit íslenskir íspinnar frá körís) Af skrifum hans má skilja að illmenni í útlöndum brenni olíu sem valdi því að hlýni á jörðinni og því sveltur björninn.
Það sem hann segir ekki er að hann þurfti að brenna um það bil 1000 sinnum meiri olíu en meðaljarðarbúinn daginn sem hann fór ferðina til að mynda björninn. Hann segir ekki heldur frá því að Stærsta eyja Baffin eyjaklasans er 500.000 km2 eða fimmfalt stærri en ísland. Syðsti oddi hennar er 61° N sem er 200 km sunnar en syðsti oddi íslands nyrsti oddi Baffin eyju er um 73° N sem er 800 km norðar en nyrsti oddi íslands. Baffin Bay er flóinn á milli Grænlands og Baffin Eyju. Flóinn er fast að 2000 km langur. Hann tæmist og fyllis af ís á hverju ári og það hefur hann gert síðan mælingar á þessu hófust, mis mikið en hann tæmst alltaf nær alveg.
Hvernig hann finnur svo út að björnin sé svangur af völdum vondra mann í útlöndum er ekki gott að sjá.
![]() |
Hræðilegt dauðastríð ísbjarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)